SVÆÐISSKIPULAG SUÐURHÁLENDISINS - TILLAGA TIL KYNNINGAR (Sett inn 16.1.2023). 


Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis vinnur nú að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið sem nær til hálendishluta eftirtalinna sveitarfélaga: Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða­ og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes­ og Grafningshreppur. Auk þeirra taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu.


Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda hefur svæðisskipulagsnefnd tekið ákvörð­un um að kynna tillögu að svæðisskipulagi á vinnslustigi, ásamt umhverfismatsskýrslu. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins.


Viðfangsefni skipulagsvinnunnar er mótun framtíðarsýnar og stefnumörkun fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu.


Greinargerð til kynningar ásamt umhverfisskýrslu má finna á vef SASS, https://www.sass.is/ sudurhalendi/ undir „Vinnslutillaga“.


Þau sem vilja koma með ábendingar eða athugasemdir um vinnslutillöguna geta komið þeim til svæðisskipulagsnefndar á netfangið sudurhalendi@sass.is

Frestur til athugasemda er gefinn til og með 12. febrúar 2023.

Endanleg tillaga verður kynnt almenningi með formlegum hætti og auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga.


Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 11.1.2023) 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

 

Nes land frístundalóðir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.1.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir úr Nes land L164744 þar sem gert verði ráð fyrir byggingu sumarhúsa ásamt tilheyrandi uppbyggingu. Aðkoma að svæðinu er frá norðurenda Þrúðvangs á hellu með vegslóða meðfram Ytri-Rangá. Tryggt verði aðgengi sveitarfélagsins meðfram ánni að landi sveitarfélagsins og að vatnsbóli ofan efstu lóðar.

Hér má nálgast skipulagsgögn

 

Öll skipulagsgögn liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. mars 2023

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 20.12.2022). 

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi

Grænir iðngarðar á Hellu. Deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.desember 2022 að kynnt yrði lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi fyrir græna iðngarða á Hellu skilgreindu á iðnaðarsvæði I1 þar sem gert verði ráð fyrir grænum iðngarði á svæðinu og skipulagðar verði lóðir og mannvirki undir hverskonar starfsemi sem fellur að hringrásarhugsun grænna iðngarða. Aðkoma að svæðinu er af Kirkjubæjarvegi nr. 2704.

Hér má nálgast skipulagslýsingu

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. ásamt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að breytingu á landnotkun í aðalskipulagi og deiliskipulagi

Vindlundur austan við Sultartanga. Deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.desember 2022 að kynnt yrði sameiginleg lýsing skipulagsáforma fyrir breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi fyrir allt að 120 Mw vindlund austan við Sultartanga. Landsvirkjun hefur undanfarin ár kannað möguleika á virkjun vindorku austan við Sultartangastöð. Svæðið er innan þess svæðis sem rannsakað var í mati á umhverfisáhrifum fyrir Búrfellslund (200 MW) árið 2016 og er innan Rangárþings ytra. Í júní 2022 samþykkti Alþingi virkjunarkostinn Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar með uppsett afl allt að 120 MW. Til að af framkvæmdum geti orðið þarf að breyta aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 og vinna deiliskipulag fyrir svæðið.

Hér má nálgast skipulags- og matslýsingu.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Efra-Sel 3C (Austursel), Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Efra-Sel 3C, nýlega nefnt Austursel, L220359 þar sem gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tilheyrandi uppbyggingu. Aðkoma að svæðinu er af Bjallavegi (nr. 272) og umferðarréttur um aðkomuveg skv. þinglýstum skjölum þess efnis.

Hér má nálgast skipulagsgögn

 

Öll skipulagsgögn liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 15. febrúar 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 23.11.2022).
Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Rangárþings ytra á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Stækkun íþróttasvæðis á Hellu, breyting á landnotkun
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.nóvember 2022 tillögu að breytingum á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi opið svæði norðan við grunnskólann og núverandi knattspyrnuvöll á Hellu, merkt OP2 á uppdrætti og í greinargerð aðalskipulagsins, verði gert að íþróttasvæði. Tillagan var auglýst frá og með 2.febrúar 2022 til og með 16.mars 2022. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn til kynningar þann 16.11.2022). 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.11.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 25. Nóvember 2021 fyrir atvinnusvæðið sunnan Suðurlandsvegar þar sem jarðstreng Rimakotslínu 2 er bætt við á uppdráttinn, lega götunnar Faxaflatir breytist lítillega, byggingareitir minnka lítillega, staðföng eru uppfærð og tveimur lóðum undir spennistöðvar bætt inn.

Hér má nálgast gögn skipulagsins

Tengivirki Landsnets á Hellu, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.11.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð Landsnets undir tengivirki sitt á Hellu en Landsnet vinnur að verkhönnun stækkunar tengivirkisins á Hellu í tengslum við styrkingu dreifikerfisins á Suðurlandi. Fyrir liggur að lengja þarf rofasalinn um 4-5 metra, sem er með 66kV rofabúnaði, en reiturinn er ekki deiliskipulagður. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi.

