Skipulagsmál til kynningar

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Skammbeinsstaðir 1D, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.9.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Skammbeinsstaðir 1D. Heildarstærð skipulagssvæðis er um 12 ha. Gert er ráð fyrir að byggja íbúðarhús, gestahús og skemmu. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Hagabraut (nr. 286).

Skipulagsgögn má nálgast hér

Svínhagi SH-20, Rangárþingi ytra, deiliskipulag (Endurauglýsing)

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 25.7.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga SH-20. Tillagan tekur til byggingarreita þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, frístundahús / gestahús og gróðurhús/geymslu. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Þingskálavegi (268). Tillagan er hér endurauglýst vegna tímaákvæðis í skipulagslögum.

Skipulagsgögn má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 11. nóvember 2020

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

----------------------------------------------------------------

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Minna Hof, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 20.7.2020 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi Minna Hofs, þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði gert að íbúðabyggð.

Skipulagsgögn má nálgast hér

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Minna Hof, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 27.8.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Minna Hof samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á alls 41 íbúðarhúsalóð. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Rangárvallavegi (nr. 264).

Uppdrátt má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér

Ármót, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 27.8.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði úr landi Ármóta. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu gisti- og ferðaþjónustu á svæðinu. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Landeyjavegi (252).

Uppdrátt má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér

Marteinstunga tankur, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.4.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð úr landi Marteinstungu. Samþykkt aftur á fundi 27.8.2020. Áformað er að byggja lítið dæluhús, hjá núverandi miðlunartanki hitaveitu til að auka þrýsting á hitaveitukerfi veitunnar. Gert er ráð fyrir að núverandi aðkoma frá Landvegi (26) verði nýtt með fyrirvara vegna aðkomu að vatnstanki og til einkanotkunar landeiganda og falli niður ef og þegar frekari áform um framkvæmdir liggja fyrir. Tillagan er hér endurauglýst vegna tímaákvæðis í skipulagslögum.

Uppdrátt má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 14. október 2020

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

------------------------------------------------

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

 

Svínhagi 3, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.5.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga 3 með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar vegna nýrrar tengingar frá Þingskálavegi. Samþykki Vegagerðarinnar liggur fyrir og tillagan hefur því verið lagfærð að því leyti. Tillagan tekur til um 16 ha spildu þar sem gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og útihúsa.

Greinargerð má nálgast hér.

Uppdrátt má nálgast hér.

 

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. september 2020.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

-----------------------------------------------------------------------------------------------

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

 

Haukadalur lóð F7, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 20.7.2020 að auglýsa breytingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið dags. 19.2.2009 þar sem suður- og vesturmörk núverandi byggingareits verði færð og byggingareitur stækkaður skv. uppdrætti og greinargerð frá Eflu, dags. 15.7.2020.

Tillöguna má nálgast hér

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 9. september 2020

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

--------------------------------

Breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.

Efnisnáma við Ferjufit, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gerð verði nauðsynleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins og efnisnámu E122 bætt í greinargerð. Þar sem um verulega raskað og ófrágengið svæði er að ræða telur sveitarstjórn að um málsmeðferð skuli fara eins og um óverulega breytingu sé að ræða. Jafnframt er það niðurstaða sveitarstjórnar að umrædd áform um efnistöku í þegar röskuðu svæði sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Hér er hægt að sjá breytinguna.

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

---------------------

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Leynir 2 & 3, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.1.2020 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi Leynis 2 og 3 í Landsveit, þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði gert að svæði fyrir verslun- og þjónustu. Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um að fyrirhugaðar framkvæmdir í tengslum við breytinguna skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum.

Tillöguna má nálgast hér

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun samhliða auglýsingu á ofangreindri breytingu í aðalskipulagi

 

Leynir 2 & 3, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.11.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Leyni 2 & 3 samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu þjónustu til ferðamanna. Á svæðinu hefur verið rekið tjaldsvæði um árabil en landeigandi áformar að efla rekstur þess og koma jafnframt á fót gisti- og veitingarekstri. Meðal breytinga frá kynningu lýsingar þá hefur frístundasvæði verið tekið út og umfang varðandi gestafjölda verið minnkað. Gistiskálar komi í stað hjólhýsa á tjaldsvæði. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Landvegi (nr. 26). Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um að fyrirhugaðar framkvæmdir í tengslum við tillöguna skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum.

