Skipulagsmál til kynningar

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

Vatnskot 2, deiliskipulag.

Deiliskipulagið tekur til um 500 m2 spildu sem tengist Ásvegi (25) þar sem gert verði ráð fyrir byggingu tveggja gestahúsa. Skilgreindur verður einn byggingareitur þar sem heimilt verður að byggja tvö gestahús, hvort um sig 32 m², á einni hæð.

 Tillöguna má nálgast hér.

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 26. desember 2018.

------------------------------------

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi.

Gaddstaðir við Hróarslæk íbúða- og frístundasvæði, Rangárþingi ytra

Nýtt deiliskipulag verður unnið fyrir svæðið í heild. Skipulagið mun annars vegar taka til frístundalóða
og hins vegar til íbúðarlóða. Í gildi eru tvö deiliskipulög fyrir svæðið. Annars vegar er deiliskipulag austan aðkomuvegar að byggðinni, fyrir frístundalóðir á Gaddstöðum við Hróarslæk. Vestan aðkomuvegar að svæðinu er í gildi deiliskipulag fyrir frístundabyggð á 28 lóðum. Vestan aðkomuvegar er alfarið gert ráð fyrir íbúðalóðum en hluta af svæðinu austan aðkomuvegarins.

 Lýsinguna má nálgast hér.

Lýsingin er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Skila má ábendingum við efni lýsingar til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Kynningu lýsingar lýkur miðvikudaginn 5. desember nk, klukkan 15.00

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

skipulagsfulltrúi.

 

Auglýsing um skipulagsmálí Rangárþingi ytra 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

Urðir í Landsveit, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur heimilað gerð deiliskipulags fyrir spilduna Urðir í Landsveit í Rangárþing ytra. Skipulagssvæðið er um 6 ha og er gerir deiliskipulagið ráð fyrir lóðum fyrir 6 frístundahús. Eitt frístundahús er byggt.

Tillöguna má nálgast hér og hér.

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. nóvember 2018.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
skipulagsfulltrúi.

Auglýsing um Aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Rangárþings ytra skv. 31. gr. laga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006. Nýtt aðalskipulag tekur til tímabilsins 2016-2028 og er endurskoðun á aðalskipulagi fyrir tímabilið 2010-2022.Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð.

Skipulagstillagan verður til sýnis í afgreiðslu sveitarfélagsins að Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu og hjá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa í sama húsnæði. Á sama tíma verður tillagan aðgengileg hjá Skipulagsstofnun bæði í sýningarrými að Borgartúni 7b og á vefsíðunni www.skipulag.is. Þá eru öll gögn aðalskipulagsins aðgengileg rafrænt á heimasíðu sveitarfélagsins Rangárþings ytra, www.ry.is, undir glugganum „Skipulagsmál til kynningar“.

Athugasemdir við tillöguna. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til 7. nóvember 2018. Skila skal inn skriflegum athugasemdum til skipulagsfulltrúa á skrifstofu hans að Suðurlandsvegi 1-3, 850 Hellu b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið birgir@ry.is

Aðalskipulag 2016-2028 Sveitarfélagsuppdráttur byggð

Aðalskipulag 2016-2028 Forsendur og umhverfisskýrsla

Aðalskipulag 2016-2028 Sveitarfélagsuppdráttur afréttir

Aðalskipulag 2016-2028 Þéttbýlisuppdráttur Hella

Aðalskipulag 2016-2018 Greinargerð

Nýting vindorku í Rangárþingi ytra - Stefnumótum

Rangárþing ytra - Ferðamál

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Stekkjarkot, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur heimilað gerð deiliskipulags fyrir spilduna Stekkjarkot í Þykkvabæ í Rangárþing ytra. Deiliskipulagið tekur til byggingareita fyrir frístundahús og gestahús. Spildan er á skilgreindu frístundasvæði í aðalskipulagi. Tillagan hefur farið í grenndarkynningu til aðliggjandi lóðarhafa og bárust engar athugasemdir.

Tillöguna má nálgast hér.

Kaldakinn, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt tillögu að deiliskipulagi fyrir Köldukinn, L165092. Gert verði ráð fyrir 3 landspildum á stærðarbilinu 8-20 ha sem eru ætlaðar til landbúnaðar. Á hverri spildu verði möguleiki á byggingu íbúðarhúss, gestahúss og útihúss. Ennfremur verður gert ráð fyrir frekari uppbygginu á landi jarðarinnar í þágu nýtingu jarðarinnar til landbúnaðar, s.s. nýtt íbúðarhús og reiðskemma. Gildandi deiliskipulag á jörðinni fellur úr gildi með gildistöku þessa skipulags. Vegna formgalla í málsmeðferð er tillagan hér endurauglýst.

