Skipulagsmál til kynningar

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

 

Svínhagi L6B, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á spildunni Svínhagi L6B úr landi Svínhaga, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði.

 

Lýsinguna má nálgast hér.

 

Gaddstaðir, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á Gaddstöðum, þar sem meginhluti núverandi frístundabyggðar verði að íbúðabyggð.

 

Lýsinguna má nálgast hér.

 

Þjóðólfshagi 29-33, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á 5 lóðum úr Þjóðólfshaga, þar sem núverandi frístundanotkun lóðanna verði gerð að landbúnaðarsvæði að nýju.

 

Lýsinguna má nálgast hér.

 

Klettamörk, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á spildunni Klettamörk úr landi Maríuvalla, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði.

 

Lýsinguna má nálgast hér.

---------------

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 samhliða lýsingu deiliskipulags.

 

Leynir 2 & 3, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun ásamt deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á spildunum Leyni 2 og Leyni 3 úr landi Leynis, þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði. Um sameiginlega lýsingu skipulagsáforma er að ræða og gildir kynningin því einnig fyrir lýsingu skipulagsáforma vegna væntanlegs deiliskipulags. Gert verði ráð fyrir uppbyggingu á ferðatengdri þjónustu. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi en áformað er að hluti svæðisins verði gerður að verslunar- og þjónustusvæði. Á svæðinu er íbúðarhús og skemma og þar er rekið tjaldsvæði. Núverandi aðkoma er sameiginleg með aðkomu að Stóra-Klofa en gert er ráð fyrir nýrri aðkomu frá Stóru-Vallarvegi (2802).

 

Lýsinguna má nálgast hér.

 

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 2. október nk.    

---------------

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Jarlsstaðir, Stóru-Vellir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.9.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Jarlsstaði, svæði úr landi Stóru-Valla L207661. Skilgreindar verða 2 lóðir þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, hesthús og skemmu á annarri lóðinni og Vélaskemmu / verkstæðisbyggingu á hinni. Aðkoma er í dag er frá vegi 2771 að Hrólfsstaðahelli og yfir Húsagarð áfram á slóð / reiðstíg meðfram Ytri Rangá að Járnlaugarstöðum. Ný aðkomuleið verður með afleggjara frá vegi 2771 á landamörkum Tjörvastaða og Hrólfstaðahellis.

 

Tillöguna má nálgast hér.

 

Svínhagi Ás-7, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.9.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi af lóðinni Svínhagi Ás-7. Á svæðinu er gert ráð fyrir m.a. byggingu íbúðarhúss, frístundahúss, tveimur gestahúsum, aðstöðuhúsi, skemmu, sauna og geymslu skv. uppdrætti og greinargerð frá Eflu. Aðkoma er frá Þingskálavegi (268) og um núverandi aðkomuveg.

 

Tillöguna má nálgast hér.

 

Greinargerd má nálgast hér.

 

Klettamörk, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.9.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Klettamörk úr landi Maríuvalla. Áform eru uppi um að reist verði alls 7 gistiskálar til útleigu, ásamt íbúðarhúsi til íveru. Aðkoman er frá Gunnarsholtsvegi, um Gilsbakkaveg. Tillagan er hér auglýst samhliða kynningu á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

 

Tillöguna má nálgast hér.

 

Öldutún, áður Helluvað 2 lóð, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.9.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Öldutún úr landi Helluvaðs. Áformað er að skipta spildunni í 3 lóðir til byggingar íbúðarhúsa ásamt bílskúr og gestahúsum. Aðkoma er frá Helluvaðsvegi. Tillagan er hér auglýst samhliða óverulegri breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

 

Tillöguna má nálgast hér

 

Greinargerd má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. október 2019.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

 

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum


Hólar - Torfur, deiliskipulag.

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.8.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu úr landi Hóla. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og skemmu á tveimur byggingareitum. Skilgreind verði ný lóð sem fengi heitið Torfur. Aðkoman yrði frá Þingskálavegi.

 

Tillöguna má nálgast hér

 

Varmidalur lóð, deiliskipulag.

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.8.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Varmadal lóð. Tillagan gerir ráð fyrir að svæðinu verði skipt í fjórar lóðir þar sem gert verði ráð fyrir byggingu sumarhúss, gestahúss og geymslu á hverri lóð. Aðkoma að svæðinu er frá Selalækjarvegi.

 

Tillöguna má nálgast hér

 

Lunansholt 1H og 1I, deiliskipulag.