Greinargerð má nálgast hér

Uppdrátt má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 1. júlí 2020

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

-----------------------------------------

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Þjóðólfshagi, breyting á landnotkun

Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 fyrir Þjóðólfshaga. Aðalskipulagsbreytingin tekur til breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á núverandi frístundalóðum nr. 21, 25 og 29-34, sem verði gerðar að íbúðarlóðum.

Tillöguna má nálgast hér. 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun samhliða auglýsingu á ofangreindri breytingu í aðalskipulagi

 

Hagakrókur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.5.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hagakrók. Um er að ræða deiliskipulag sem nær til Hagakróks úr landi Haga í Rangárþingi ytra, landnúmer L225766. Heildar­stærð skipulagssvæðis er um 23 ha. Gert er ráð fyrir að byggja íbúðarhús, tvö sumarhús og skemmu. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Hagabraut (nr. 286).

Tillöguna má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 1. júlí 2020

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

-----------------------------------------------

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Jarlsstaðir, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á Jarlsstöðum úr landi Stóru-Valla þar sem núverandi frístundasvæði á Jarlsstöðum F74 breytir um lögun og stækkar til norðvesturs en austasti hluti þess fellur út. Stærð svæðisins verður óbreytt eða um 50 ha en nýrri aðkomuleið verður bætt við.

Lýsinguna er hægt að nálgast hér.

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 6. maí nk.

-------------------

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Haukadalsmelur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 16.4.2020 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir Haukadalsmel í Haukadal. Tillaga að deiliskipulagi fór í lögbundið auglýsingar- og kynningarferli og var samþykkt í sveitarstjórn 4. apríl 2007. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins var ábótavant og því hefur deiliskipulagið aldrei öðlast formlegt gildi. Þrátt fyrir það hefur verið byggt á svæðinu í samræmi við deiliskipulagið og eru sex frístundahús þegar byggð á svæðinu auk eins flugskýlis. Gert er ráð fyrir alls 22 lóðum fyrir frístundahús, einni lóð fyrir félagsheimili og þremur lóðum fyrir flugskýli. Aðkoma að svæðinu er frá Þingskálavegi.

Uppdrátt tillögunnar má finna hér.

Greinargerð tillögunnar má finna hér.

Stóru-Vellir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 16.4.2020 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir úr landi Stóru-Valla í Landsveit. Deiliskipulagið afmarkast af lóðarmörkum eignarlanda sem seld hafa verið út úr jörðinni Stóru-Völlum. Gert er ráð fyrir 13 misstórum lóðum, þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, gestahús og útihús. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi, gegnum Litla-Klofa.

Tillöguna má finna hér.

Árbakki, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 16.4.2020 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 17.10.2007 fyrir lóðir úr landi Árbakka. Deiliskipulagsreitur er stækkaður til norðurs (svæði 5) og nær nú líka yfir land Snjallsteinshöfða 1B, L223327 sem er um 57ha. Það land er nú orðið í eigu eigenda Árbakka. Svæði 5 er skipt niður í 5 smábýlalóðir sem eru á bilinu 10 ha-13,8 ha. Frístundalóðir nr. 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12, syðst á svæði 1 (F7), eru felldar niður. Aðkoma að svæðinu er frá Árbæjarvegi.

Tillöguna má finna hér.

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. júní 2020.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra


Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Landeigendur á Minna-Hofi vilja skipuleggja svæði með stórum íbúðarlóðum. Með breytingunni verður bætt inn nýju íbúðarsvæði, ÍB30. Svæðið er um 110 ha að stærð. Svæðið er mitt á milli Hellu og Hvolsvallar, í um 10 km fjarlægð frá hvorum stað. Aðkoma er af Suðurlandsvegi (nr. 1) um miðja vegu milli Hellu og Hvolsvallar og um Rangárvallaveg nr. 264. Svæðið var auglýst sem íbúðasvæði (þá sem ÍB20) við heildarendurskoðun aðalskipulags.

Tillöguna má nálgast hér. 

Ofantalin tillaga er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Kynningu lýkur þriðjudaginn 14. apríl nk klukkan 15.00. Lýsing skipulagsáforma hefur verið kynnt áður. Eftir þessa kynningu fer tillagan til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Rangárþings ytra sem þarf að samþykkja hana til auglýsingar. 

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

---------------------------------------------------------

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Rangárþings ytra á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Jarlsstaðir, Rangárþingi ytra, breyting á afmörkun frístundasvæðis

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á afmörkun frístundasvæðis í aðalskipulagi í landi Jarlsstaða úr landi Stóru-Valla. Jafnframt verður lóðum fækkað úr 50 í 35. Sveitarstjórn telur að umrædd breyting falli undir skilgreiningu óverulegrar breytingar þar sem einungis er um breytingu á afmörkun núverandi frístundasvæðis að ræða. Breytingin felur ekki í sér meira rask á hraunsvæði en áður var gert ráð fyrir. Frístundasvæðinu hefur verið fundinn betri staðsetning að teknu tilliti til nálægðar við Rangá og umrædd breyting hefur engin áhrif á aðra en jarðareiganda.

Breytinguna má nálgast hér. 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488 7000 eða með tölvupósti á netfangið birgir@ry.is

„ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Minna-Hof, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á spildu úr landi Minna-Hofs þar sem núverandi landbúnaðarsvæði sem er u.þ.b. 110 hektarar að stærð verði gert að íbúðasvæði.

Lýsinguna má nálgast hér. 

„ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar sameiginlegar lýsingar að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 samhliða lýsingum deiliskipulags.

Hella, iðnaðarlóðir við Dynskála, breyting á landnotkun ásamt breytingu í deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi ásamt breytingu í deiliskipulagi fyrir svæði austan við núverandi athafnasvæði við Dynskála á Hellu, þar sem núverandi óbyggt svæði verði skilgreint sem athafnasvæði í beinu framhaldi af núverandi athafnasvæði AT3. Stækkun nemur um einum hektara og verður svæðið því um 3,5 hektarar að stærð. Í deiliskipulagi verður gerð grein fyrir lóðum, byggingarskilmálum, veitukerfum, gangstéttum, bílastæðum og götum. Byggingar geta verið á 1-2 hæðum. Gerð verði breyting á uppdrætti og í greinargerð deiliskipulags.

Lýsinguna má nálgast hér.

Hella, Miðbæjarsvæði, breyting á gatnakerfi ásamt breytingu í deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á innra gatnakerfi Hellu á miðbæjarsvæði til að bæta umferðaröryggi svæðisins. Svæði undir bílastæði verði stækkað og lóðum fjölgað. Aðkomu að miðbæjarsvæðinu verði breytt. Gerð verði breyting á uppdrætti og í greinargerð deiliskipulags.

Lýsinguna má nálgast hér.

„ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að deiliskipulagi

Hella, atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar, Deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæði sunnan Suðurlandsvegar. Um er að ræða svæði austast í þéttbýlinu, verslunar- og þjónustusvæðið VÞ20, athafnasvæðið AT4 og iðnaðarsvæðið I26. Í deiliskipulaginu verða afmarkaðar lóðir, settir byggingarskilmálar og gerð grein fyrir götum, bílastæðum o.fl.

Lýsinguna má nálgast hér.

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is 

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn ábendingar eða gera athugasemdir við lýsingu og er frestur gefinn til og með 2. apríl nk.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

 

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum.

 

Hagakrókur, Rangárþingi ytra

Á fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra þann 13. febrúar sl var landeiganda veitt heimild til að leggja fram deiliskipulag af spildu sinni. Afmarkaðir verða byggingareitir/lóðir fyrir íbúðarhús, sumarhús og skemmu með aðkomu frá Hagabraut (nr. 286). Íbúðarhús og skemma munu verða staðsett á flöt samsíða Hagabraut.  Einnig verða afmarkaðir tveir byggingareitir/lóðir fyrir sumarhús efst í halla sem liggur að Högnalæk Hagaleiru.

 

Lýsinguna má nálgast hér.

 

Svínhagi 3, Rangárþingi ytra

Á fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra þann 13. febrúar sl var landeiganda veitt heimild til að leggja fram deiliskipulag af spildu sinni. Landeigendur áforma að byggja íbúðarhús og aðstöðu til að setjast að á svæðinu. Fyrirhugað er að gera deiliskipulag fyrir svæðið þar sem ný vegtenging frá Þingskálavegi liggur inn á svæðið skammt norðan við Kanastaðalæk og fyrirhugað er að reisa á svæðinu 200 m² íbúðarhús/bílskúr og 250 m² skemmu/fjárhús í einni til fjórum byggingum.

 

Lýsinguna má nálgast hér. 