 Tillöguna má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 10. október 2018.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi.

---

Eldri auglýsingar hér fyrir neðan.

---

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Öldur III, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra vinnur að gerð deiliskipulags fyrir íbúðarsvæðið Öldur III á Hellu.
Fyrir syðsta og vestasta hluta svæðisins er í gildi deiliskipulag staðfest með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. apríl 2008. Vestasti hluti svæðisins hefur verið tekinn undir gámavöll en sú starfsemi er víkjandi. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir lóðum fyrir einbýlis-, rað- og parhús, á einni til tveimur hæðum. Með gildistöku nýs deiliskipulags er eldra skipulag fellt úr gildi.

 Tillöguna má nálgast hér

Lundur og Nes, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra á samráði við stjórn Lundar vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Lund, dvalar- og hjúkrunarheimili  á Hellu og næsta nágrenni þess. Tillagan tekur til lóða Lundar og Ness 2, lóða við Seltún og nýrra lóða norðan við Lund. Jafnframt eru aðkomur skilgreindar frekar og gert ráð fyrir stækkunarmöguleikum við dvalarheimilið.

 Tillöguna má nálgast hér

Nes-útivistarsvæði, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra vinnur að gerð deiliskipulags fyrir útivistarsvæði á Nesi á Hellu. Skipulagssvæðið er vestan Þrúðvangs á bökkum Ytri-Rangár. Svæðið hefur verið nýtt til útivistar. Gert er ráð fyrir að sett verði upp áhöld og tæki sem m.a. nýtist börnum, eldri borgurum og almenningi til leikja og útiveru. Innan byggingareits er gamall braggi sem áformað er að endurbyggja/lagfæra. Gert er ráð fyrir bílastæðum við svæðið.

 Tillöguna má nálgast hér

Hrólfstaðahellir, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur heimilað gerð deiliskipulags fyrir jörðina Hrólfstaðahellir í Rangárþing ytra. Deiliskipulagið tekur til þriggja lóða fyrir frístundahús og einnar lóðar fyrir íbúðarhús. Aðkoma að svæðinu er um Landveg (26) og síðan um Bjallaveg (272) og næst um Hrólfsstaðhellisveg (2773).

 Tillöguna má nálgast hér

Maríuvellir, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur heimilað gerð deiliskipulags fyrir svæði úr Maríuvöllum. Tillagan tekur til byggingareits sem innifelur byggingu íbúðarhúss, bílskúrs og skemmu auk þess að sýnd er aðkoma að umræddum byggingareit. Aðkoma er frá Rangárvallavegi (nr. 264) og um Gilsbakkaveg (nr. 2745).

 Tillöguna má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 18. júlí 2018


Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti
birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

skipulagsfulltrúi.

--

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

Öldusel, deiliskipulag.
Deiliskipulagið tekur til tveggja lóða úr landi Stokkalækjar. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri aðkomu frá Keldnavegi, byggingareitum undir núverandi íbúðarhús auk skemmu og byggingareit fyrir frístundahús og skemmu.

Tillöguna má nálgast hér. 

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. Júní 2018.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

skipulagsfulltrúi.

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Villiskjól úr landi Árbæjarhellis II, deiliskipulag

Deiliskipulagið tekur yfir um 6800 m² spildu úr landi Árbæjarhellis II, sem skilgreint er sem landbúnaðarland í aðalskipulagi. Á svæðinu er gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, gestahúss og skemmu. Aðkoma er af Suðurlandsvegi (nr. 1), um Árbæjarveg (nr. 271) og gegnum nýja verslunar- og þjónustulóð, Skjól.

 Tillöguna má nálgast hér. 

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. maí 2018

-II-

Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar í eftirfarandi skipulagsáætlun.

Landmannalaugar, deiliskipulag

Deiliskipulagið fyrir Landmannalaugar hefur verið birt með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda dags. 1. mars 2018 og deiliskipulag fyrir Landmannalaugar því tekið lögformlegt gildi. Settir voru eftirfarandi fyrirvarar í greinargerð: Kafli 1: Fyrirvari er gerður við deiliskipulagið að uppbyggingar-áform geta breyst vegna upplýsinga sem fram koma í umhverfismati framkvæmdanna og framkvæmdir eru að hluta háðar því að undanþága fáist frá ákvæðum skipulagsreglugerðar um fjarlægðir mannvirkja frá ám og vötnum. Bætt var við í kafla 2.2.: Þegar gistingu verður hætt í skála FÍ þá verður ekki lengur heimilt að hafa göngutjöld við skálann en skálinn verður nýttur undir þjónustu svo sem safn eða gestastofa.

