Hvað gerum við? 
Mynd: Jón Karl Snorrason.
Hvað gerum við?
Mynd: Jón Karl Snorrason.

Skráning fer fram hér!

Hvað gerum við?

Rangárþing er gífurlega öflugt matvælahérað en hér fer einnig fram margvísleg önnur starfsemi. Á opnum íbúafundi um atvinnumál verður farið yfir það hvað við gerum, í hverju framtíðarmöguleikarnir felast og hvaða ógnir steðja að okkur.

Opinn íbúafundur um atvinnumál í Rangárþingi ytra verður haldinn þriðjudaginn 23. mars kl. 20:00 – 22:00 á Stracta hótel, Hellu.

Flutt verða þrjú mis-stutt erindi:
 
- Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri þróunarsviðs SASS flytur erindi um atvinnumál í Rangárþingi ytra og stefnumörkun í atvinnumálum.
- Sigurður H. Markússon nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun flytur erindi um sjálfbæra matvælaframleiðslu.
- Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri veltir fyrir sér hlutverki sveitarfélagsins í þessu samhengi.
 
Fundarstjóri verður Björk Grétarsdóttir, oddviti.
 
Að því loknu verða snarpar umræður og skilvirkt hópastarf þar sem leitast verður eftir því að svara eftirfarandi spurningum:

- Hvernig mætti ýta undir nýsköpun í atvinnulífi á svæðinu?

- Hverjir eru styrkleikar svæðisins sem virkja mætti betur til atvinnusköpunar?

- Eru einhver grunnatriði innan svæðisins sem þarf að efla til að atvinnulíf blómstri enn frekar?

 
Við hvetjum atvinnurekendur og aðra íbúa til þess að láta sig málið varða og taka þátt í fundinum.

 

Í boði verður að taka þátt í fundinum á staðnum og á ZOOM, þeir sem ætla að taka þátt í fundinum þurfa að skrá sig fyrir kl. 16:00 þann 23. mars á vef sveitarfélagsins. 

Skráning fer fram hér!

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?