Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 11.7.2024)

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Oddspartur L204612. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. júlí.2024 að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem fyrirhugað er að breyta landnotkun á hluta svæðis Oddsparts Loka í Þykkvabæ í verslunar- og þjónustusvæði. Fyrir er veitingastaður og tvenn kúluhús til útleigu innan skikans. Áform eru um áframhaldandi uppbyggingu innan svæðis, þá allt að 15 kúluhús og tvenn þjónustuhús. Einnig er gert ráð fyrir 5 stærri húsum til útleigu fyrir gesti.

Hér má nálgast lýsingu skipulagsáforma.

Gunnarsholt L164499. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. júlí.2024 að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem gert er ráð fyrir að um 60 hekturum verði breytt í athafnasvæði. Fyrirhugað er að framleiða skógarplöntur á spildunni í gróðurhúsum og innan skjólveggja. Heimilað verður að byggja skemmur og einnig verður starfsmannaaðstaða til viðveru og gistingar innan svæðis. Gert er ráð fyrir að plantað verði trjám umhverfis starfsemina, í um 20-30 hektara svæði, þ.e. sem skjólbelti innan lóðarmarka.

Hér má nálgast lýsingu skipulagsáforma.

 

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 25. júlí nk.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 8.7.2024)

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar vinnslutillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Galtalækjarskógur L165042 og Merkihvoll L192626. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8. maí 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir jarðirnar Galtalækjarskóg og Merkihvol í Landsveit. Landnotkunarflokkar sem breytingin nær til og fá breytta lögun eru þessir: Reitur AF5 (Afþreyingar- og ferðam.sv.) fellur út. Í hans stað kemur nýr reitur F82 Frístundahús. Frístundahúsareitur F43 færist til norðurs. Reitur OP1 (Opin svæði) breytist og stækkar umtalsvert. Reitur VÞ7 (Verslun- og þjónusta) fær jafnframt breytta lögun. Jafnframt er óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar þar sem gert verði ráð fyrir allt að 50 frístunda/orlofshúsum á F43 og F82 og alhliða ferða- og gistiþjónustu á VÞ7 með byggingu allt að 1500 m² gistihúss ásamt allt að 50 gistiskálum til útleigu.

Skipulagstillögu má nálgast hér. 

Tindasel 1 og 2. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Eigandi Tindasels 1 og Tindasels 2 hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af aukinni starfsemi en nú er á svæðinu. Samhliða óskar hann eftir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi til samræmis við aukin áform við ferðaþjónustu á svæðinu. Áform gera ráð fyrir móttöku allt að 200 gesta, byggingar hótels og gistiaðstöðu ásamt veitingasölu og að auki bættari aðstöðu fyrir starfsfólk og gistingu fyrir starfsfólk.

 Skipulagstillögu má nálgast hér. 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 12.6.2024). 

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Hagi v/Selfjall 2. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 12.júní.2024 að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem lóðin Hagi v/Selfjall 2 yrði skilgreind sem Verslunar- og þjónustulóð í stað frístundalóðar áður.

Hér má nálgast skipulagslýsinguna

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 27. júní nk.

 

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

 

Háteigur. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi landbúnaðarnotkun fyrir lóðina Háteig í Þykkvabæ verði færð í Verslunar- og þjónustunotkun. Gert verði ráð fyrir uppbyggingu á ferðaþjónustu með stækkun íbúðarhúss og byggingu gistihúsa fyrir allt að 25 gesti.

Hér má nálgast greinargerð skipulagsbreytingarinnar

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Kotsholt (áður Hagaholt), Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12. júní 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Kotsholt, sem var áður Hagaholt, L230681. Með deiliskipulagstillögunni mun verða afmarkaður byggingareitur fyrir íbúðarhús, frístundahús, hesthús og skemmu til frístundabúskapar á landareigninni, áætlaður búskapur er hrossabúskapur, skógrækt og matjurtarækt. Til lengri tíma litið eru uppi hugmyndir um að gera býlið að lögbýli enda er landareignin nægilega stór til að standa undir búskap og vel í sveit sett. Aðkoman er af Hagabraut (286) um nýjan veg innan jarðarinnar.

Hér má nálgast skipulagstillöguna

Unhól 1A, lóðir D og E, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12. júní 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Unhól 1A, lóðir D og E. Gert verði ráð fyrir allt að 30 frístundalóðum á um 30 ha svæði sem skilgreint er sem frístundasvæði í aðalskipulagi. Gert verði ráð fyrir að fylla megi í skurði eða setja ræsi og gert ráð fyrir heimild til útleigu gistingar í flokki I og II. Aðkoman er af Þykkvabæjarvegi nr. 25 og um nýjan aðkomuveg innan jarðar.

Hér má nálgast greinargerð skipulagstillögunnar

Hér má nálgast uppdrátt skipulagstillögunnar

Jarlsstaðir, deiliskipulag (Endurauglýsing)

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12. júní 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundsvæðið. Um 35 lóðir eru að ræða á u.þ.b. 50 ha svæði Jarlsstaða. Gerðar hafa verið breytingar á afmörkun núverandi frístundasvæðis F74 í aðalskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir rúmum lóðum sem heimilt væri að byggja sumarhús og gestahús / geymslu á hverri lóð. Eftir auglýsingu tillögunnar barst athugasemd frá Skipulagsstofnun um efnisleg atriði greinargerðar sem þarf að lagfæra. Lögð er fram endurbætt tillaga frá ARKÍS dags. 7.2.2020 br. síðast 18.5.2021. Vegna tímaákvæða í skipulagsreglugerð er tillagan lögð fram að nýju til auglýsingar.

Hér má nálgast skýringaruppdrátt skipulagstillögunnar

Hér má nálgast uppdrátt skipulagstillögunnar

Grenjar 2, Breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12. júní 2024 að auglýsa tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið dags. 1.10.2019. Í breytingunni fælist að bætt yrði við einni lóð undir núverandi íbúðarhús og gerð ný aðkoma að upprunalóðinni Grenjum 2. Ekki yrði um breytingar á byggingarheimildum að ræða. Ný lóð fengi heitið Grenjabakki. Aðkoma er af Landvegi 26 og um veg innan Grenjasvæðisins.

Hér má nálgast skipulagstillöguna

Stóru-Skógar, Breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12. júní 2024 að auglýsa tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi úr Sólstöðum / Klettholti dags. 26.2.2021 m.s.br. Í breytingunni fælist að bætt yrði við byggingareit á lóð Stóru-Skóga L234476 með aðkomu af Árbæjarvegi nr. 271, ásamt því að skipta Stóru-Skógum L230849 upp í fjóra hluta með byggingarheimildum fyrir hverja og eina lóð.

Hér má nálgast skipulagstillöguna

Sigöldustöð, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12. júní 2024 að auglýsa tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi dags. í nóvember 2022. Vegna fyrirhugaðrar stækkunar og aflaukningar Sigöldustöðvar er þörf á vinnubúðum fyrir verktaka meðan á framkvæmdum stendur. Reiknað er með að þurfi aðstöðu fyrir um 150 manns. Settir verða inn byggingareitir fyrir þær í námu sem er sunnan við Sigöldufoss í Tungnaá. Aðkoma verður um núverandi vegslóða að námunni. Mögulega verður efni úr námunni nýtt í framkvæmdir eða að efni verður haugsett í námunni. Náman verður innan deiliskipulagssvæðis og gerð grein fyrir efnistöku/haugsetningu og frágangi námunnar og svæðisins alls við lok framkvæmda. Einnig verður sett inn vatnsból og vatnsverndarsvæði umhverfis það. Breytingin nær einungis til svæðis innan Rangárþings ytra.