Hér má nálgast greinargerð skipulagsins

Hér má nálgast uppdrátt skipulagsins

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. desember 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn til kynningar þann 19.10.2022). 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Svínhagi Ás 10, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.10.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Svínhagi Ás 10 þar sem gert verði ráð fyrir alls 11 landbúnaðarlóðum þar sem heimilt verði að byggja íbúðarhús, gestahús, skemmur og útihús. Aðkoma að svæðinu er um Þingskálaveg (nr. 268) og afleggjara sem liggur frá honum og að húsum við Svínhagalæk.

Hér má nálgast skipulagsgögn

 

Lækur 2 í Holtum, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.10.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Læk 2 í Holtum. Tillagan tekur til breytinga á úthúsum til reksturs eggjaframleiðslu. Skilgreindur er byggingarreitur undir varphús og önnur mannvirki tengd eggjaframleiðslu, ásamt byggingarreit fyrir íbúðarhús. Aðkoma að svæðinu er með Lækjavegi frá Hagabraut.

Hér er greinargerð tillögunnar

Hér er uppdráttur tillögunnar

 

Skólasvæðið á Hellu, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.10.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skólasvæðið á Hellu. Tillagan gerir verði ráð fyrir uppbyggingu mannvirkja tengdu skólastarfi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla ásamt tengdu svæði til útivistar og íþrótta. Aðkoma að svæðinu er að meginhluta frá Þingskálum að sunnan og Útskálum að norðanverðu.

Hér er uppdráttur tillögunnar

Hér er skýringaruppdráttur

 

Uxahryggur 1, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 20.12.2012 fyrir Uxahrygg 1. Bre4ytingin gerir ráð fyrir að skipulagssvæði er stækkað í 10 ha. Bætt verði við byggingareitum og nýrri aðkomu á jörðina Uxahrygg þar sem gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhús, einum reit á Uxahrygg 1 lóð og einum reit á Uxahrygg lóð 2. Aðkoma að svæðinu er um Landeyjaveg (252) og nýjan afleggjara að lóðinni.

Hér eru gögn tillögunnar

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. nóvember 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Uxahryggur 1 lóð, L219337, breyting á texta greinargerðar í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að gerð verði nauðsynleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem uppfærðir verði skilmálar um gistingar í texta greinargerðar undir Verslunar- og þjónustusvæði VÞ6, þar sem svæðið er stækkað úr 3 ha í 5 ha. Jafnframt fjölgar gistiplássum úr 10 í 15 talsins. Deiliskipulag er í vinnslu.

Hér má sjá auglýsta breytingu

Breytingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi

Skólasvæðið á Hellu. Deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að kynnt yrði lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi fyrir skólasvæðið á Hellu þar sem gert verði ráð fyrir uppbyggingu mannvirkja tengdu skólastarfi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla ásamt tengdu svæði til útivistar og íþrótta.

Hér má sjá lýsingu skipulagsáforma

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Rangá veiðihús lóð, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Rangá veiðihús L198604 þar sem gert verði ráð fyrir byggingu alls fjögurra húsa en fyrir eru tvö hús. Aðkoma að svæðinu er frá Þykkvabæjarvegi um sameiginlega innkeyrslu að hóteli næstu lóðar.

Hér er tillaga skipulagsins

 

Beindalsholt, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Beindalsholt. Breyting felur í sér byggingarreit fyrir einbýlishús á sér lóð. Þinglýst aðkoma að Beindalsholti 2 ásamt aðkomu að nýju einbýli og að eldra einbýlishúsi á Beindalsholti verði færð og þannig aðskilin aðkomu að ferðaþjónustu sem er nú þegar starfrækt á Beindalsholti. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26).

Hér er tillaga skipulagsins

 

Lýsingin og tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. nóvember 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Rimakotslína 2. Breyting á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að auglýst yrði tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem lagnaleið Rimakotslínu ásamt legi hjólreiðastígs yrði færð inná aðalskipulag. Verkefni Landsnets nefnist Rimakotslína 2 (RI2) og snýr að lagningu nýs 132 kV jarðstrengs sem mun liggja frá tengivirkinu á Hellu að tengivirki á Hvolsvelli og þaðan að tengivirki Rimakots í Rangárþingi eystra, alls um 36 km. Þaðan verður lagður strengur áfram til Vestamannaeyja. Lýsing hefur verið kynnt og bárust engar athugasemdir.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Ægissíða 1, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir tvær lóðir úr landi Ægissíðu 1. Gert verði ráð fyrir tveimur lóðum með heimild til byggingar á íbúðarhús, skemmu/hesthúsi og gestahúsi á hvorri lóð. Aðkoma að svæðinu er frá Þjóðvegi 1 um Bugaveg (273).