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.8.2019 að auglýsa tillögu að sameiginlegu deiliskipulagi fyrir Lunansholt 1H og 1I. Í Lunansholti 1H er heimilt að byggja allt að 150 m² frístundahús og allt að 400 m² skemmu. Í Lunansholti 1I er heimilt að byggja allt að 120 m² frístundahús, allt að 60 m² geymslu og tvö gestahús, hvort um sig allt að 40 m². Aðkoma að Lunansholti er af Árbæjarvegi, um Bjallaveg og um núverandi aðkomuveg.

 

Tillöguna má nálgast hér

 

Greinargerð má nálgast hér

 

Rjúpnavellir, deiliskipulag.

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.8.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Rjúpnavelli. Tillagan tekur til núverandi mannvirkja sem eru íbúðarhús og nokkur gestahús fyrir ferðamenn. Föst búseta er á jörðinni og þar er rekin ferðaþjónusta.
Deiliskipulagið snýst um að staðfesta núverandi landnotkun og að auki gera ráð fyrir byggingu skemmu/geymslu. Aðkoma er af Landvegi nr. 26.

 

Tillöguna má nálgast hér

 

Greinargerð má nálgast hér

 

Grásteinn, deiliskipulag.

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.8.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Grástein. Tillagan gerir ráð fyrir byggingareitum fyrir 3 íbúðarhús, hesthús og skemmu. Búið er að byggja íbúðarhús og hesthús á jörðinni. Aðkoma er frá Árbæjarvegi.

 

Tillöguna má nálgast hér

 

Greinargerð má nálgast hér

 

Svínhagi L6B, deiliskipulag.

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.8.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir spilduna Svínhaga L6B. Tillagan gerir ráð fyrir 6 gestahúsum sem hvert um sig verður allt að 30m² að stærð og allt að 120m² þjónustuhúsi, sem einnig getur nýst til gistingar og/eða fyrir starfsfólk. Fyrirhugað er að nýta húsin til útleigu fyrir ferðamenn, starfsfólk og/eða búsetu. Aðkoma verður af Þingskálavegi.

 

Tillöguna má nálgast hér

 

Greinargerð má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 9. október 2019.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

skipulagsfulltrúi.

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

 

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi deiliskipulagi.

 

Leynir 2 og 3, Rangárþingi ytra

Landeigandi hefur fengið heimild sveitarstjórnar Rangárþings ytra til að leggja fram deiliskipulag af spildu sinni. Samkvæmt fyrirliggjandi áformum verður jörðin nýtt undir ferðaþjónustu. Á svæðinu er tjaldsvæði sem fyrirhugað er að efla m.a. með því að bjóða upp á heilsárstjöld/hjólhýsi til útleigu, auk mögulegrar stækkunar tjaldsvæðis. Einnig er ráðgert að vera með gistingu fyrir allt að 240 gesti í gestahúsum og/eða gistiheimili. Auk þess verða byggð allt að 4 íbúðarhús, m.a. með möguleika til útleigu.

Lýsinguna má nálgast hér!

 

Lýsingin er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Skila má ábendingum við efni lýsingar til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Kynningu lýsingar lýkur föstudaginn 6. september nk, klukkan 15.00.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson

skipulagsfulltrúi.

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Svínhagi SH-20, deiliskipulag.

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 25.7.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu úr landi Svínhaga. Gert verði ráð fyrir byggingareit fyrir íbúðarhús, gestahús og skemmu.  Aðkoman er sameiginleg frá Þingskálavegi eða lóðunum Svínhagi SH-19 og Svínhagi II.

Tillöguna má nálgast hér

Svínhagi L164560, deiliskipulag.

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 25.7.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga L164560. Gert verði ráð fyrir 20-25 gistiskálum sem hvert um sig verður um 70 m² að stærð og hýsi 2-4 gesti. Auk þess verði gert ráð fyrir miðlægu þjónustuhúsi um 550 m² að stærð. Fyrirhugað ferðaþjónustusvæði er í svokölluðu Suðurhrauni og er aðkoman frá Þingskálavegi.  Breyting á landnotkun hefur þegar verið samþykkt þar sem svæðið verður skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi.

 Tillöguna má nálgast hér

Tillögu að deiliskipulagi og umhverfisskýrslu má nálgast hér

Árbæjarhjáleiga 2, deiliskipulag.

Byggðaráði í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 25.7.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu úr landi Árbæjarhjáleigu 2. Gert verði ráð fyrir íbúðarhúsi til viðbótar því sem fyrir er ásamt 2-4 starfsmannahúsum sem samhliða geta nýst til ferðaþjónustu. Aðkoma er frá Árbæjarvegi.

 Tillöguna má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 18. september 2019.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

skipulagsfulltrúi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?