Hér má nálgast greinargerð skipulagstillögunnar

Hér má nálgast yfirlitsuppdrátt skipulagstillögunnar

Hér má nálgast breytingu skipulagstillögunnar

Hér má nálgast gildandi deiliskipulag

Foss L219040, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12. júní 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Foss á Rangárvöllum L219040. Lóðarhafi að Fossi L219040 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína eins og til var ætlast við stækkun hennar. Nýtt skipulag tekur til viðhalds núverandi mannvirkja og byggingar nýrra gestahúsa til útleigu. Skoðað verður með stofnun sérstakrar lóðar fyrir gamla húsið og gamla bæjarstæðið. Svæðið er skilgreint sem Afþreyingar- og ferðamannasvæði AF8 í aðalskipulagi. Aðkoman að svæðinu er um Fjallabaksleið syðri (F210)

Hér má nálgast greinargerð skipulagstillögunnar

Hér má nálgast uppdrátt skipulagstillögunnar

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 25. júlí 2024.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 6.6.2024)

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar vinnslutillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

 

Lerkiholt og Minna-Hof. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun. Svæðin sem breytingin nær yfir er annars vegar Meiri-Tunga land L195063 (Lerkiholt) og hins vegar 5 lóðir úr Minna-Hofi á Rangárvöllum. Bæði svæðin eru skilgreind landbúnaðarsvæði og eiga að breytast í íbúðasvæði með möguleika á fastri búsetu og rekstri ferðaþjónustu.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

Geitasandur og Geldingalækur. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun. Svæðin sem breytingin nær til eru Geitasandur (L199603) og Geldingalækur (L164490). Jarðirnar eru samanlagðar um 3476,7 ha að stærð. Varðandi Geitasand er gert ráð fyrir að fella út hluta af skógræktar- og landgræðslusvæði SL5 innan Geitasands (L199603), en heildarstærð svæðisins (SL5) er um 1010 ha og mun allt að þriðjungur þess verði breytt og skilgreint í staðinn sem landbúnaðarsvæði. Um að ræða land í nágrenni svifflugvallarins á Geitamel. Flugbraut / lendingarstaður FV4 innan svæðisins helst óbreytt. Varðandi Geldingalæk er gert ráð fyrir að breyta landbúnaðarsvæði syðst í landi Geldingalækjar (L164490), svokallað Stórholt í um 140 ha skógræktar- og landgræðslusvæði.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

Norður-Nýibær, hótel VOS. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun. Gert er ráð fyrir stækkun núverandi hótelbyggingar hótel VOS í allt að 5000m², á allt að 3 hæðum. Innan verslunar og þjónustusvæðisins verður eining gert ráð fyrir hreinlegri iðnaðarstarfsemi s.s. smíðaverkstæði. Fyrirhugað er að heimila stækkun núverandi aðstöðu í allt 1500 m². Heimiluð verði föst búsetu innan svæðis í allt 12 litlum íbúðum í rað -og/eða parhúsum. Gert verður ráð fyrir nýju íbúðarsvæði með allt að 3 íbúðarhúsalóðum á L219861 Norður Nýibær lóð.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

Aðalsel, Háasel, Mósel, Sel og Vestursel. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir Háasel og hins vegar á fundi 13.9.2023 fyrir Aðalsel, Mósel, Sel og Vestursel, þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnaðarsvæði fyrir öll svæðin.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

Vinnslutillögurnar eru til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Kynningu lýkur þriðjudaginn 11. júní klukkan 15:00

Vilji hagsmunaaðilar senda inn ábendingar á þessu stigi er það heimilt en formlegur frestur til athugasemda verður þó gefinn þegar tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar síðar.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 8. maí)

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Galtalækjarskógur L165042 og Merkihvoll L192626. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8. maí 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir jarðirnar Galtalækjarskóg og Merkihvol í Landsveit. Landnotkunarflokkar sem breytingin nær til og fá breytta lögun eru þessir: Reitur AF5 (Afþreyingar- og ferðam.sv.) fellur út. Í hans stað kemur nýr reitur F82 Frístundahús. Frístundahúsareitur F43 færist til norðurs. Reitur OP1 (Opin svæði) breytist og stækkar umtalsvert. Reitur VÞ7 (Verslun- og þjónusta) fær jafnframt breytta lögun. Jafnframt er óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar þar sem gert verði ráð fyrir allt að 50 frístunda/orlofshúsum á F43 og F82 og alhliða ferða- og gistiþjónustu á VÞ7 með byggingu allt að 1500 m² gistihúss ásamt allt að 50 gistiskálum til útleigu.

 

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Lerkiholt L195063 og Minna-Hof. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8. maí 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Svæðin sem breytingin nær yfir er annars vegar Meiri-Tunga land L195063 (Lerkiholt) og hins vegar 5 lóðir úr Minna-Hofi á Rangárvöllum. Bæði svæðin eru skilgreind landbúnaðarsvæði og eiga að breytast í íbúðasvæði með möguleika á fastri búsetu og rekstri ferðaþjónustu.

 

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Geitasandur og land úr Geldingalæk. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8. maí 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Svæðin sem breytingin nær til eru Geitasandur (L199603) og Geldingalækur (L164490). Jarðirnar eru samanlagðar um 3476,7 ha að stærð. Varðandi Geitasand er gert ráð fyrir að fella út hluta af skógræktar- og landgræðslusvæði SL5 innan Geitasands (L199603), en heildarstærð svæðisins (SL5) er um 1010 ha og mun allt að þriðjungur þess verði breytt og skilgreint í staðinn sem landbúnaðarsvæði. Um að ræða land í nágrenni svifflugvallarins á Geitamel.

Flugbraut / lendingarstaður FV4 innan svæðisins helst óbreytt. Varðandi Geldingalæk er gert ráð fyrir að breyta landbúnaðarsvæði syðst í landi Geldingalækjar (L164490), svokallað Stórholt í um 140 ha skógræktar- og landgræðslusvæði.

 

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg lýsing skipulagsáætlunar að breytingu á landnotkun og deiliskipulags:

Norður Nýibær. Breyting á landnotkun og skilgreiningu VÞ23 í aðalskipulagi.

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir lóðina Norður Nýjabæ í Þykkvabæ. Fyrirhugað er að stækka verslunar og þjónustusvæðið VÞ23. Gert er ráð fyrir stækkun núverandi hótelbyggingar í allt að 5000m2, á allt að 3 hæðum. Innan verslunar og þjónustusvæðisins verður eining gert ráð fyrir hreinlegri iðnaðarstarfsemi s.s. smíðaverkstæði. Fyrirhugað er að heimila stækkun núverandi aðstöðu í allt 1500 m2. Heimiluð verði föst búsetu innan svæðis í allt 12 litlum íbúðum. Í rað -og/eða parhúsum. Gert verður ráð fyrir nýju íbúðarsvæði með allt að 3 íbúðarhúsalóðum á L219861 Norður Nýibær lóð. Gert verður ráð fyrir allt að þremur nýjum aðkomuvegum inn á skipulagssvæðið.

 

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

 

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 23. maí nk.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Jarlsstaðir, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8. maí 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 26.3.2020 fyrir Jarlstaði, þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúss, hesthúss og skemmu, verði breytt. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að mörk deiliskipulagssvæðis og lóðamörk lóða breytist. Lóðamörk lóðar 1 sem áður teygði sig til norðausturs meðfram ánni breytast. Lóðin styttist til norðausturs meðfram ánni en í staðinn stækkar lóðin til norðausturs að aðkomuvegi svæðisins. Lóðastærð er óbreytt. Lóðamörk lóðar 2 breytast lóðin minnkar úr 11.44 ha í 8.30 ha. Mörk skipulagssvæðis breytist til samræmis við breytta lóð og nær til lóða 1 og 2. Að öðru leyti gilda eldri deiliskipulagsskilmálar

 

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Efra-Sel 3C, deiliskipulag (Endurauglýsing)

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8. maí 2024 að auglýsa tillögu að diliskipulagi fyrir Austursel, spildu úr Efra-Seli,. Breyting á aðalskipulagi þar sem gerð var breyting á landnotkun hefur tekið gildi með auglýsingu í B-deild. Deiliskipulagið mun gera ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tilheyrandi uppbyggingu. Tillaga var auglýst frá og með 4. janúar 2023 til og með 15. febrúar 2023. Aðkoma er af Bjallavegi (272) og umferðarréttur um aðkomuveg sem liggur um lóðina. Vegna tímamarka í skipulagsreglugerð þarf að fjalla um tillöguna að nýju.