 

Lýsingarnar eru til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Skila má ábendingum við efni lýsingar til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Kynningu lýsinganna lýkur föstudaginn 6. mars nk, klukkan 15.00

------------------------------

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

 

Gíslholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Á fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra þann 13. febrúar sl var landeiganda veitt heimild til að leggja fram deiliskipulag af svæðum úr jörð sinni. Hjá Þjóðskrá eru skráðar 9 lóðir í landi Gíslholts en einungis tvær hafa byggst upp. Með gerð deiliskipulags verða lóðir hnitsettar og settir skipulagsskilmálar fyrir þær. Á einni lóðinni er eldra íbúðarhús sem er á jörðinni. Afmörkuð verður ný lóð fyrir skemmu. Sú lóð verður á svæði þar sem efnistaka hefur farið fram en er nú lokið, þ.e. á því svæði sem áður var náma E17. skv. aðalskipulagi er gert ráð fyrir áframhaldandi efnistöku austan við nýju lóðina. Einnig verða afmarkaðar tvær nýjar íbúðarlóðir, hvor um 1 ha að stærð.

 

Uppdrátt má nálgast hér.

Greinargerð má nálgast hér.  

 

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. apríl 2020


Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti
birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

 

skipulagsfulltrúi.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

 

Svínhagi L6A og L6B, breyting á landnotkun

Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028. Í gildandi aðalskipulagi er um 3 ha svæði að ræða undir verslunar- og þjónustustarfsemi fyrir Svínhaga L6A. Landeigendur að lóðinni L6B hafa einnig óskað eftir að lóð sinni, sem er um 4 ha, verði breytt úr landbúnaðarlandi í verslunar- og þjónustusvæði og heimiluð bygging á gestahúsum og gistingu fyrir 25 manns. Verslunar- og þjónustusvæðið VÞ28 er því stækkað úr 3 ha í 7 ha. Gert verði ráð fyrir íbúðar- og þjónustuhúsi og allt að 12 gestahús­um.  Gisting fyrir allt að 50 manns.

Tillöguna má nálgast hér. 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun samhliða auglýsingu á ofangreindri breytingu í aðalskipulagi

 

Svínhagi L6B, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Um er að ræða deiliskipulag sem nær til Svínhaga L6B (L 222399), 4 ha spilda úr landi Svínhaga á
Rangárvöllum í Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið tekur til byggingar á 6 gestahúsum, þjónustuhúss og
saunahúss. Svæðið liggur sunnan Selsundslækjar og sunnan Þingskálavegar. Aðkoma að svæðinu er frá Þingskálavegi (268) og um nýjan aðkomuveg. Heimiluð er gisting á svæðinu fyrir allt að 25 gesti í 6 gestahúsum.

Uppdrátt má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 26. febrúar 2020

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

 

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

_"_"_"_"_"_"_"_"_"_"_"_"_"_"_"_"_

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.

 

 

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarfélagið hefur samþykkt að gera nauðsynlegar breytingar á landnotkun fyrir nokkur svæði innan sveitarfélagsins sem ekki rúmuðust innan endurskoðunar á aðalskipulaginu. Breytingarnar eru: Gaddstaðir við Hróarslæk, breyting úr frístundasvæði í íbúðarsvæði (Má nálgast hér); Svínhagi L6B, breyting úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði (Má nálgast hér); Þjóðólfshagi lóðir 29-33, breyting úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði (Má nálgast hér); Klettamörk, breyting úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði (Má nálgast hér); og Leynir 2 og 3, breyting hluta landbúnaðarlands í verslunar- og þjónustusvæði (Má nálgast hér).

 

Ofantaldar tillögur eru til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Kynningu lýkur mánudaginn 11. nóvember klukkan 15.00

 

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

-----------------------

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

 

Svínhagi L6A, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.10.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga L6A, svæði úr landi Svínhaga. Deiliskipulagið tekur til byggingar á allt að 5 gestahúsum, þjónustuhúsi, íbúðarhúsi og gufubaði. Svæðið liggur sunnan Selsundslækjar og unnan Þingskálavegar. Aðkoma að svæðinu er frá Þingskálavegi (268) og um núverandi aðkomuveg. Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði (VÞ28)

 

Tillöguna að deiliskipulagi má nálgast hér og tillögu að greinargerð hér. 

 

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. nóvember 2019.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

 

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

--

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

 

Svínhagi L6B, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á spildunni Svínhagi L6B úr landi Svínhaga, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði.

 

Lýsinguna má nálgast hér.

 

Gaddstaðir, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á Gaddstöðum, þar sem meginhluti núverandi frístundabyggðar verði að íbúðabyggð.

