Hunda- og kattaeigendur í Rangárþingi ytra

Af gefnu tilefni er þeim tilmælum hér með beint til eigenda hunda og katta, að í gildi er samþykkt nr. 632/2012 um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra.

Eigendur/umráðamenn eru hvattir til að kynna sér vel efni samþykktarinnar sem er  aðgengileg  á heimasíðu Rangárþings ytra www.ry.is og fara í einu og öllu að ákvæðum hennar svo forðast megi óþægindi og kostnað sem leiðir af brotum.

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar fara með eftirlit og framkvæmd samþykktarinnar sbr. III kafla 15. gr. og er skylt að bregðast við öllum kvörtunum sem berast um óskráða hunda  og ketti og lausagöngu þeirra. Skráning dýra fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins.

Búast má við hertum aðgerðum í kjölfar þessarar tilkynningar vegna síendurtekinna kvartana sem berast Þjónustumiðstöð.

Samþykkt um hunda- og kattahald má sjá með því að smella hér og gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds 2015 með því að smella hér

 

Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra
Bjarni Jón Matthíasson

-------

Dog and cat owners in Rangárþing ytra!

 

The attention of dog and cat owners in Rangárþing ytra is drawn to resolution number 632/2012 about the ownership of dogs and cats in the community.

Owners or caretakers are asked to acquaint themselves with this resolution and follow its clauses in every respect in order to avoid any inconvenience or expenses that may occur in violation of the resolution. The resolution can be seen on www.ry.is.   

The staff at the Service Center is responsible for the enforcement of the resolution, and after this announcement, will respond more vigorously to any complaints concerning loose or unregistered dogs and cats. To register dogs and cats contact Rangárþings ytra office in Miðja.

 

Bjarni Jón Matthíasson, manager
Rangárþing ytra Service Center 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?