 

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

 

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 20. júní 2024.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 3.5.2024). 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar vinnslutillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

 

Reyðarvatn 5, K5. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir Spildu úr landi Reyðarvatns. Breyting er gerð á landnotkun þar sem núverandi frístundasvæði verður minnkað sem nemur breytingum á lóðum innbyrðis og fært í landbúnaðarnot að nýju.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Heimahagi. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir Heimahaga. Breyting á landnotkun verður úr núverandi landbúnaðarsvæði í frístundasvæði þar sem gert verði ráð fyrir uppbyggingu fyrir allt að 30 frístundahús.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Tindasel. Breyting á skilmálum í aðalskipulagi

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við aukin áform við ferðaþjónustu á svæðinu. Áform gera ráð fyrir móttöku allt að 200 gesta, byggingar hótels og gistiaðstöðu ásamt veitingasölu og að auki bættari aðstöðu fyrir starfsfólk og gistingu fyrir starfsfólk.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Vinnslutillögurnar eru til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Kynningu lýkur þriðjudaginn 7. maí klukkan 15:00

Vilji hagsmunaaðilar senda inn ábendingar á þessu stigi er það heimilt en formlegur frestur til athugasemda verður þó gefinn þegar tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar síðar.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 11.4.2024).

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Hrafntóftir 1, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.4.2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hrafntóftir 1, L165392. Gert verði ráð fyrir byggingu einbýlishúsa, gestahúsa, bílskúra og skemmu. Skipulagsgögn frá Sturlu Jónssyni dags. 27.3.2024. Um uppfærslu gagna er að ræða en fyrri skipulagstillaga var í meðferð á árinu 2009 en náði aldrei gildistöku. Aðkoma að landinu er af Þykkvabæjarvegi nr. 25.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Bjálmholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.4.2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Bjálmholt, L165072. Um er að ræða uppbyggingu á þjónustuhúsi sem ætluð er vegna kynningar og sölu á afurðum býlisins. Aðkoma að landinu er af Þjóðvegi 1, um Landveg nr. 26.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. maí 2024.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 4.4.2024). 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar vinnslutillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

 

Langalda, enduropnun efnistökusvæðis. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir efnistökusvæði við Langöldu. Breyting á landnotkun verður úr núverandi landbúnaðarnotum í efnistökusvæði þar sem gert verði ráð fyrir efnistöku allt að 250.000 m³.

Greinargerð má nálgast hér.

Lúnansholt III og IV. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir Lúnansholt III og IV. Breyting á landnotkun verður úr núverandi frístundasvæði í íbúðasvæði þar sem gert verði ráð fyrir að byggð verði upp íbúðarhúsnæði og tengdar byggingar með lögheimili í huga.

Greinargerð má nálgast hér.

 

Vinnslutillögurnar eru til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Kynningu lýkur þriðjudaginn 9. apríl klukkan 15:00

Vilji hagsmunaaðilar senda inn ábendingar á þessu stigi er það heimilt en formlegur frestur til athugasemda verður þó gefinn þegar tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar síðar.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 14.3.2024). 

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Tindasel, ferðaþjónusta. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. mars 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til stækkunar á núverandi verslunar- og þjónustusvæði í Tindaseli 1 og 2. Áform gera ráð fyrir móttöku allt að 200 gesta, byggingar hótels og gistiaðstöðu ásamt veitingasölu og að auki bættari aðstöðu fyrir starfsfólk og gistingu fyrir starfsfólk. Aðkoman að svæðinu er af Rangárvallavegi (264).

Nálgast má lýsingu skipulagsáforma hér.

 

Heimahagi L206436. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. mars 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 á lóðinni Heimahagi L206436 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að frístundasvæði. Áform eru um uppbyggingu fyrir allt að 30 frístundahús. Aðkoman er skilgreind frá Árbæjarvegi nr. 271.

Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér.

 

Aðalsel, Háasel, Mósel, Sel og Vestursel. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. mars 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir lóðirnar Aðalsel, Háasel, Mósel, Sel og Vestursel þar sem núverandi frístundasvæði verði fært til landbúnaðar að nýju. Aukist hefur áhugi landeigenda að fá búseturétt á landspildum sínum og stunda þar minniháttar búskap eða aðra starfsemi. Þá hafa fjarskipti batnað verulega með lagningu ljósleiðara, og þá möguleikar á fjarvinnu í mörgum atvinnugreinum. Innan lóða verður heimilt að byggja í samræmi við skilmála landbúnaðarlands, eins og er heimilað í gildandi aðalskipulagi. Aðkoma að svæðinu er af Bjallavegi (272) um heimreið Lækjarsels.

Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér.

 

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 28. mars 2024.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Móholt og Hrafnaþing, Rangárþingi ytra, Deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. mars 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Móholt 1, L205150 og Hrafnaþing L233392. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina tvær lóðir á landi Hrafnaþings L233392 og skilgreina á þeim byggingarreiti fyrir vélageymslur og gripahús og skilgreina byggingarreit á lóðinni Móholt 1, L205150 fyrir íbúðarhús, baðhús og gestahús og bílskúr. Aðkoma að lóðunum er frá Þykkvabæjarvegi nr. 25.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Árbakki, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. mars 2024 að auglýsa breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Árbakka dags. 6.12.2006. Eigendur lóðanna Árbakki lóð 41 - L214332, Árbakki lóð 43 - L214332, Árbakki lóð 45 - L214335, Árbakki lóð 40 - L214331, Árbakki lóð 42 - L214333, Árbakki lóð 44 - L220921 og Árbakki lóð 46, L220922 hafa óskað eftir að byggingareitir verði færðir til innan lóða, örlitlar leiðréttingar gerðar á afmörkun og stærðum lóða og vegakerfi uppfært í takt við núverandi legu vega innan svæðisins. Að auki er kvöð sett á lóðir nr. 40, 42, 44 og 46 um aðkomu að lóðum nr. 41, 43 og 45. Aðkoma að svæðinu er frá Árbæjarvegi.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögu og er frestur til að skila inn athugasemdum til 25. apríl 2024.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (sett inn 14.2.2024)

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Langalda, enduropnun efnistökusvæðis. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14. febrúar 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir efnistökusvæði við Langöldu. Með breytingunni er gert ráð fyrir enduropnun efnistökusvæðis í Langöldu sem m.a. verður nýtt fyrir framkvæmdir við gerð vindlundar ofan Búrfells. Gert er ráð fyrir allt að 250.000 m3 efnistöku fram til ársins 2030.

Nálgast má skipulagsgögn hér.

 

Reyðarvatn 5 K5. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14. febrúar 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 á lóðinni Reyðarvatni 5 K5 og tengdum lóðum þar sem núverandi frístundasvæði verði fært aftur til landbúnaðarnota.

Nálgast má skipulagsgögn hér.

 

Lúnansholt III og IV. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14. febrúar 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir lóðirnar Lúnansholt III og Lúnansholt IV þar sem núverandi frístundasvæði verði fært til íbúðarbyggðar.

Nálgast má skipulagsgögn hér.

