Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun
Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá.
Sveitastjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps leggja sameiginlega fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun. Framkvæmdasvæði Hvammsvirkjunar er í báðum sveitarfélögunum. Stöðvarmannvirki verða í landi Hvamms í Rangárþingi ytra, en stíflumannvirki og lón munu taka yfir land í ofanverðri Landsveit og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Uppdráttur deiliskipulags yfirlit
Uppdráttur deiliskipulags
Greinargerð deiliskipulags
Ofangreind tillaga ásamt kynningargögnum frá Landsvirkjun má nálgast hjá Skipulagsfulltrúum ofangreindra sveitarfélaga, og á heimasíðum sveitarfélaganna Rangárþings ytra, www.ry.is og Skeiða- og Gnúpverjahreppur www.skeidgnup.is. Nálgast má frekari upplýsingar auk niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum á heimasíðu verkefnisins Hvammsvirkjun - hvammur.landsvirkjun.is.
Athugasemdir og ábendingar við auglýsingu deiliskipulagsins skulu berast eigi síðar en 30. apríl 2021 og skal skilað skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni, á skrifstofu skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra Suðurlandsvegi 1-3, Hellu eða með tölvupósti á netföngin vigfus@utu.is og/eða birgir@ry.is .
Í samræmi við bókun sveitarstjórnar teljast athugasemdir sem bárust vegna kynningar málsins jafnframt til athugasemda við auglýsingu skipulagsins nema ný athugasemd berist frá sama aðila á auglýsingatíma skipulagsins.
Haraldur Birgir Haraldsson, Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
Vigfús Þór Hróbjartsson, Skipulagsfulltrúi UTU
---------------------------------------------------------
Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Deiliskipulagsmál
Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun
- Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá.
Sveitastjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps leggja sameiginlega fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun til kynningar. Framkvæmdasvæði Hvammsvirkjunar er í báðum sveitarfélögunum. Stöðvarmannvirki verða í landi Hvamms í Rangárþingi ytra, en stíflumannvirki og lón munu taka yfir land í ofanverðri Landsveit og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Uppdrátt má nálgast hér.
Greinargerð má nálgast hér.
Ofangreind tillaga ásamt kynningargögnum frá Landsvirkjun má nálgast hjá Skipulagsfulltrúum ofangreindra sveitarfélaga, og á heimasíðum sveitarfélaganna Rangárþings ytra, www.ry.is og Skeiða- og Gnúpverjahreppur www.skeidgnup.is . Auk þess sem gögnin eru aðgengileg á heimasíða umhverfis- og tæknisviðs uppsveita www.utu.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum við kynningargögnin er til 17. febrúar 2021. Að lokinni kynningu verður tillagan lögð fyrir skipulagnefndir og sveitarstjórnir sveitarfélaganna til afgreiðslu fyrir auglýsingu.
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU
-------------------------------------------------------
Íbúafundur á ZOOM fjarfundakerfi klukkan 20.00, 19. janúar 2021.
Þau skipulagsáform sem fjallað verður um á fundinum eru m.a. þessi:
Hella Miðbæjarsvæði
Þétting byggðar Öldusvæði
Þétting byggðar yfirlit svæði við blokkina
Skipulagssvæði Svæðisskipulags Suðurlands
ASK Afréttir
ASK Byggðin
ASK þéttbýli Hella
Faxaflatir sunnan Suðurlandsvegar
Gaddstaðir, íbúðasvæði
Landmannalaugar
Vesturhlíð, uppbygging ferðaþjónustu
Minna-Hof, íbúðasvæði
Klettamörk, uppbygging ferðaþjónustu
Leynir 2&3, uppbygging ferðaþjónustu
Haukadalsmelur, frístundasvæði
Stóru-Vellir, íbúðasvæði
-------------------------------------------------------------------------------------------
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Hella, miðbæjarskipulag, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.12.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir breytingu á miðbæjarskipulagi á Hellu. Um er að ræða svæðið norðan Suðurlandsvegar. Í deiliskipulaginu verður gerð breyting á gatnakerfi til að bæta umferðaröryggi. Einnig verður lóðum breytt og fjölgað til að þétta byggð. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Suðurlandsvegi (1) og tengist innanbæjar á Hellu.
