Hugum að öryggi barnanna - Gátlisti frá VÍS

Í upphafi skólaársins er vert að huga að öryggi og velferð barna okkar, sama hvort þau eru að stíga sín fyrstu skref í grunnskólanum eða að hefja sitt síðasta ár í námi. Vátryggingafélagið VÍS hefur sent sveitarfélaginu eftirfarandi gátlista og beðið um að koma honum fyrir augu foreldra.

Ökumaður
• Mundu að foreldrar eru fyrirmynd barna í umferðinni.
• Sýndu varkárni og virtu hraðatakmarkanir í nágrenni við skóla.
• Stoppaðu fyrir gangandi vegfarendum.
• Gættu að vegfarendum þegar bakkað er úr stæði.

Ferðamáti
• Leiðbeindu barninu um hver öruggasta leiðin í skólann er og hvar hætturnar geta leynst.
• Upplýstu barnið um að ekki sé víst að bílstjóri hafi séð það þó að barnið hafi séð bílinn.
• Hvettu barnið til að nota gangbrautir þar sem þær eru til staðar.
• Vertu viss um að barnið gangi ekki þvert yfir bílastæði.
• Öll börn undir 36 kg þyngd eiga að nota sérstakan öryggisbúnað í bílnum.
• Börn eru öruggust í aftursæti að minnsta kosti fram að 12 ára aldri.
• Hleyptu barninu ekki út úr bílnum umferðarmegin.
• Ef barnið hjólar í skólann þarf að athuga hvort skólinn sé með ákveðnar reglur um
hjólreiðar/rafmagnsvespur og upplýsa barnið um þær ef svo er.
• Gakktu úr skugga um að hjólið/rafmagnsvespan sé í góðu lagi og barnið með rétt stilltan hjálm.
• Kynna þarf börnum umgengni við skólarútur þar sem það á við. Kenndu barninu að standa ekki of nærri rútunni þegar hún kemur og fara í röð ef nokkrir eru saman.
• Ef fara þarf yfir götu að lokinni rútuferð skal bíða með það þar til rútan er farin.
• Mundu að spenna ávallt bílbelti.

Sýnileiki
• Með endurskini sést barnið þitt allt að fimm sinnum fyrr en ella í umferðinni.
• Best er að velja töskur, skó og utanyfirfatnað með endurskinsmerkjum.
• Hangandi eða límd endurskinsmerki eiga að vera neðst, bæði framan og aftan á yfirhöfn.
• Eftir 10 til 20 þvotta minnkar endurskinið.

Velferð
• Gættu að því að barnið borði hollan mat og fái nægan svefn.
• Stoðkerfisvandamál geta komið upp ef skólataskan er of þung. hafðu einungis í henni það sem nota þarf á hverjum degi fyrir sig.
• Vertu viss um að allar eigur barnsins séu merktar og að það sé meðvitað um að gæta þeirra vel.

Nánari upplýsingar um öryggi barna er að finna á vis.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?