 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt vinnslutillaga að breytingu á landnotkun:

Háteigur. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir lóðina Háteigur í Þykkvabæ. Breyting á landnotkun verður úr núverandi landbúnaðarnotum í Verslunar- og þjónustusvæði þar sem gert verði ráð fyrir gistingu fyrir allt að 25 gesti.

Nálgast má skipulagsgögn hér.

 

Lýsingarnar og vinnslutillagan liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 29. febrúar nk.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Faxaflatir, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14. febrúar 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 26.4.2018 fyrir Faxaflatir, Verslunar- og þjónustusvæði sunnan Suðurlandsvegar. Breytingarnar sem um ræðir eiga að mestu við lóðina Faxaflatir 4, þar sem afmörkun lóðar verður lagfærð og byggingareitur færður og stækkaður, bætt verði við verslunarhúsi, og skilgreindar verði betur byggingarheimildir innan lóðarinnar. Að öðru leyti verði lóðamörk og byggingareitir uppfærðir á svæðinu í samræmi við áður gerðar breytingar á mörkum svæðisins. Að auki verður númering lóða uppfærð til samræmis við gildandi reglugerð um staðföng.

Nálgast má skipulagsgögn hér.

 

Múlaland, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14. febrúar 2024 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Múlaland. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu sumarhúss á landinu ásamt geymslum og mögulegu gestahúsi. Aðkoma er af Landvegi (nr. 26) framhjá Brúarlundi að frístundahverfinu.

Nálgast má skipulagsgögn hér.

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. mars 2024.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

 

 >>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 1.2.2024)

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

 

Háteigur Þykkvabæ. Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir lóðina Háteig í Þykkvabæ. Breyting á landnotkun verður úr núverandi landbúnaðarnotum í Verslunar- og þjónustusvæði þar sem gert verði ráð fyrir að hægt verði að bjóða uppá gistingu fyrir allt að 25 gesti í íbúðarhúsi og gestahúsum innan lóðarinnar

Skoða má vinnslutillöguna hér.

Vinnslutillagan er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Kynningu lýkur þriðjudaginn 13. febrúar klukkan 15:00

Vilji hagsmunaaðilar senda inn ábendingar á þessu stigi er það heimilt en formlegur frestur til athugasemda verður þó gefinn þegar tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar síðar.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis í Rangárþingi ytra (Sett inn 21.12.2023)

Samkvæmt 10. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi er hér auglýst ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna matsskyldrar framkvæmdar

Þingskálavegur, endurbygging og lagning.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8. nóvember 2023 að gefið yrði út framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar vegna framkvæmda við lagningu og endurbyggingu Þingskálavegar frá Heiði og fram yfir Bolholt. Ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 20. desember 2023 liggur fyrir þess efnis að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsfulltrúi hefur gefið út framkvæmdaleyfið dags. 21. desember 2023.

Gögn framkvæmdaleyfis má nálgast hér.

Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 22. janúar 2024.

Öll gögn framkvæmdaleyfisins liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 20.12.2023)

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Mosar L227577, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun.

Rangárþing ytra samþykkti þann 16.8.2023 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að frístundasvæði. Breytingin nær til lóðarinnar Mosar (L227577) þar sem landeigandi hefur óskað eftir að lóð hans verði skilgreind sem frístundabyggð. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er unnið að gerð deiliskipulags fyrir skipulagssvæðið þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð fyrir allt að 16 lóðir.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

 

Haukadalur 4N, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.12.2023 að auglýsa breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Haukadal sem samþykkt var 20.3.1996 þar sem bætt verði við einni lóð og skilgreindar verði byggingarheimildir á henni til samræmis við aðrar lóðir á svæðinu. Deiliskipulag þetta nær aðeins til norður svæðisins og er því uppfærsla á þeim hluta eldra deiliskipulagsins. Breyting deiliskipulagsins tiltekur nýja lóð ásamt því að tiltaka tvo nýja byggingareiti innan þeirrar lóðar. Breytingin var grenndarkynnt með bréfi dags. 7. júní 2023 og stóð kynning yfir fram til 6. júlí sama ár. Engar athugasemdir bárust. Aðkoma að svæðinu er frá Þingskálavegi um aðkomuveg að norðursvæði Haukadals.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 14. febrúar 2024.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (sett inn 8.12. með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar 13.12.)

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. auk 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 og deiliskipulaga

Háteigur í Þykkvabæ. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. desember 2023 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 á lóðinni Háteigur L165390 þar sem núverandi notkun landbúnaðarsvæðis verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði. Um er að ræða áform um uppbyggingu á ferðaþjónustu með stækkun íbúðarhúss og byggingu gistihúsa innan lóðarinnar fyrir allt að 25 gesti.

Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér.

Gaddstaðaeyja. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. desember 2023 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 á lóðinni Gaddstaðaeyja L196655. Um er að ræða byggingu brúar út í eyjuna sem þolir bílaumferð og umferð gangandi fólks. Fyrirhugað er að hafa íbúðabyggð norðan til á eyjunni, fyrir allt að 12 einbýlishús og sunnan til er gert ráð fyrir hóteli með afþreyingu s.s. baðlóni, fyrir allt að 200 gesti. Einnig er möguleiki á útivistarsvæði syðst á eynni. Gert er ráð fyrir að gerð verði breyting á aðalskipulagi þar sem núverandi óbyggðu svæði verði breytt í íbúðarsvæði að hluta og hins vegar í verslunar- og þjónustusvæði.

Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér.

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi

Bjargshverfi. Deiliskipulag íbúðabyggðar.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. desember.2023 að kynnt yrði lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi fyrir Bjargshverfi, nýtt íbúðahverfi innan þéttbýlisins á Hellu vestan Ytri-Rangár þar sem gert verði ráð fyrir allt að 100 íbúðareiningum í mismunandi tegundum húsa, einbýlis, par- og raðhúsum. Gerð verði grein fyrir tengingum við aðra vegi og samgöngum innan svæðisins. Tengsl við þéttbýlið austan Ytri-Rangár gerð skil með áformuðum göngubrúm og göngustígum. Aðkoma að svæðinu er um Suðurlandsveg og Árbæjarveg frá Suðurlandsvegi.

Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér.

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 27. desember

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Gaddstaðir 50, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. desember 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Gaddstaði 50, norðan Suðurlandsvegar við Hróarslæk. Áform eru um byggingu vélaskemmu og annarra landbúnaðarmannvirkja í stað eldri útihúsa á lóðinni. Aðkoma að svæðinu er frá Rangárvallavegi gegnum land sveitarfélagsins.

Tillöguna má nálgast hér.

Mosar, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. desember 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir um 16 ha land Mosa L227577. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að skipta lóðinni upp í 8-15 lóðir undir sumarhús þar sem stærð hverrar lóðar yrði á bilinu 0,4 - 2,0 ha. Aðkoma er af Bjallavegi (nr. 272) um nýjan aðkomuveg að Mosum.

Uppdrátt má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér.

Rangárstígur, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. desember 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Rangárstíg dags. 27.11.2017. Breytingin gerir ráð fyrir að heimiluð verði gisting í flokki II fyrir allt að 10 manns á hverri lóð. Tillagan var grenndarkynnt öllum lóðarhöfum við Rangárstíg. Gerð hefur verið breyting á texta greinargerðar í aðalskipulagi þar sem umrædd heimild hefur verið færð inn. Aðkoma er af Þykkvabæjarvegi.

Tillöguna má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 25. janúar 2024.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 24.11.2023)

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Ægissíða 1 L165446, Stekkatún, breyting á landnotkun.

Rangárþing ytra samþykkti þann 16.8.2023 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting á landnotkun verður úr núverandi landbúnaðarnotum í verslunar- og þjónustusvæði. Gert er ráð fyrir að settar verði upp allt að 12 plastkúlur til afnota fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi.

