Kynningarfundur um aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028

Kynningarfundur um aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028

AÐALSKIPULAG RANGÁRÞINGS YTRA 2016-2028

Kynningarfundur í Safnaðarsal Oddasóknar við Dynskála 8 á Hellu

fimmtudaginn 14. desember nk. kl. 16.00 – 19.00

Rangárþing ytra hefur unnið að endurskoðun aðalskipulagsins og er vinna við það langt komin.

Í aðalskipulagi er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar og tekur hún til alls lands innan sveit­ar­félagsins. Í aðalskipulagi er sett fram stefna og ákvarðanir sveitarstjórnar um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar.

Í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins hefur verið lögð megináhersla á orkumál í sveitarfélaginu ásamt því að kaflinn um ferðamál hefur verið endur skilgreindur.  Niðurstaða þeirrar vinnu verður einnig kynnt.

Fimmtudaginn 14. desember 2017 verður opið hús frá klukkan 16.00 til 19.00 þar sem íbúar og hagsmunaaðilar geta skoðað aðal­skipu­lags­tillöguna og rætt við skipulagsfulltrúa, skipulagsráðgjafa og fulltrúa sveitarstjórnar í skipulagsnefnd.

Gögn vegna íbúafundar.

Forsendur

Greinargerd_stefna

Hella

Afréttir

Byggd_lett

Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Fyrir hönd skipulagsnefndar Rangárþings ytra

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?