Hella
Hella

Mánudaginn 1. febrúar kl. 20:00 fer fram íbúafundur til kynningar á fjármálum sveitarfélagsins.

Meðal þess sem kynnt verður er nýsamþykkt fjárhagsáætlun ásamt því að farið verður yfir helstu áherslur í rekstri sveitarfélagsins á yfirstandandi ári.

Fundurinn fer fram í gegnum ZOOM fjarfundakerfi þar sem íbúar geta tekið beinan þátt en verður jafnframt streymt beint í gegnum Facebook síðu sveitarfélagsins.

Skráning fyrir fjarfund fer fram hér.

Slóð fyrir beint streymi frá fundinum mun koma hér inn um leið og fundur hefst,

Við hvetjum íbúa til þess að láta sig málið varða og taka þátt í fundinum.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?