Greinargerð má nálgast hér

Uppdrátt má nálgast hér

Kafli 2.3.8 – Stakar framkvæmdir. Breyting á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að gerðar verða nauðsynlegar breytingar á skilmálum varðandi stakar framkvæmdir. Bætt verði við neðangreindum texta í kafla 2.3.8 í greinargerð aðalskipulagsins: Tímabundnar framkvæmdir, eftirlits- og rannsóknarstarfsemi s.s. tilraunaborholur, rannsóknamöstur (allt að 80 m), skoðun jarðefna, tímabundnar vinnubúðir, aðstaða verktaka vegna framkvæmda o.fl.

Skipulagsgögn má nálgast hér

Svínhagi SH-18, VÞ25, breyting á texta í greinargerð.

Rangárþing ytra samþykkti þann 8.11.2023 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæðið VÞ25 og nær það yfir spilduna SH-16 (L218363). Með breytingunni verður spildan SH-18 (L218365) hluti af VÞ25 og stækkar það úr 5 ha í rúma 11 ha. Heimild verður fyrir gistingu fyrir allt að 100 gesti, 50 innan hvorrar lóðar.

Skipulagsgögn má nálgast hér

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Ægissíða 1 L165446, Stekkatún, Rangárþingi ytra, deiliskipulag (Endurauglýsing)

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi af hluta jarðarinnar Ægissíða 1, L165446. Tillagan tekur til uppbyggingar á ferðaþjónustu þar sem gert er ráð fyrir 12 plastkúlum, þjónustuhúsi og bílastæði. Tillagan var auglýst frá og með 6.3.2023 til og með 24. maí 2023. Ábendingar bárust og lögð er fram uppfærð tillaga þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra. Eftir auglýsingu var ákveðið að stækka umfang minni byggingareitsins og hann færður undir núverandi útihús. Hér er um endurauglýsingu að ræða vegna tengingar við breytingarinnar á landnotkun í aðalskipulagi sem er í ferli og er hér einnig auglýst. Þær umsagnir sem bárust við fyrri auglýsingu skuli gilda áfram nema umsagnaraðilar óski annars.

Skipulagsgögn má nálgast hér

Hvammur 3, Rangárþingi ytra, deiliskipulag (Endurauglýsing)

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.10.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir vinnubúðir Landsvirkjunar að Hvammi 3. Breyting á texta um stakar framkvæmdir í greinargerð í aðalskipulagi er hér auglýst samhliða. Vinnubúðirnar munu koma til með að standa á framkvæmdatíma Hvammsvirkjunar. Aðkoman að svæðinu er frá Landvegi 26, um Hvammsveg. Hér er um endurauglýsingu að ræða vegna tengingar við breytingarinnar á landnotkun í aðalskipulagi sem er í ferli og er hér einnig auglýst. Þær umsagnir sem bárust við fyrri auglýsingu skuli gilda áfram nema umsagnaraðilar óski annars.

Skipulagsgögn má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 9. janúar 2024. Æskilegt er að athugasemdum verði skilað í gegnum Skipulagsgáttina, www.skipulagsgatt.is

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

SVÆÐISSKIPULAG SUÐURHÁLENDISINS

Tillaga að svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendi til ársins 2042, ásamt umhverfisskýrslu, hefur verið birt til kynningar og athugasemda í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is).

Öllum er frjálst að senda inn umsagnir og þeim skal skila rafrænt í skipulagsgáttina til og með 14. janúar 2024.

Í tillögunni er mótuð framtíðarsýn fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi sem er fylgirit svæðisskipulagsins.

Tillagan nær yfir hálendishluta sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, og Grímsnes- og Grafningshrepps. Auk þeirra hafa sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg tekið þátt í verkefninu.

Greinargerð tillögunnar má nálgast hér.

Umhverfisskýrslu má nálgast hér.

Landslagsgreiningu má nálgast hér.

Auglýsing tillögunnar og tilheyrandi umhverfismatsskýrslu er á grundvelli 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Senda má inn athugasemdir á þessari slóð: https://www.skipulagsgatt.is/issues/862

Nánari upplýsingar um Svæðisskipulag Suðurhálendis er að finna á vefsíðunni www.sass.is.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 10.11.2023)

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Minni-Vellir, Minnivallanáma E30, breyting á texta greinargerðar í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að gerð verði nauðsynleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem uppfærðir verði skilmálar um afmörkun efnistökusvæðis í texta greinargerðar undir Efnistökusvæði E30, þar sem svæðið er stækkað úr 1 ha í 2,4 ha. Um óverulega breytingu er að ræða og ekki verður um aukningu á heildarefnismagni að ræða.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Borg lóð L218544, Breyting á landnotkun.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 5.10.2023 að auglýsa tillögu að breytingum á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem hluti frístundasvæðis F1 er breytt í verslunar- og þjónustusvæði á jörðinni Borg lóð L218544, en þar er rekin atvinnustarfsemi í kringum stangveiði í Ytri-Rangá og Hólsá. Gert er ráð fyrir áframhaldandi starfsemi og uppbyggingu á svæðinu.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Háfshjáleiga 1, 2 og 3, Breyting á landnotkun.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði. Markmiðið með aðalskipulagsbreytingunni er að efla ferðaþjónustu á svæðinu og auka þá gistiþjónustu sem er í boði fyrir ferðamenn.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Búrfellslundur, Breyting á landnotkun.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem hluti núverandi Skógræktar- og landgræðslusvæði verði breytt í iðnaðarsvæði. Breytingin er gerð í samráði við Landsvirkjun, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar vindorkuvers við Vaðöldu. Um er að ræða hraun- og sandsléttu austan við Sultartangastöð og sunnan við Sultartangalón. Vindorkuverið hefur borið vinnuheitið Búrfellslundur. Breytingin felst í að afmarka iðnaðarsvæði fyrir allt að 120 MW vindorkuver sem er í orkunýtingarflokki, sbr. þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða nr. 24/152.

Umhverfisskýrsluna má nálgast hér

Viðauka við umhverfisskýrslu má nálgast hér

Greinargerðina má nálgast hér

 

Þjóðólfshagi, Breyting á landnotkun.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi frístundasvæðis verði breytt í íbúðasvæði. Breytingin er gerð í samráði við alla lóðarhafa.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Þjóðólfshagi, Rangárþingi ytra, deiliskipulag (Endurauglýsing)

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð í Þjóðólfshaga. Í gildi er deiliskipulag frístundabyggðar, Þjóðólfshagi, frístundabyggð, staðfest 23.09.2013, þar sem gert er ráð fyrir um 33 frístundalóðum. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi hefur þegar verið auglýst, þar sem svæðið verður gert að íbúðabyggð. Á hverri lóð er heimilt að byggja íbúðarhús, bílskúr, útihús/skemmu og/eða gróðurhús. Eldra deiliskipulag verður fellt úr gildi þegar nýtt deiliskipulag verður staðfest. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi um Þjóðólfshagaveg (2828). Þær umsagnir sem bárust við fyrri auglýsingu skuli gilda áfram nema umsagnaraðilar óski annars.

Uppdrátt má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér

 

Borg lóð, L218544, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.10.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Borg lóð í Þykkvabæ, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að umrædd lóð verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði, með heimild til gisti- og veitingaþjónustu. Gert verði ráð fyrir allt að 500 m² þjónustuhúsi fyrir allt að 20 gesti. Gert er ráð fyrir aðkomu um veg að Fjarkastokki og um aðkomuveg á bakka Ytri-Rangár að Borg lóð.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Búrfellslundur, vindorkuver, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir uppbyggingu vindorkuvers við Vaðöldu, austan Sultartanga, Rangárþingi ytra. Vindorkuverið hefur borið vinnuheitið Búrfellslundur. Deiliskipulagið tekur til þeirra framkvæmda sem bygging vindorkuvers gerir ráð fyrir s.s. vindmyllum, undirstöðum, vinnuplönum, vegum, jarðstrengjum, safnstöð vindorkuvers, tengivirki, geymslusvæðum og aðstöðu verktaka. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir um 9 iðnaðarlóðum fyrir allt að 30 vindmyllur. Að auki er gert ráð fyrir áningarstað þar sem gert verði ráð fyrir allt að 10 bílastæðum sem marka upphaf gönguleiðar á Vaðöldu. Gerðar verða gönguleiðir kring um Vaðöldu og að Ármótafossi, Tangavaði og Sultartanga. Aðkoma að svæðinu er af Þjórsárdalsvegi (nr. 32). þaðan liggja svo þjónustu- og viðhaldsvegir að hverri vindmyllu.