 Greinargerð má nálgast hér: 

Yfirlitskort má nálgast hér:

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

--

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Snjallsteinshöfði 1a, deiliskipulag.
Deiliskipulagið tekur yfir um 26 ha svæði í landi Snjallsteinshöfða 1a. Tillagan tekur til 5 lóða fyrir frístundahús, einnar fyrir útihús/skemmu auk einnar lóðar fyrir íbúðarhús. Aðkoma er af Árbæjarvegi nr. 271 og um heimreið að Snjallsteinshöfða 1.

Tillöguna má nálgast hér.

Bjálmholt / Beindalsholt 2, deiliskipulag.
Deiliskipulagið tekur yfir um 13,6 ha lands, annars vegar um 11,7 ha spildu, Bjálmholti, landnr. 216675 og hins vegar um 1,75 ha spildu, Beindalsholti 2, landnr. 194944 Gert er ráð fyrir byggingareitum fyrir íbúðarhús og skemmu. Auk þess er gert ráð fyrir nýjum aðkomuvegi að Bjálmholti 216675.

Tillöguna má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. apríl 2018.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is 

Haraldur Birgir Haraldsson
skipulagsfulltrúi.

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.

Rangárþingi ytra, Breyting á landnotkun

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarfélagið hefur samþykkt að gera nauðsynlegar breytingar á landnotkun fyrir nokkur svæði innan sveitarfélagsins. Breytingarnar eru: Ægissíða 1, breyting úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði; Lóðir við Gíslholtsvatn, breyting úr frístundasvæði í verslunar- og þjónustusvæði;  Svínhagi, breyting úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði; Gaddstaðir við Hróarslæk, breyting úr frístundasvæði í íbúðasvæði; Hróarslækur, breyting úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði; Efra-Sel 3B, breyting úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Hólsbakki, breyting úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði.

Tillöguna má nálgast hér.

Ofantalin tillaga er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Kynningu lýkur föstudaginn 9. febrúar klukkan 15.00

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

AÐALSKIPULAG RANGÁRÞINGS YTRA 2016-2028

Kynningarfundur í Safnaðarsal Oddasóknar við Dynskála 8 á Hellu

fimmtudaginn 14. desember nk. kl. 16.00 – 19.00

Rangárþing ytra hefur unnið að endurskoðun aðalskipulagsins og er vinna við það langt komin.

Í aðalskipulagi er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar og tekur hún til alls lands innan sveit­ar­félagsins. Í aðalskipulagi er sett fram stefna og ákvarðanir sveitarstjórnar um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar.

Í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins hefur verið lögð megináhersla á orkumál í sveitarfélaginu ásamt því að kaflinn um ferðamál hefur verið endur skilgreindur.  Niðurstaða þeirrar vinnu verður einnig kynnt.

Fimmtudaginn 14. desember 2017 verður opið hús frá klukkan 16.00 til 19.00 þar sem íbúar og hagsmunaaðilar geta skoðað aðal­skipu­lags­tillöguna og rætt við skipulagsfulltrúa, skipulagsráðgjafa og fulltrúa sveitarstjórnar í skipulagsnefnd.

Gögn vegna íbúafundar.

Forsendur

Greinargerd_stefna

Hella

Afréttir

Byggd_lett

Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Fyrir hönd skipulagsnefndar Rangárþings ytra

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi.

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Vindmyllur í Þykkvabæ, breyting á deiliskipulagi

Unnið er að breytingu á deiliskipulagi fyrir vindrafstöðvar í Þykkvabæ. Gildandi deiliskipulag var unnið af Steinsholti ehf og er dagsett í ágúst 2013.  Gert er ráð fyrir að núverandi vindrafstöðvar, sem verið hafa í rekstri síðan 2014 verði fjarlægðar og í staðinn reistar nýrri og fullkomnari stöðvar. Einungis er um breytingar í greinargerð að ræða.

Tillöguna má nálgast hér

 

Efra-Sel 3E, deiliskipulag

Deiliskipulagið tekur yfir um 10 ha landspildu Efra-Sel 3E, sem skilgreint er sem landbúnaðarland í aðalskipulagi. Á svæðinu er gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, skemmu og í framhaldi af því, byggingu húsa fyrir ferðaþjónustu. Aðkoma er af Bjallavegi (nr. 272) og um núverandi aðkomuveg að öðrum lóðum úr landi Efra-Sels.

Tillöguna má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. desember 2017.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?