 

Lýsinguna má nálgast hér.

 

Þjóðólfshagi 29-33, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á 5 lóðum úr Þjóðólfshaga, þar sem núverandi frístundanotkun lóðanna verði gerð að landbúnaðarsvæði að nýju.

 

Lýsinguna má nálgast hér.

 

Klettamörk, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á spildunni Klettamörk úr landi Maríuvalla, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði.

 

Lýsinguna má nálgast hér.

---------------

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 samhliða lýsingu deiliskipulags.

 

Leynir 2 & 3, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun ásamt deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á spildunum Leyni 2 og Leyni 3 úr landi Leynis, þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði. Um sameiginlega lýsingu skipulagsáforma er að ræða og gildir kynningin því einnig fyrir lýsingu skipulagsáforma vegna væntanlegs deiliskipulags. Gert verði ráð fyrir uppbyggingu á ferðatengdri þjónustu. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi en áformað er að hluti svæðisins verði gerður að verslunar- og þjónustusvæði. Á svæðinu er íbúðarhús og skemma og þar er rekið tjaldsvæði. Núverandi aðkoma er sameiginleg með aðkomu að Stóra-Klofa en gert er ráð fyrir nýrri aðkomu frá Stóru-Vallarvegi (2802).

 

Lýsinguna má nálgast hér.

 

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 2. október nk.    

---------------

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Jarlsstaðir, Stóru-Vellir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.9.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Jarlsstaði, svæði úr landi Stóru-Valla L207661. Skilgreindar verða 2 lóðir þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, hesthús og skemmu á annarri lóðinni og Vélaskemmu / verkstæðisbyggingu á hinni. Aðkoma er í dag er frá vegi 2771 að Hrólfsstaðahelli og yfir Húsagarð áfram á slóð / reiðstíg meðfram Ytri Rangá að Járnlaugarstöðum. Ný aðkomuleið verður með afleggjara frá vegi 2771 á landamörkum Tjörvastaða og Hrólfstaðahellis.

 

Tillöguna má nálgast hér.

 

Svínhagi Ás-7, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.9.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi af lóðinni Svínhagi Ás-7. Á svæðinu er gert ráð fyrir m.a. byggingu íbúðarhúss, frístundahúss, tveimur gestahúsum, aðstöðuhúsi, skemmu, sauna og geymslu skv. uppdrætti og greinargerð frá Eflu. Aðkoma er frá Þingskálavegi (268) og um núverandi aðkomuveg.

 

Tillöguna má nálgast hér.

 

Greinargerd má nálgast hér.

 

Klettamörk, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.9.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Klettamörk úr landi Maríuvalla. Áform eru uppi um að reist verði alls 7 gistiskálar til útleigu, ásamt íbúðarhúsi til íveru. Aðkoman er frá Gunnarsholtsvegi, um Gilsbakkaveg. Tillagan er hér auglýst samhliða kynningu á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

 

Tillöguna má nálgast hér.

 

Öldutún, áður Helluvað 2 lóð, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.9.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Öldutún úr landi Helluvaðs. Áformað er að skipta spildunni í 3 lóðir til byggingar íbúðarhúsa ásamt bílskúr og gestahúsum. Aðkoma er frá Helluvaðsvegi. Tillagan er hér auglýst samhliða óverulegri breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

 

Tillöguna má nálgast hér

 

Greinargerd má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. október 2019.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

 

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum


Hólar - Torfur, deiliskipulag.

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.8.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu úr landi Hóla. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og skemmu á tveimur byggingareitum. Skilgreind verði ný lóð sem fengi heitið Torfur. Aðkoman yrði frá Þingskálavegi.

 

Tillöguna má nálgast hér

 

Varmidalur lóð, deiliskipulag.

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.8.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Varmadal lóð. Tillagan gerir ráð fyrir að svæðinu verði skipt í fjórar lóðir þar sem gert verði ráð fyrir byggingu sumarhúss, gestahúss og geymslu á hverri lóð. Aðkoma að svæðinu er frá Selalækjarvegi.

 

Tillöguna má nálgast hér

 

Lunansholt 1H og 1I, deiliskipulag.

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.8.2019 að auglýsa tillögu að sameiginlegu deiliskipulagi fyrir Lunansholt 1H og 1I. Í Lunansholti 1H er heimilt að byggja allt að 150 m² frístundahús og allt að 400 m² skemmu. Í Lunansholti 1I er heimilt að byggja allt að 120 m² frístundahús, allt að 60 m² geymslu og tvö gestahús, hvort um sig allt að 40 m². Aðkoma að Lunansholti er af Árbæjarvegi, um Bjallaveg og um núverandi aðkomuveg.