Uppdrátt má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér

 

Íbúðasvæði austan Árbæjarvegar, Rangárþingi ytra, deiliskipulag. (Endurauglýsing)

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðasvæði austan við Árbæjarveg. Sveitarfélagið í samvinnu með lóðarhöfum frá Árbyrgi að Heiðarbrún með báðum meðtöldum hafa sameinast um gerð deiliskipulags fyrir íbúðasvæði austan Árbæjarvegar. Skipulagið tekur til 17 lóða. Í gildi eru þrjú deiliskipulög á svæðinu frá árunum 2011 til 2021 og verða þau felld úr gildi við gildistöku þessa skipulags. Aðkoma að öllum lóðum er af Árbæjarvegi (271). Þær umsagnir sem bárust við fyrri auglýsingu skuli gilda áfram nema umsagnaraðilar óski annars.

Uppdrátt má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér

 

Landmannahellir, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi. (Endurauglýsing)

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Landmannahelli, dags. 22.12.2010. Gert er ráð fyrir staðsetningu tjaldsvæðis á bökkum Helliskvíslar ásamt tjaldsvæði á efra svæðinu og bílastæðum tengdum þeim, lóðamörkum einstakra lóða breytt og lóðir stækkaðar. Jafnframt er gert ráð fyrir þjónustuhúsi á einni lóðinni fyrir tjaldsvæði. Aðkoma að svæðinu er af F26 Landvegi og um F225 Landmannaleið. Tillagan er hér endurauglýst vegna ákvæða um tímamörk frá síðustu auglýsingu.

Uppdrátt má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér

 

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 28. desember 2023.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (sett inn 2.11.2023)

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

 

Svínhagi SH-18, VÞ25. Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir lið VÞ25 í greinargerð aðalskipulagsins þar sem gerð verði breyting á heimild til fjölda gesta. Heildarfjöldi fyrir VÞ25 verði 100 gestir í stað 20 áður.

Hér má nálgast greinargerð skipulagsbreytingarinnar.

Mosar L227577. Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir lóðina Mosa L227577. Breyting á landnotkun verður úr núverandi landbúnaðarnotum í frístundasvæði þar sem gert verði ráð fyrir allt að 16 lóðum undir frístundahús.

Hér má nálgast greinargerð skipulagsbreytingarinnar

Þjóðólfshagi. Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir allar lóðir innan núverandi frístundasvæðis í Þjóðólfshaga. Breyting á landnotkun verður úr núverandi frístundanotum í íbúðabyggð. Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Hér má nálgast greinargerð skipulagsbreytingarinnar

 

Vinnslutillögurnar eru til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Kynningu lýkur þriðjudaginn 7. nóvember nk klukkan 15.00

Vilji hagsmunaaðilar senda inn ábendingar á þessu stigi er það heimilt en formlegur frestur til athugasemda verður þó gefinn þegar tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar síðar.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (sett inn 12.10.2023). 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Veiðivötn Tjaldvatn, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.10.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir staðsetningu gistiskála í Veiðivötnum. Í gildandi skipulagi frá júní 2011 er heimild fyrir byggingu þriggja nýrra skála fyrir gesti norðaustan við Hestagíg. Staðsetningin þykir ekki heppileg og eru þeir færðir vestur fyrir Hestagíg. Þá verður bætt við nýjum skála fyrir starfsfólk.

Uppdrátt má nálgast hér.

Greinargerð má nálgast hér.

 

Kaldakinn, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.10.2023 að auglýsa tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi af jörð Köldukinnar sem staðfest var 14.1.2021 m.s.br. Gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tengdum byggingum og ný aðkoma gerð frá Árbæjarvegi.

Gildandi dsk má nálgast hér.

Tillögu má nálgast hér.

 

Djúpárbakki, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.10.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Djúpárbakka við Þykkvabæjarveg. Deiliskipulagið tiltekur fimm nýja byggingarreiti frístundahúsa á 1700 fermetra landspildu nyrst á jörðinni. Aðkoman að svæðinu er frá Þykkvabæjarvegi.

Tillögu má nálgast hér.

 

Hungurfit, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.10.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hungurfit frá 21.8.2013. Lóðin Þ3 á að færast suður fyrir aðkomuveginn, frá tjaldsvæðinu, þar sem fyrra svæði telst ekki gott til bygginga vegna vatnssöfnunar. Lóð Þ2 minnkar aðeins en byggingareitur helst óbreyttur.

Tillögu má nálgast hér.

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. Nóvember 2023

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis í Rangárþingi ytra (sett inn 10.10.2023)

Samkvæmt 10. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi er hér auglýst ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna matsskyldrar framkvæmdar

Rimakotslína 2, lagning 132 kW jarðstrengs milli Hellu og Rimakots

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 5. apríl 2023 að gefið yrði út framkvæmda-leyfi til Landsnets ehf vegna framkvæmdar við lagningu 132 kW jarðstrengs milli tengivirkis á Hellu í Rangárþingi ytra að tengivirki við Rimakot í Rangáþingi eystra. Skipulagsfulltrúi hefur gefið út framkvæmdaleyfið dags. 10. október 2023.

Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 10. nóvember 2023.

Öll gögn framkvæmdaleyfisins liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Fylgigögn má nálgast hér.

Útgefið framkvæmdaleyfi má nálgast hér.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 9. október). 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

 

Háfshjáleiga 1, 2 og 3. Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir lóðirnar Háfshjáleiga 1, 2 og 3. Breyting á landnotkun verður úr núverandi landbúnaðarnotum í verslunar- og þjónustusvæði. Gert er ráð fyrir fastri búsetu og ferðaþjónustu á svæðinu.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Borg Þykkvabæ L218544. Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir lóðina Borg L217544. Breyting á landnotkun verður úr núverandi landbúnaðarnotum í verslunar- og þjónustusvæði. Gert er ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu atvinnustarfsemi tengdri stangveiði en á lóðinni er og hefur verið rekin þjónusta við veiðimenn.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Vinnslutillögurnar eru til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Kynningu lýkur þriðjudaginn 10. október nk klukkan 15.00

Vilji hagsmunaaðilar senda inn ábendingar á þessu stigi er það heimilt en formlegur frestur til athugasemda verður þó gefinn þegar tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar síðar.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 22.8.2023)

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Gíslholt, Rangárþingi ytra, endurauglýsing deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 16.8.2023 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir Gíslholt. Um eru að ræða lóðir undir íbúðarhús og smávægilega atvinnustarfsemi. Tillagan var auglýst frá 19.2.2020 til og með 1.4.2020. Í afgreiðslu Skipulagsstofnunar kom fram að misræmis gætti í ákvæði um byggingarmagn á frístundalóðum og að byggingareitur eldri lóðar á svæðinu væri ekki samkvæmt ákvæðum skipulagsreglugerðar um 50 metra fjarlægðarmörk frá vötnum og 100 metra frá tengivegi. Undanþága frá ráðuneyti liggur nú fyrir og lögð eru fram uppfærð gögn. Aðkoma að jörðinni er af Heiðarvegi nr. 286.

