Skipulagsmál - Auglýsingar / Kynningar

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Vindmyllur í Þykkvabæ, breyting á deiliskipulagi

Unnið er að breytingu á deiliskipulagi fyrir vindrafstöðvar í Þykkvabæ. Gildandi deiliskipulag var unnið af Steinsholti ehf og er dagsett í ágúst 2013.  Gert er ráð fyrir að núverandi vindrafstöðvar, sem verið hafa í rekstri síðan 2014 verði fjarlægðar og í staðinn reistar nýrri og fullkomnari stöðvar. Einungis er um breytingar í greinargerð að ræða.

Tillöguna má nálgast hér

 

Efra-Sel 3E, deiliskipulag

Deiliskipulagið tekur yfir um 10 ha landspildu Efra-Sel 3E, sem skilgreint er sem landbúnaðarland í aðalskipulagi. Á svæðinu er gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, skemmu og í framhaldi af því, byggingu húsa fyrir ferðaþjónustu. Aðkoma er af Bjallavegi (nr. 272) og um núverandi aðkomuveg að öðrum lóðum úr landi Efra-Sels.

Tillöguna má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. desember 2017.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?