Skipulagsgögn má nálgast hér

Króktún, Nátthaga, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Króktún, Nátthaga. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og bílskúrs, alls 220 m². Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26).

Skipulagsgögn má nálgast hér

Maríuvellir, Klettur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Klett úr landi Maríuvalla. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja íbúðarhús, bílskúr, skemmu og gestahús. Aðkoma að svæðinu er frá Rangárvallavegi um Gilsbakkaveg framhjá Klettamörkum.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. ágúst 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Innsett 19.4.2022)

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Geysisflatir tjaldsvæði, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.4.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðið á Geysisflötum. Gert er ráð fyrir staðsetningu tjaldsvæðis og þjónustu tengdri þeirri starfsemi. Aðkoma að svæðinu er af Gaddstaðavegi.

Uppdrátt má nálgast hér

Sólstaður - Klettholt, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.4.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 26.2.2021. Breytingin felur í sér að hluta núverandi lóða er skipt upp og fara því í 13 úr 10. Auk þess breytist afmörkun einnar lóðar. Útmörk svæðisins verða óbreytt.

Uppdrátt má nálgast hér

Laugar fiskeldi, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.4.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Laugar, starfsemi tengt fiskeldi. Skipulagið lýtur að starfsemi félagsins á svæðinu en þar er og hefur verið rekin fiskeldisstöð til margra ára. Aðkoma að svæðinu er af Landvegi nr. 26, um Flagbjarnarholtsveg (2784) og þaðan um aðkomuveg að Laugum.

Uppdrátt má nálgast hér

Íbúðasvæði austan Árbæjarvegar, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.4.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðasvæði austan við Árbæjarveg. Sveitarfélagið í samvinnu með lóðarhöfum frá Árbyrgi að Heiðarbrún með báðum meðtöldum hafa sameinast um gerð deiliskipulags fyrir íbúðasvæði austan Árbæjarvegar. Skipulagið tekur til 16 lóða. Í gildi eru þrjú deiliskipulög á svæðinu frá árunum 2011 til 2021 og verða þau felld úr gildi við gildistöku þessa skipulags.

Uppdrátt má nálgast hér

greinargerð má nálgast hér

Hallstún L209741, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.4.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hallstún L209741. Gert er ráð fyrir byggingareit fyrir frístundahúsi, skemmu og snyrtiaðstöðu við hestagirðingu ásamt annarri grunnaðstöðu fyrir hestamenn. Aðkoma að svæðinu er af Landvegi nr. 26 um Ölversholtsveg (2848).

Uppdrátt má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. júní 2022.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Landmannahellir, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.3.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Landmannahelli, dags. 22.12.2010. Gert er ráð fyrir staðsetningu tjaldsvæðis á bökkum Helliskvíslar ásamt tjaldsvæði á efra svæðinu og bílastæðum tengdum þeim, lóðamörkum einstakra lóða breytt og lóðir stækkaðar. Jafnframt er gert ráð fyrir þjónustuhúsi á einni lóðinni. Aðkoma að svæðinu er af Landvegi (26) og um  Landmannaleið (F225).

Uppdrátt má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 11. maí 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Rimakotslína 2. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.3.2022 að auglýsa lýsingu skipulagsáforma vegna breytinga á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 og samhliða lýsingu vegna gerðar deiliskipulags, í tengslum við breytinguna, fyrir lóð tengivirkis Landsnets á Hellu. Verkefni Landsnets nefnist Rimakotslína 2 (RI2) og snýr að lagningu nýs 132 kV jarðstrengs sem mun liggja frá tengivirkinu á Hellu að tengivirki á Hvolsvelli og þaðan að tengivirki Rimakots í Rangárþingi eystra, alls um 36 km. Þaðan verður lagður strengur áfram til Vestamannaeyja.

Hér má nálgast lýsingu skipulagáforma.

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 30. mars nk.

___________________________________________________________________________________________________________

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Svínhagi L8A, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.3.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga L8A, L222403. Gert er ráð fyrir að 3 byggingareitir verði skilgreindir þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, tvö frístunda- eða gestahús og vélaskemmu. Aðkoma að svæðinu er frá Þingskálavegi, nr. 268.

Greinargerð má nálgast hér.

Uppdrátt má nálgast hér.

Akstursíþróttasvæði á Hellu, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.3.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir aksturs- og afþreyingarsvæði rétt austan við þéttbýlið á Hellu. Gerð hefur verið breyting á landnotkun svæðisins í aðalskipulagi þar sem svæðið er nú skilgreint sem akstursíþróttasvæði ÍÞ6 í stað skógræktar- og landgræðslusvæðis áður. Tillaga deiliskipulagsins gerir ráð fyrir uppbyggingu svæðis til akstursíþrótta s.s. mótocross, litboltavallar og reiðhjólabrautar. Hljóð- og rykmengun verður mætt með skógarbeltum og skjólgróðri. Samhliða verða skilgreind svæði til útivistar, svo sem hjólreiða-og göngustígar. Aðkoma að svæðinu verður frá Rangárvallarvegi.

