Öflugur kynningarfundur á aðalskipulagstillögu

Mynd frá kynningarfundi 14. desember s.l.
Mynd frá kynningarfundi 14. desember s.l.

Fimmtudaginn síðasta var opið hús þar sem aðalskipulagstillaga lá frammi auk þess sem kynning á helstu breytingum í þessari nýju tillögu voru sýndar á tjaldi. 

Skipulagsfulltrúi, skipulagsnefnd og skipulagsráðgjafar voru á staðnum, ræddu við gesti og svöruðu fyrirspurnum. Ætla má að um 40-50 manns hafi komið og kynnt sér helstu áherslur.

Ef einhverjir höfðu ekki tök á að mæta eða vilja kynna sér ákveðin gögn betur þá liggja kynningargögn frammi hjá skipulagsfulltrúa og á heimasíðu sveitarfélagsins . https://www.ry.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulagsmal-til-kynningar 

Ef einhverjar spurningar eru er hægt að hafa samband við skipulags- og byggingafulltrúa á netfanginu birgir@ry.is eða í s: 488-7000.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?