Nýjar lóðir til úthlutunar á Hellu

Nýjar lóðir til úthlutunar á Hellu

 

Rangárþing ytra auglýsir nýjar einbýlis-, par- og raðhúsalóðir lausar til úthlutunar við Kjarröldu á Hellu. Lóðirnar eru austast í þorpinu á nýskipulögðu svæði í Öldum III þar sem gert er ráð fyrir 4 nýjum íbúðarhúsagötum.

 

Gatnagerð á svæðinu mun hefjast á næstu vikum og er áformað að henni verði lokið fyrir áramót.

 

Afgreiðsla umsókna fer fram á fundi Byggðaráðs 28. október nk. Umsóknir þurfa að berast fyrir 25. október 2021. Við úthlutun gilda úthlutunarreglur sveitarfélagsins sem nálgast má á heimasíðu sveitarfélagsins hér

 

Umsóknir fara fram í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins á umsóknarsíðu hér eða í gegnum viðkomandi lóð á  kortasjá

sveitarfélagsins,  en þar má sjá nauðsynlegar upplýsingar um allar lausar lóðir á Hellu.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Sveitarstjóra eða Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra

í síma 488-7000 eða með tölvupósti agust@ry.is eða birgir@ry.is

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?