Greinargerð má nálgast hér

Uppdrátt má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. apríl 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Stækkun íþróttasvæðis á Hellu, breyting á landnotkun

Byggðaráð í umboði Sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að auglýsa tillögu að breytingum á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi opið svæði norðan við grunnskólann og núverandi knattspyrnuvöll á Hellu, merkt OP2 á uppdrætti og í greinargerð aðalskipulagsins, verði gert að íþróttasvæði. Um er að ræða u.þ.b. 10 ha svæði. Lýsing hefur verið kynnt og bárust engar athugasemdir.

 

Tillöguna má nálgast hér

 

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 16. mars 2022.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Litli-Klofi 2, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.12.2021 að auglýsa tillögu að breytingum á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir 12 lóðir úr landi Litla-Klofa 2, þar sem hluti núverandi frístundasvæðis merkt F37 í greinargerð aðalskipulagsins verði gert að Íbúðabyggð að beiðni lóðareigenda. Lýsing hefur verið kynnt og bárust engar athugasemdir.

Tillagan er hér. 

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 23. febrúar 2022.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Uxahryggur 2, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.1.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Uxahrygg 2, L211028. Gert er ráð fyrir tveim byggingarreitum á lóðinni; nyrðri og syðri, sem eru aðskildir með vegslóða, sem fyrir er á skipulagssvæðinu. Innan nyrðri byggingarreitar er gert ráð fyrir skemmu en einbýlishúsi og gróðurhúsi innan syðri byggingarreitar. Aðkoma að lóðinni er frá vegi að Galtarholti sem tengist Landeyjavegi (252).

Tillöguna má nálgast hér.

Heklusel, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.1.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi dags. 15.5.2009 fyrir Heklusel úr landi Efra-Sels. Breytingin felur í sér að landið sem skipulagið tekur til stækkar til suðurs og byggingarreitur stækkar samhliða. Aðrir skilmálar verða óbreyttir. Aðkoman er af veginum að lóðum Efra-Sels frá Bjallavegi (272).

Yfirlit má nálgast hér

Tillöguna má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. mars 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Snjallsteinshöfði 1c; Ásholt, YtriVöllur og Stekkatún, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.12.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir 3 spildur úr landi Snjallsteinshöfða. Gert verði ráð fyrir þremur byggingareitum á hverri lóð fyrir íbúðarhús, geymslu og gestahúsum. Aðkoman er sameiginleg frá Árbæjarvegi.

Hér er um endurauglýsingu að ræða sökum tímaákvæðis í skipulagslögum.

Hér er hægt að nálgast fyrri hluta tillögunnar.

Hér er hægt að nálgast seinni hluta tillögunnar

 

Hamarsholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.12.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir þrjár lóðir þar sem skilgreindir verði fjórir byggingarreitir. Á öllum reitum verði heimilt að byggja allt að 350 m2 íbúðarhús ásamt geymslu/hesthúsi. Aðkoman er af vegi 271.

Hér er hægt að nálgast tillöguna

 

Rangá, veiðihús, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.12.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði veiðifélagsins og tengdra aðila við Rangá. Skilgreindar eru byggingarheimildir á núverandi lóðum ásamt því að lóðin L223017 færist til án breytingar á stærð. Jafnframt eru bílastæði skilgreind og aðkoma að lóðum fastsett. Sameiginleg aðkoma að svæðinu er frá Þykkvabæjarvegi

Hér er hægt að nálgast greinargerð tillögunnar

Hér er hægt að nálgast uppdrátt tillögunnar

 

Fossabrekkur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.12.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Fossabrekkur, Rangárþingi ytra. Gert er ráð fyrir frekari skilgreiningu á núverandi áningarstað með þjónustuhúsi og bílastæðum. Um er að ræða byggingu fyrir þjónustu við ferðamenn. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á áningar- og útsýnisstað, stígum og gönguleiðum. Aðkoma að áningarstaðnum verður frá Landvegi nr. 26.

Hér er hægt að nálgast tillöguna

Hér er hægt að nálgast uppdrátt 1

Hér er hægt að nálgast uppdrátt 2

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 26. janúar 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

--------------------------------------------------------

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi deiliskipulagi.

Fossabrekkur, Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn hefur samþykkt að vinna að gerð deiliskipulags fyrir Fossabrekkur. Gert er ráð fyrir áningarstað með þjónustuhúsi og bílastæðum við Fossabrekkur. Um er að ræða byggingu fyrir þjónustu við ferðamenn. Aðkoma að áningarstaðnum verður frá Landvegi nr. 26. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á áninga- og útsýnisstað, stígum og gönguleiðum.