Uppdrátt má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5. október 2023.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 21.8.2023)

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Heiðarbrún, breyting í aðalskipulagi vegna skilgreiningu lóða

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.7.2023 að gerð verði nauðsynleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem um er að ræða breytingu á ÍB33, íbúðasvæði milli Árbæjarvegar og Ytri-Rangár. Heimild verði fyrir allt að 20 íbúðarlóðum í stað 16 áður og lóðin Heiðarbrún L220265 verði færð undir landbúnaðarnot að nýju.

Skipulagsgögn má nálgast hér

Breytingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 21. ágúst)

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Mosar. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 16.8.2023 að gerðar verða nauðsynlegar breytingar á landnotkun Mosa L227577 þar sem núverandi landbúnaðarland verði gert að frístundabyggð. Gert verði ráð fyrir allt að 16 lóðum undir frístundahús og tengdar byggingar.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Kafli 2.3.8 - Stakar framkvæmdir. Breyting á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 16.8.2023 að gerðar verða nauðsynlegar breytingar á skilmálum varðandi stakar framkvæmdir. Bætt verði við neðangreindum texta í kafla 2.3.8 í greinargerð aðalskipulagsins: Tímabundnar framkvæmdir, eftirlits- og rannsóknarstarfsemi s.s. tilraunaborholur, rannsóknamöstur (allt að 80 m), skoðun jarðefna, tímabundnar vinnubúðir, aðstaða verktaka vegna framkvæmda o.fl.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 7. september nk.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Þjóðólfshagi, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 16.8.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggðina í Þjóðólfshaga. Í gildi er deiliskipulag frístundabyggðar, Þjóðólfshagi, frístundabyggð, staðfest 23.09.2013, þar sem gert er ráð fyrir um 33 frístundalóðum. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi hefur þegar verið auglýst, þar sem svæðið verður gert að íbúðabyggð. Á hverri lóð er heimilt að byggja íbúðarhús, bílskúr, útihús/skemmu og/eða gróðurhús. Eldra deiliskipulag verður fellt úr gildi þegar nýtt deiliskipulag verður staðfest. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi um Þjóðólfshagaveg (2828).

Uppdrátt skipulagsins má nálgast hér

Greinargerð skipulagsins má nálgast hér

 

Árbæjarhellir 2, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 16.8.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggðina í Árbæjarhelli 2. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi hefur þegar verið auglýst, þar sem svæðið verður gert að íbúðabyggð. Gert er ráð fyrir alls 8 lóðum þar sem heimilt er að byggja allt að 250 m² á 5000 m² lóð, 325 m² á 6500 m² lóð og 450 m² á 9000 m² lóð. Gert er ráð fyrir að samnýta núverandi aðkomuveg, sem fær nafnið Skjólvegur, að Villiskjóli upp af Árbæjarvegi (271) og bæta við nýjum aðkomuvegi að lóðum.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Hvammur 3, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 16.8.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir vinnubúðir Landsvirkjunar að Hvammi 3. Breyting á texta um stakar framkvæmdir í greinargerð í aðalskipulagi er auglýst samhliða. Vinnubúðirnar munu koma til með að standa á framkvæmdatíma Hvammsvirkjunar. Aðkoman að svæðinu er frá Landvegi 26, um Hvammsveg.

Skipulagsgögn má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5. október 2023.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 17. ágúst)

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Uxahryggur 1 lóð, L219337, breyting á texta greinargerðar í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að gerð verði nauðsynleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem uppfærðir verði skilmálar um gistingar í texta greinargerðar undir Verslunar- og þjónustusvæði VÞ6, þar sem heimildum til gestafjölda fjölgar úr 15 í 50 talsins. Deiliskipulag er í vinnslu.

Skipulagsgögn má nálgast hér

Breytingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 15. ágúst)

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting á landnotkun verður úr núverandi landbúnaðarnotum í verslunar- og þjónustusvæði. Gert er ráð fyrir að settar verði upp allt að 12 plastkúlur til afnota fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi.

Greinargerð má nálgast hér

Uppdrátt má nálgast hér

Vinnslutillagan er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Kynningu lýkur miðvikudaginn 16. ágúst nk klukkan 15.00

Vilji hagsmunaaðilar senda inn ábendingar á þessu stigi er það heimilt en formlegur frestur til athugasemda verður þó gefinn þegar tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar síðar.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (sett inn 13.7.2023).

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Ægissíða 1, Stekkatún. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.7.2023 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 á lóðinni Ægissíða 1 L165446 þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði. Gert er ráð fyrir að settar verði upp allt að 12 plastkúlur til afnota fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi.

Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 2. ágúst 2023.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Hróarslækur og Hróarslækur 2, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.7.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu á Hróarslæk. Stefnt er að áframhaldandi þróun á jörðinni með stækkun gistirýma og byggingu íbúðarhúsnæðis. Aðkoma að svæðinu er frá Rangárvallavegi nr. 264.

Tillögu má nálgast hér

Meiri Tunga 7, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.7.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Meiri Tungu 7, Rangárþingi ytra, dags. 14.3.2019. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að um rúmlega 1,1 ha svæði úr nærliggjandi jörð verði notað undir uppbyggingu ferðaþjónustu í formi gistingar í allt að fimm gistiskálum. Aðkoman að svæðinu er frá Ásvegi /(275) og um sama aðkomuveg og að íbúðarhúsinu á Meiri Tungu 7.

Tillögu má nálgast hér

Uxahryggur 2, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.7.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðirnar Háigarður L235143, Bugurinn (Uxahryggur 2) L211029, Sóleyjartún (Uxahryggur 2 lóð 4) L212279 og LitliBær (Uxahryggur 2 lóð 3) L212278. Heimilt verður að byggja á hverri lóð

frístundarhús, allt að 150m² og gestahús allt að 40m², mænishæð allt að 6m, og önnur smáhýsi sem eðlilegt getur talist að tilheyra frístundarhúsi, s.s. gróðurhús, geymslu, baðhús o.þ.h. Aðkoma að lóðunum er frá Landeyjavegi nr. 252.

Tillögu má nálgast hér

Hrauneyjafossstöð, Rangárþingi ytra og Ásahreppi, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.7.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hrauneyjafossstöð, þar sem deiliskipulaginu verði ætlað að setja ramma utan um starfsemi á svæðinu og viðhald hennar til framtíðar og að gerð verði grein fyrir mannvirkjum í skipulagi. Uppsett afl Hrauneyjafossstöðvar er allt að 210 MW og verður heimilt að stækka hana í 240 MW. Ef farið verður í þær framkvæmdir munu þær einungis felast í endurbótum á núverandi vélum og verða innanhúss. Lýsing var kynnt sameiginlega af báðum sveitarfélögum 16. júní til 7. júlí 2022.

Tillögu má nálgast hér

Sigöldustöð, Rangárþingi ytra og Ásahreppi, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.7.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Sigöldustöð, þar sem deiliskipulaginu verði ætlað að setja ramma utan um starfsemi á svæðinu og viðhald hennar til framtíðar og að gerð verði grein fyrir mannvirkjum í skipulagi. Í dag er virkjað rennsli 240 m3/s og afl Sigöldustöðvar er 150 MW. Framkvæmdir við stöðina hófust árið 1973 og var hún gangsett í byrjun árs 1978. Landsvirkjun áformar nú að stækka stöðina með því að bæta við fjórðu vélinni og auka með því afl stöðvarinnar í allt að 215 MW. Auk þess verður stöðvarhús stækkað og frárennslisskurður breikkaður næst stöðvarhúsi. Lýsing var kynnt sameiginlega af báðum sveitarfélögum 16. júní til 7. júlí 2022.

Tillögu má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. ágúst 2023

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra  (Sett inn 15.6.2023). 

