Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá.

Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

 

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 sem nær til ofangreindra sveitarfélaga:

Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá.

Áður en sveitastjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps taka tillögu að deiliskipulagi Hvammsvirkjunar til afgreiðslu er hún hér kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Framkvæmdasvæði Hvamm­svirkjunar er í báðum sveitarfélögunum.  Stöðvarmannvirki verða í landi Hvamms í Rangárþingi ytra, en stíflumannvirki og lón munu taka yfir land í ofanverðri Landsveit og í Skeiða- og Gnúp­verjahreppi.

Deiliskipulagstillagan liggur frammi til kynningar á skrifstofum skipulagsfulltrúa sveitarfélaganna frá 23. til 31. mars 2017 auk þess sem hana má nálgast rafrænt á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is, og á heimasíðu skipulagsfulltrúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps www.sbf.is. Þá verður haldið opið hús í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fimmtudaginn 30. mars frá kl. 16 til 20 þar sem tillagan verður kynnt og verða fulltrúar frá Landsvirkjun og skipulagsráðgjafar á staðnum til að svara fyrirspurnum.

Tillagan er aðgengileg hér, hér og hér.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings Ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?