Lýsing skipulagsáforma

Skipulagsuppdráttur 01

Skipuluagsuppdráttur 02

Lýsingin er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Skila má ábendingum við efni lýsingar til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Kynningu lýsingar lýkur föstudaginn 29. október nk, klukkan 13.00

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

 

Fjallaland, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.10.2021 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 1.2.2006 fyrir Fjallaland úr landi Leirubakka. Bætt verði við tveimur lóðum nr. 59 og 61 í framhaldi af núverandi lóðum á svæðinu. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26).

Tillaga og greinargerð

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. desember 2021.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti á netfangið birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

-/-/-/-/-/-/-/-/-/-/-/-/-/-/-/-/-

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Varmidalur / Gröf, breyting á landnotkun. Efnistaka

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.9.2021 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir svæði úr landi Varmadals og Gröf, þar sem hluti úr sandgryfjum á mörkum jarðanna verði tekinn undir efnistöku fyrir allt að 50.000 m³ af sandi.

Tillögu og greinargerð má nálgast hér.

Árbæjarhellir 2 og Ægissíðulóðir að Heiðarbrún, breyting á landnotkun.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.9.2021 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir nokkrar lóðir úr Ægissíðu þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að íbúðasvæði og hins vegar Árbæjarhelli 2 þar sem núverandi frístundasvæði verði gert að íbúðasvæði.

Tillögu og greinargerð má nálgast hér.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Borgarbraut 4, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.9.2021 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 4 úr landi Borgar í Þykkvabæ, dagsett í ágúst 2008. Um er að ræða ákvæði þar sem heimilt verði að vera með gistingu fyrir allt að 40 gesti og fasta búsetu fyrir eigendur/starfsfólk. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Þykkvabæjarvegi.

Tillöguna má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 27. október 2021.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

 

-------------------------------------------------

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Akstursíþróttasvæði og jaðarsport við Gunnarsholtsveg, breyting á landnotkun

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 tillögu að breytingu á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir akstursíþróttasvæði og jaðarsport þar sem hluti núverandi skógræktar- og landgræðslusvæði SL28 verði gert að íþróttasvæði ÍÞ6.

Tillöguna má nálgast hér.

Þjóðólfshagi 1, breyting á landnotkun

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi Þjóðólfshaga, þar sem hluti núverandi frístundabyggðar verði gerður að íbúðabyggð.

Tillöguna má nálgast hér.

Borgarbraut 4, breyting á landnotkun

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun lóðar nr. 4 við Borgarbraut í aðalskipulagi sveitarfélagsins, þar sem núverandi íbúðarnotkun verði breytt í verslunar- og þjónustunot.

Tillöguna má nálgast hér.

Gaddstaðir, breyting á landnotkun

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi Þjóðólfshaga, þar sem hluti núverandi frístundabyggðar verði gerður að íbúðabyggð.

Tillöguna má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 6. október 2021

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

------------------------------------------------

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Svæði úr landi Grafar - Varmadals. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að gerðar verði breytingar á landnotkun og heimiluð efnistaka í gryfjum við Hróarslæk. Reiknað er með að efnistaka verði allt að 50.000 m³ af sandi. Núverandi landnotkun er landbúnaðarsvæði en verður breytt í efnistökusvæði E123 í greinargerð aðalskipulagsins.

Lýsing skipulagsáætlunar

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 1. september nk.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Fosshólar 3 og 4, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir tvær lóðir úr landi Fosshóla. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að á hvorum stað megi byggja íbúðarhús, gestahús og reiðhöll / skemmu. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26) um Sumarliðabæjarveg (281).

Tillaga að deiliskipulagi

Eirð við Gíslholtsvatn, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Eirð úr landi Haga við Gíslholtsvatn. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir starfsemi leiðtoga- og kyrrðarseturs. Áform eru uppi um byggingar á gistiskálum og kennslustofum. Aðkoma að svæðinu er frá Hagavegi (286).

Tillaga að deiliskipulagi

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 8. september 2021

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Svæðisskipulag Suðurhálendis

Skiplagslýsing fyrir Suðurhálendið

 

Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis vinnur nú að gerð nýs svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið sem nær til eftirtalinna sveitarfélaga: Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, og Grímsnes- og Grafningshreppur. Auk þessara taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu.

 

Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal samvinnunefnd sem vinnur að gerð nýs svæðisskipulags „... taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem gerð er grein fyrir hvaða áherslur nefndin hefur við gerð skipulagsins, forsendum þess og fyrirliggjandi stefnu og hvernig kynningu verði háttað gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum”.

 

Skipulagslýsing ásamt fylgigögnum liggur nú fyrir og geta þeir sem áhuga hafa á kynnt sér hana á heimsíðu verkefnisins: https://www.sass.is/sudurhalendi/

 

Þeir sem vilja koma með ábendingar eða athugasemdir um fyrirliggjandi gögn eða efni skipulagslýsingar geta skilað þeim til svæðisskipulagsnefndar á netfangið: sudurhalendi@sass.is

 

Frestur til athugasemda er gefinn til og með 15. ágúst nk. Ef engar ábendingar eða athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

 

Endanleg tillaga verður kynnt almenningi með formlegum hætti og auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

 

Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis

 

 

---------------------------------------------

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

 

Árbæjarhellir 2 og Ægissíða - Heiðarbrún. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.6.2021 að gerðar verði breytingar á landnotkun tveggja svæða vestan Ytri-Rangár. Annars vegar nokkurra Ægissíðulóða frá Árbyrgi/Bjargi til og með Heiðarbrún þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að íbúðasvæði og hins vegar Árbæjarhelli 2 þar sem núverandi frístundasvæði verði gert að íbúðasvæði. Lýsingin er jafnframt kynnt öllum þinglýstum eigendum umræddra lóða.

Lýsing skipulagsáforma

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 28. júlí nk.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Hallstún L190888, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.6.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir átta lóðir úr landi Hallstúns, L190888. Um frístundasvæði F27 er að ræða í aðalskipulagi og er heimild til uppbyggingar á 10 lóðum skv. greinargerð aðalskipulagsins. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26) um Ölversholtsveg (303).

Tillaga deiliskipulags

 

Hella, atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2021 að auglýsa deiliskipulag fyrir atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar á Hellu. Um er að ræða svæði austast í þéttbýlinu, verslunar- og þjónustusvæðið VÞ20, athafnasvæðið AT4 og iðnaðarsvæðið I26. Í deiliskipulaginu verða afmarkaðar lóðir, settir byggingarskilmálar og gerð grein fyrir götum, bílastæðum o.fl. Aðkoma að svæðinu er annars vegar frá Rangárflötum að vestan og frá væntanlegu hringtorgi á Suðurlandsvegi að austan.

Uppdráttur tillögu

Greinargerð tillögu

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. júlí 2021

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

------------------------------------

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Stækkun íþróttasvæðis á Hellu, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að gera þyrfti nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi opið svæði norðan við grunnskólann og núverandi knattspyrnuvöll á Hellu, merkt OP2 á uppdrætti og í greinargerð aðalskipulagsins, verði gert að íþróttasvæði. Um er að ræða u.þ.b. 10 ha svæði.

Lýsinguna má nálgast hér.

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 23. júní nk.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Bjallasel, Bjalladalur og Sveitin, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir 3 lóðir úr landi Efra-Sels, Bjallasel, Bjalladal og Sveitina, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingareitum innan hverrar lóðar þar sem heimilt verði að reisa allt að 150 m2 íbúðarhús, 200 m2 skemmu, gróðurhús, útihús innan hvers byggingarreits auk 80 m2 gestahúss. Aðkoma að svæðinu er frá Bjallavegi (272) um sameiginlegan aðkomuveg innan svæðis.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

Næfurholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir úr landi Næfurholts, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir lóð undir íbúðarhús og bílskúr sem fengi heitið Næfurholt 2 ásamt lóð undir skemmu. Sú lóð fengi heitið Lambhústún. Aðkoma er af Þingskálavegi (268) um núverandi aðkomuveg (2759).

Skipulagsgögn má nálgast hér.

Minni-Vellir 5 Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarlóð úr landi Minni Valla, Minni-Vellir 5, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu allt að 300 m2 íbúðarhúss og 600 m2 skemmu með mögulegu hesthúsi að hluta ásamt gestahúsi og útihúsum. Aðkoman er frá Landvegi (26).

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 7. júlí 2021

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

---------------------------------------------------------------------

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028, breytingar á landnotkun nokkurra svæða

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á nokkrum svæðum í sveitarfélaginu. Hér er um sameiginlega lýsingu að ræða á eftirtöldum tillögum að breytingu:

Litli-Klofi 2A, Breyting úr frístundasvæði í íbúðasvæði á 12 lóðum merkt F37 í greinargerð;

Gaddstaðir við Hróarslæk, Stækkun íbúðasvæðis, breyting úr frístundasvæði í íbúðasvæði merkt F63 í greinargerð;

Þjóðólfshagi 1, Breyting úr frístundasvæði í íbúðasvæði á 2 lóðum merkt F11 í greinargerð;

Borgarbraut 4 Þykkvabæ, Breyting úr íbúðarnotkun í lóð undir verslun- og þjónustu, merkt ÍB15 í greinargerð:

Lækjarbotnaveita og Kerauga, Breyting á afmörkun grannsvæðis vatnsverndar;

Akstursíþróttasvæði og jaðarsport við Gunnarsholtsveg, Breyting úr Skógræktar- og landgræðslusvæði í Íþróttasvæði, merkt SL1 í greinargerð

Lýsingin er aðgengileg hér.

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 14. maí nk.