Uppdrátt og greinargerð má nálgast hér.
Háfshjáleiga land 4, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.12.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Háfshjáleigu land 4. Gert verði ráð fyrir allt að 10 smáhýsum, 2 íbúðarhúsum og 2 frístundahúsum, gróðurhúsi, skemmu og hesthúsi, samanlagt allt að 3000 m². Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Ásvegi (275).
Tillöguna má nálgast hér.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 27. janúar 2021.
Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Rangárþings ytra á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Minna-Hof, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi í landi Minna-Hofs þar sem um 110 ha landbúnaðarsvæði er breytt í íbúðabyggð, ÍB30. Aðalskipulagsbreytingin er sett fram í greinargerð dags. 16. júlí 2020 og fylgir uppdráttur í mkv. 1:50.000 með sömu dagsetningu.
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488 7000 eða með tölvupósti á netfangið birgir@ry.is
„ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „
Samkvæmt 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Rangárþings ytra á eftirfarandi skipulagsáætlun:
Minna-Hof, Rangárþingi ytra, Deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt tillögu að deiliskipulagi fyrir Minna Hof samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á alls 41 íbúðarhúsalóð. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Rangárvallavegi (nr. 264).
Greinargerð má nálgast hér.
Uppdrátt má nálgast hér.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti á netfangið birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
--------------------------------------------------------------
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Jarlsstaðir, breyting á landnotkun
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir Jarlsstaði, svæði merkt F74, þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði gert að frístundabyggð.
Hér má nálgast skipulagsgögn.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Rangárslétta, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Rangársléttu úr landi Leirubakka. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á 11 stórum frístundalóðum frá 1,5-5,5 ha. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Landvegi (nr. 26) og í gegnum frístundabyggð Fjallalands.
Hér má nálgast Skipulagsgögn.
Borgir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Borgir úr landi Sólvalla. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, bílskúrs og gestahúss. Aðkoma að skipulagssvæðinu er af Suðurlandsvegi (1), um Oddaveg (266) og um núverandi aðkomuveg að Sólvöllum.
Hér má nálgast greinargerð.
Hér má nálgast uppdrátt
Gaddstaðir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.5.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir heildarsvæðið að Gaddstöðum, bæði núverandi frístundasvæði og nýtt íbúðasvæði. Áformað er að lóðir verði óbreyttar en aðkomum breytt að sumum þeirra og byggingarmagn endurskoðað. Vegna tímaákvæðis í skipulagslögum er tillagan auglýst hér að nýju.
Hér má nálgast greinargerðina.
Hér má nálgast uppdráttinn.
Klettamörk, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir Klettamörk úr landi Maríuvalla. Áform eru uppi um að reist verði alls 8 gistiskálar til útleigu, ásamt íbúðarhúsi til íveru. Aðkoma verður frá Gunnarsholtsvegi.
Hér má nálgast skipulagsgögnin.
Sólstaður Klettholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Sólstað - Klettholt úr landi Köldukinnar. Deiliskipulagið tekur yfir stærstan hluta gildandi deiliskipulags; Kaldakinn í Rangárþingi ytra-deiliskipulag jarðar, sem staðfest var í B-deild dags. 03.12.2018. Skipulagssvæði Sólstaðar / Klettholts er felldur úr deiliskipulaginu fyrir Köldukinn og unnið nýtt deiliskipulag fyrir það svæði. Samhliða er gerð deiliskipulagsbreyting fyrir Köldukinn svo þar stendur aðeins eftir jörðin Kaldakinn L165092. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir byggingum sem tengjast landbúnaði en mögulegt byggingarmagn fer eftir stærð lóða/jarða. Aðkoma er af Landvegi (26) og um Árbæjarveg (271).
Hér má nálgast greinargerðina
Hér má nálgast uppdráttinn
Hér má nálgast eftirstandandi tillögu Köldukinnar.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 30. desember 2020.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra