Íbúðalóðir lausar til úthlutunar.

Rangárþing ytra auglýsir íbúðalóðir til úthlutunar en um er að ræða lóðir sem þegar hafa  verið auglýstar áður, svo fyrstur kemur, fyrstur fær.

Lóðirnar sem nú eru til úthlutunar eru sjö einbýlishúsalóðir og tvær lóðir undir par- eða raðhús austarlega í bænum.

Langalda 22, lóð undir einbýlishús
Langalda 26, lóð undir einbýlishús
Sandalda 8, lóð undir einbýlishús
Sandalda 10, lóð undir einbýlishús
Lyngalda 1, Raðhús, 4-5 íbúðir
Lyngalda 2, Par/Raðhús, 2-3 íbúðir
Lyngalda 6, lóð undir einbýlishús
Lyngalda 5, lóð undir einbýlishús
Kjarralda 5, lóð undir einbýlishús

Hægt er að nýta kortasjá sveitarfélagsins til að skoða umræddar lóðir og frekari staðsetningar. Þegar þangað er komið er hægt að haka við „lóðir til úthlutunar“ hægra megin á skjánum og þá birtast íbúðahúsalóðir í fjólubláu.

Umsóknir þurfa að berast a.m.k. fjórum dögum fyrir fundi Byggðaráðs. En þeir eru haldnir einu sinni í mánuði (næsti fundur er 25. janúar 2024). Við úthlutun gilda úthlutunarreglur sveitarfélagsins sem nálgast má á heimasíðu sveitarfélagsins eða með því að smella hér.

Umsóknir fara fram í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins á umsóknarsíðu eða í gegnum viðkomandi lóð á kortasjá sveitarfélagsins, en þar er hægt að sjá allar nauðsynlegar upplýsingar um allar lausar lóðir á Hellu.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Sveitarstjóra eða Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti jon@ry.is eða birgir@ry.is

Upplýsingar um lausar lóðir birtast einnig hér á vef sveitarfélagsins jafn óðum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?