Hvetjum til hreyfingar!

Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar á Hellu er að fara af stað með áheita/söfnunarátak.  Nú viljum við styrkja íþróttahúsið á Hellu stefnan er tekin á að ganga/hlaupa eða synda frá 7. maí til 7. júní 1.000 km.

Við erum búin að skipta okkur í tvo hópa sem munu keppa sín á milli.  Við skorum á aðra að taka þátt í þessu með okkur og safna í 6-8 manna hópa.

Skráning fer fram í sundlauginni á Hellu.  Reikningur Kormáks er 0308-26-004702. Kt: 470211-0400.  Baukurinn Kormákur er alltaf til taks í sundlauginni líka.  Upplýsingar og hugmyndir um göngu-/hlaupaleiðir verða uppi í afgreiðslu sundlaugar.

Kort með göngu/hlaupaleiðum á Hellu er hægt að prenta út með því að smella hér!  Teiknistofnan Steinsholt, Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu, útbjó kortið og fá þau bestu þakkir fyrir.

Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar á Hellu

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?