Skipulagsmál - Auglýsingar / Kynningar

AÐALSKIPULAG RANGÁRÞINGS YTRA 2016-2028

Kynningarfundur í Safnaðarsal Oddasóknar við Dynskála 8 á Hellu

fimmtudaginn 14. desember nk. kl. 16.00 – 19.00

Rangárþing ytra hefur unnið að endurskoðun aðalskipulagsins og er vinna við það langt komin.

Í aðalskipulagi er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar og tekur hún til alls lands innan sveit­ar­félagsins. Í aðalskipulagi er sett fram stefna og ákvarðanir sveitarstjórnar um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar.

Í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins hefur verið lögð megináhersla á orkumál í sveitarfélaginu ásamt því að kaflinn um ferðamál hefur verið endur skilgreindur.  Niðurstaða þeirrar vinnu verður einnig kynnt.

Fimmtudaginn 14. desember 2017 verður opið hús frá klukkan 16.00 til 19.00 þar sem íbúar og hagsmunaaðilar geta skoðað aðal­skipu­lags­tillöguna og rætt við skipulagsfulltrúa, skipulagsráðgjafa og fulltrúa sveitarstjórnar í skipulagsnefnd.

Gögn vegna íbúafundar.

Forsendur

Greinargerd_stefna

Hella

Afréttir

Byggd_lett

Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Fyrir hönd skipulagsnefndar Rangárþings ytra

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi.

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Vindmyllur í Þykkvabæ, breyting á deiliskipulagi

Unnið er að breytingu á deiliskipulagi fyrir vindrafstöðvar í Þykkvabæ. Gildandi deiliskipulag var unnið af Steinsholti ehf og er dagsett í ágúst 2013.  Gert er ráð fyrir að núverandi vindrafstöðvar, sem verið hafa í rekstri síðan 2014 verði fjarlægðar og í staðinn reistar nýrri og fullkomnari stöðvar. Einungis er um breytingar í greinargerð að ræða.

Tillöguna má nálgast hér

 

Efra-Sel 3E, deiliskipulag

Deiliskipulagið tekur yfir um 10 ha landspildu Efra-Sel 3E, sem skilgreint er sem landbúnaðarland í aðalskipulagi. Á svæðinu er gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, skemmu og í framhaldi af því, byggingu húsa fyrir ferðaþjónustu. Aðkoma er af Bjallavegi (nr. 272) og um núverandi aðkomuveg að öðrum lóðum úr landi Efra-Sels.

Tillöguna má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. desember 2017.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?