-------------------

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Efra-Sel 3E, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 27.11.2018 fyrir Efra-Sel 3E. Byggingarreitur B1 á lóðinni Fagraseli verður felldur út og nýir byggingarreitir afmarkaðir innan þriggja lóða, Bjallasels, Bjalladals og Sveitarinnar. Aðkoma að svæðinu er frá Bjallavegi (272).

Tillöguna má nálgast hér.

Eystri-Kirkjubær, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Eystri-Kirkjubæ. Gert er ráð fyrir 4 nýjum lóðum, þar af einni þar sem íbúðarhús jarðarinnar stendur. Skilgreind verður lóð undir annað íbúðarhús auk lóðar undir gestahús og reiðskemmu. Aðkoma að Eystri-Kirkjubæ er af Suðurlandsvegi (1) um Kirkjubæjarveg (2704).

Uppdrátt tillögunnar má nálgast hér

Greinargerð tillögunnar má nálgast hér.

Geitamelur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð úr Geitamel. Deiliskipulagið afmarkast við enda lendingarbrautar á geitasandi. Tveir byggingareitir verða skilgreindir. Gert verði ráð fyrir aðstöðuhúsum, einu húsi á hvorum byggingarreit. Aðkoma að svæðinu er frá Rangárvallavegi (264).

Tillöguna má nálgast hér.

Öldur III, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Öldur III dags. 7.11.2018 þar sem bætt verði við lóð undir parhús við Skyggnisöldu á Hellu. Samhliða er færsla á göngustíg og reiðleið meðfram Skyggnisöldu felld niður.

Tillöguna má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. júní 2021.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

 

--------------------------------------------

Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun

Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá.

Sveitastjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps leggja sameiginlega fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun. Framkvæmdasvæði Hvamm­svirkjunar er í báðum sveitarfélögunum. Stöðvarmannvirki verða í landi Hvamms í Rangárþingi ytra, en stíflumannvirki og lón munu taka yfir land í ofanverðri Landsveit og í Skeiða- og Gnúp­verjahreppi.

Uppdráttur deiliskipulags yfirlit

Uppdráttur deiliskipulags

Greinargerð deiliskipulags

Ofangreind tillaga ásamt kynningargögnum frá Landsvirkjun má nálgast hjá Skipulagsfulltrúum ofangreindra sveitarfélaga, og á heimasíðum sveitarfélaganna Rangárþings ytra, www.ry.is og Skeiða- og Gnúpverjahreppur www.skeidgnup.is. Nálgast má frekari upplýsingar auk niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum á heimasíðu verkefnisins Hvammsvirkjun - hvammur.landsvirkjun.is.

Athugasemdir og ábendingar við auglýsingu deiliskipulagsins skulu berast eigi síðar en 30. apríl 2021 og skal skilað skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni, á skrifstofu skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra Suðurlandsvegi 1-3, Hellu eða með tölvupósti á netföngin vigfus@utu.is og/eða birgir@ry.is .

Í samræmi við bókun sveitarstjórnar teljast athugasemdir sem bárust vegna kynningar málsins jafnframt til athugasemda við auglýsingu skipulagsins nema ný athugasemd berist frá sama aðila á auglýsingatíma skipulagsins.

Haraldur Birgir Haraldsson, Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Vigfús Þór Hróbjartsson, Skipulagsfulltrúi UTU

 

---------------------------------------------------------

Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun

  1. Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá.

Sveitastjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps leggja sameiginlega fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun til kynningar. Framkvæmdasvæði Hvammsvirkjunar er í báðum sveitarfélögunum. Stöðvarmannvirki verða í landi Hvamms í Rangárþingi ytra, en stíflumannvirki og lón munu taka yfir land í ofanverðri Landsveit og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Uppdrátt má nálgast hér.

Greinargerð má nálgast hér.

Ofangreind tillaga ásamt kynningargögnum frá Landsvirkjun má nálgast hjá Skipulagsfulltrúum ofangreindra sveitarfélaga, og á heimasíðum sveitarfélaganna Rangárþings ytra, www.ry.is og Skeiða- og Gnúpverjahreppur www.skeidgnup.is . Auk þess sem gögnin eru aðgengileg á heimasíða umhverfis- og tæknisviðs uppsveita www.utu.is.

Frestur til að skila inn athugasemdum við kynningargögnin er til 17. febrúar 2021. Að lokinni kynningu verður tillagan lögð fyrir skipulagnefndir og sveitarstjórnir sveitarfélaganna til afgreiðslu fyrir auglýsingu.

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

Vigfús Þór Hróbjartsson

Skipulagsfulltrúi UTU

-------------------------------------------------------

 

Íbúafundur á ZOOM fjarfundakerfi klukkan 20.00, 19. janúar 2021. 