 

Tillöguna má nálgast hér

 

Greinargerð má nálgast hér

 

Rjúpnavellir, deiliskipulag.

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.8.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Rjúpnavelli. Tillagan tekur til núverandi mannvirkja sem eru íbúðarhús og nokkur gestahús fyrir ferðamenn. Föst búseta er á jörðinni og þar er rekin ferðaþjónusta.
Deiliskipulagið snýst um að staðfesta núverandi landnotkun og að auki gera ráð fyrir byggingu skemmu/geymslu. Aðkoma er af Landvegi nr. 26.

 

Tillöguna má nálgast hér

 

Greinargerð má nálgast hér

 

Grásteinn, deiliskipulag.

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.8.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Grástein. Tillagan gerir ráð fyrir byggingareitum fyrir 3 íbúðarhús, hesthús og skemmu. Búið er að byggja íbúðarhús og hesthús á jörðinni. Aðkoma er frá Árbæjarvegi.

 

Tillöguna má nálgast hér

 

Greinargerð má nálgast hér

 

Svínhagi L6B, deiliskipulag.

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.8.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir spilduna Svínhaga L6B. Tillagan gerir ráð fyrir 6 gestahúsum sem hvert um sig verður allt að 30m² að stærð og allt að 120m² þjónustuhúsi, sem einnig getur nýst til gistingar og/eða fyrir starfsfólk. Fyrirhugað er að nýta húsin til útleigu fyrir ferðamenn, starfsfólk og/eða búsetu. Aðkoma verður af Þingskálavegi.

 

Tillöguna má nálgast hér

 

Greinargerð má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 9. október 2019.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

skipulagsfulltrúi.

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

 

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi deiliskipulagi.

 

Leynir 2 og 3, Rangárþingi ytra

Landeigandi hefur fengið heimild sveitarstjórnar Rangárþings ytra til að leggja fram deiliskipulag af spildu sinni. Samkvæmt fyrirliggjandi áformum verður jörðin nýtt undir ferðaþjónustu. Á svæðinu er tjaldsvæði sem fyrirhugað er að efla m.a. með því að bjóða upp á heilsárstjöld/hjólhýsi til útleigu, auk mögulegrar stækkunar tjaldsvæðis. Einnig er ráðgert að vera með gistingu fyrir allt að 240 gesti í gestahúsum og/eða gistiheimili. Auk þess verða byggð allt að 4 íbúðarhús, m.a. með möguleika til útleigu.

Lýsinguna má nálgast hér!

 

Lýsingin er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Skila má ábendingum við efni lýsingar til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Kynningu lýsingar lýkur föstudaginn 6. september nk, klukkan 15.00.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson

skipulagsfulltrúi.

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Svínhagi SH-20, deiliskipulag.

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 25.7.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu úr landi Svínhaga. Gert verði ráð fyrir byggingareit fyrir íbúðarhús, gestahús og skemmu.  Aðkoman er sameiginleg frá Þingskálavegi eða lóðunum Svínhagi SH-19 og Svínhagi II.

Tillöguna má nálgast hér

Svínhagi L164560, deiliskipulag.

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 25.7.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga L164560. Gert verði ráð fyrir 20-25 gistiskálum sem hvert um sig verður um 70 m² að stærð og hýsi 2-4 gesti. Auk þess verði gert ráð fyrir miðlægu þjónustuhúsi um 550 m² að stærð. Fyrirhugað ferðaþjónustusvæði er í svokölluðu Suðurhrauni og er aðkoman frá Þingskálavegi.  Breyting á landnotkun hefur þegar verið samþykkt þar sem svæðið verður skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi.

 Tillöguna má nálgast hér

Tillögu að deiliskipulagi og umhverfisskýrslu má nálgast hér

Árbæjarhjáleiga 2, deiliskipulag.

Byggðaráði í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 25.7.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu úr landi Árbæjarhjáleigu 2. Gert verði ráð fyrir íbúðarhúsi til viðbótar því sem fyrir er ásamt 2-4 starfsmannahúsum sem samhliða geta nýst til ferðaþjónustu. Aðkoma er frá Árbæjarvegi.

 Tillöguna má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 18. september 2019.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

skipulagsfulltrúi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?