Þau skipulagsáform sem fjallað verður um á fundinum eru m.a. þessi:

Hella Miðbæjarsvæði

Þétting byggðar Öldusvæði

Þétting byggðar yfirlit svæði við blokkina

Skipulagssvæði Svæðisskipulags Suðurlands

ASK Afréttir

ASK Byggðin

ASK þéttbýli Hella

Faxaflatir sunnan Suðurlandsvegar

Gaddstaðir, íbúðasvæði

Landmannalaugar

Vesturhlíð, uppbygging ferðaþjónustu

Minna-Hof, íbúðasvæði

Klettamörk, uppbygging ferðaþjónustu

Leynir 2&3, uppbygging ferðaþjónustu

Haukadalsmelur, frístundasvæði

Stóru-Vellir, íbúðasvæði

-------------------------------------------------------------------------------------------

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Hella, miðbæjarskipulag, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.12.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir breytingu á miðbæjarskipulagi á Hellu. Um er að ræða svæðið norðan Suðurlandsvegar. Í deiliskipulaginu verður gerð breyting á gatnakerfi til að bæta umferðaröryggi. Einnig verður lóðum breytt og fjölgað til að þétta byggð. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Suðurlandsvegi (1) og tengist innanbæjar á Hellu.

Uppdrátt og greinargerð má nálgast hér.

Háfshjáleiga land 4, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.12.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Háfshjáleigu land 4. Gert verði ráð fyrir allt að 10 smáhýsum, 2 íbúðarhúsum og 2 frístundahúsum, gróðurhúsi, skemmu og hesthúsi, samanlagt allt að 3000 m². Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Ásvegi (275).

Tillöguna má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 27. janúar 2021.

Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Rangárþings ytra á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Minna-Hof, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi í landi Minna-Hofs þar sem um 110 ha landbúnaðarsvæði er breytt í íbúðabyggð, ÍB30. Aðalskipulagsbreytingin er sett fram í greinargerð dags. 16. júlí 2020 og fylgir uppdráttur í mkv. 1:50.000 með sömu dagsetningu.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488 7000 eða með tölvupósti á netfangið birgir@ry.is

„ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „

Samkvæmt 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Rangárþings ytra á eftirfarandi skipulagsáætlun:

Minna-Hof, Rangárþingi ytra, Deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt tillögu að deiliskipulagi fyrir Minna Hof samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á alls 41 íbúðarhúsalóð. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Rangárvallavegi (nr. 264).

Greinargerð má nálgast hér.

Uppdrátt má nálgast hér.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti á netfangið birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

--------------------------------------------------------------

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Jarlsstaðir, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir Jarlsstaði, svæði merkt F74, þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði gert að frístundabyggð.

Hér má nálgast skipulagsgögn. 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Rangárslétta, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Rangársléttu úr landi Leirubakka. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á 11 stórum frístundalóðum frá 1,5-5,5 ha. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Landvegi (nr. 26) og í gegnum frístundabyggð Fjallalands.

Hér má nálgast Skipulagsgögn.

Borgir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Borgir úr landi Sólvalla. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, bílskúrs og gestahúss. Aðkoma að skipulagssvæðinu er af Suðurlandsvegi (1), um Oddaveg (266) og um núverandi aðkomuveg að Sólvöllum.

Hér má nálgast greinargerð. 

Hér má nálgast uppdrátt

Gaddstaðir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.5.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir heildarsvæðið að Gaddstöðum, bæði núverandi frístundasvæði og nýtt íbúðasvæði. Áformað er að lóðir verði óbreyttar en aðkomum breytt að sumum þeirra og byggingarmagn endurskoðað. Vegna tímaákvæðis í skipulagslögum er tillagan auglýst hér að nýju.

Hér má nálgast greinargerðina. 

Hér má nálgast uppdráttinn. 

Klettamörk, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir Klettamörk úr landi Maríuvalla. Áform eru uppi um að reist verði alls 8 gistiskálar til útleigu, ásamt íbúðarhúsi til íveru. Aðkoma verður frá Gunnarsholtsvegi.

Hér má nálgast skipulagsgögnin. 

Sólstaður Klettholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Sólstað - Klettholt úr landi Köldukinnar. Deiliskipulagið tekur yfir stærstan hluta gildandi deiliskipulags; Kaldakinn í Rangárþingi ytra-deiliskipulag jarðar, sem staðfest var í B-deild dags. 03.12.2018. Skipulagssvæði Sólstaðar / Klettholts er felldur úr deiliskipulaginu fyrir Köldukinn og unnið nýtt deiliskipulag fyrir það svæði. Samhliða er gerð deiliskipulagsbreyting fyrir Köldukinn svo þar stendur aðeins eftir jörðin Kaldakinn L165092. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir byggingum sem tengjast landbúnaði en mögulegt byggingarmagn fer eftir stærð lóða/jarða. Aðkoma er af Landvegi (26) og um Árbæjarveg (271).

Hér má nálgast greinargerðina

Hér má nálgast uppdráttinn

Hér má nálgast eftirstandandi tillögu Köldukinnar. 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 30. desember 2020.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?