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Árbæjarhellir 2, L198670. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.5.2023 að auglýsa tillögu að breytingum á landnotkun á hluta jarðarinnar Árbæjarhellis 2 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í íbúðasvæði. Gert er ráð fyrir að um 5 ha svæði verði breytt í íbúðasvæði með alls 8 lóðum, 0,5 - 0,9 ha að stærð. Aðkoman er frá Árbæjarvegi um aðkomu að Skjóli og Villiskjóli.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Heiði, L164645. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.5.2023 að auglýsa tillögu að breytingum á landnotkun lóðinni Heiði þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í frístundasvæði. Gert er ráð fyrir að um 1,8 ha svæðinu verði breytt í frístundasvæði með alls 5 lóðum. Aðkoman er af Þingskálavegi, um land Heiðar.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Efra-Sel 3c, (Austursel) L220359. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.5.2023 að auglýsa tillögu að breytingum á landnotkun á Efra-seli 3c, Austurseli, þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnaðarsvæði. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tengdum útihúsum. Aðkoman er frá Bjallavegi um núverandi veg að frístundasvæðinu kringum Austursel.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Tillögurnar eru aðgengilegar í skipulagsgátt, þær liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 2. ágúst 2023.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 14.6.2023). 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Múlaland L164996, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.6.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Múlaland. Gert verði ráð fyrir byggingu sumarhúss á landinu ásamt geymslum og mögulegu gestahúsi. Aðkoma að svæðinu er af Landvegi nr. 26 framhjá Brúarlundi að viðkomandi svæði.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 26. júlí 2023

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>
 
 
Rangárstígur - Óveruleg breyting á deiliskipulagi - Grenndarkynning (Sett inn 8.6.2023). 
 
Veiðfélag Ytri Rangár hefur óskað eftir að fá að leggja fram breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Rangárstíg þar sem aðkoma að svæðinu sunnan Rangárstígs yrði felld innan lóðar nr. 1 við Rangárstíg. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 24.4.2023.
 
Á fundi Skipulags- og umferðarnefndar 2. júní sl var eftirfarandi bókað, birt með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar en fundur þeirra verður þann 14. júní nk.:
 
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt lóðarhöfum við Rangárstíg.
 
Grenndarkynning í formi bréfs hefur verið sent til allra lóðarhafa við Rangárstíg. Frestur til umsagnar er til 6. júlí nk.
 

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 31.5.)

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Völlur L228111, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Völl, Rangárþingi ytra. Gert verði ráð fyrir tveimur byggingareitum til byggingar á annars vegar íbúðarhúsi, gestahúsi, gróðurhúsi, geymslu og hins vegar hesthúsi og geymslu/skemmu. Aðkoma að svæðinu er frá Árbæjarvegi.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Leynir L217813, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Völl, Rangárþingi ytra. Gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og fjögurra frístundahúsa. 4 lóðum hefur þegar verið skipt úr lóðinni. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26).

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Hvammur 3 L164984, Rangárþingi ytra, Vinnubúðir, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvamm 3, Rangárþingi ytra. Gert verði ráð fyrir uppsetningu vinnubúða í tengslum við framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Um er að ræða um 4 ha land vestan Hvammsvegar þar sem nú er beitarland. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26) um Hvammsveg að umræddu svæði.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Rangá veiðihús og gisting, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið við veiðihús veiðifélags Ytri-Rangár, Rangárþingi ytra. Eigendur lóða L165412, L198604 og L223017 hafa lagt fram sameiginlega tillögu að deiliskipulagi af verslunar- og þjónustusvæði sínu við Rangá. Skilgreindar eru byggingarheimildir á núverandi lóðum ásamt því að lóðin L223017, sem hýsir Rangá Lodge, færist til og stækkar í átt að þjóðvegi. Jafnframt eru bílastæði skilgreind og aðkoma að lóðum fastsett. Tillagan var auglýst frá og með 15.12.2021 til og með 26.1.2022 en þar sem breytingar voru gerðar milli aðila sem áhrif hafa á efnisinnihald tillögunnar þarf að auglýsa tillöguna að nýju. Aðkoma að svæðinu er frá Þykkvabæjarvegi.

Greinargerð má nálgast hér

Uppdrátt má nálgast hér

 

Suðurlandsvegur gegnum Hellu, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Suðurlandsveg gegnum Hellu, Rangárþingi ytra. Gert verði ráð fyrir skilgreiningum á tengingum við og tengt Suðurlandsvegi. Svæðið sem um ræðir nær frá tengingum göngu- og hjólreiðastígar vestan við Rangá og að vegamótum Rangárvallavegar í austri. Skilgreindar verði tengingar og staðsetning stíga og lagna.

Greinargerð má nálgast hér

Uppdrátt má nálgast hér

 

Ægissíða 4 L, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæðið að Ægissíðu 4, Rangárþingi ytra. Fyrirhuguð er áframhaldandi uppbygging ferðaþjónustu á svæðinu, annarsvegar með áframhaldandi uppbyggingu á afþreyingarferðaþjónustu og þá aðallega í tengslum við hellaskoðunarferðir. Hins vegar uppbygging gistiþjónustu með því að fjölga sumarhúsum á svæðinu. Markmiðið er að setja fram skýra umgjörð utan um uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu í samráði við Minjastofnun Íslands. Aðkoma að svæðinu er frá Suðurlandsvegi.

Greinargerð má nálgast hér

Uppdrátt má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. júlí 2023

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 12.4.2023)

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting á landnotkun verður úr núverandi landbúnaðarnotum og Skógræktar- og landgræðslusvæðum í iðnaðarsvæði vegna áforma Landsvirkjunar um uppsetningu vindlundar við Búrfell. Búrfellslundur hefur nú verið endurhannaður í samræmi við athugasemdir og ábendingar sem bárust í umhverfismatinu frá árinu 2016 og í ferli 3. áfanga rammaáætlunar. Afmarkað hefur verið minna svæði en umhverfismatið gerði ráð fyrir og er nú gert ráð fyrir allt að 120 MW vindorkugarði þar sem hámarkshæð spaða getur orðið allt að 150 m í hæstu stöðu. Svæðið er innan þess svæðis sem rannsakað var í mati á umhverfisáhrifum. Sameiginleg skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulag framkvæmdarinnar ásamt breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 hefur verið kynnt og tekur vinnslutillagan mið af þeim ábendingum sem þar bárust eftir því sem tilefni gefur til.

Greinargerð vinnslutillögu má nálgast hér

Umhverfisskýrslu má nálgast hér

Vinnslutillagan er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Kynningu lýkur miðvikudaginn 19. apríl nk klukkan 15.00

Vilji hagsmunaaðilar senda inn ábendingar á þessu stigi er það heimilt en formlegur frestur til athugasemda verður þó gefinn þegar tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar síðar.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 5.4.2023)

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Þjóðólfshagi. Breyting á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir eftirstandandi lóðir í núverandi frístundabyggð úr landi Þjóðólfshaga, þar sem núverandi frístundabyggð verði gerð að íbúðabyggð. Búið er að breyta hluta af svæðinu í íbúðarbyggð. Gert er ráð fyrir að ÍB31 stækki sem nemur þessari breytingu.

Hér má nálgast lýsingu skipulagsáforma

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 26. apríl nk.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Svínhagi L7C, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 5.4.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Svínhaga L7C. Gert verði ráð fyrir byggingu frístundahúss, vinnustofuhúss, bílgeymslu og gróðurhúss ásamt 2-3 gestahúsum. Aðkoma að svæðinu er af Þingskálavegi (nr. 268).

Hér má nálgast tillöguna

Ægissíða 1, L165446, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 5.4.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta úr jörðinni Ægissíða 1, L165446. Tillagan tekur til uppbyggingar á ferðaþjónustu þar sem gert er ráð fyrir 12 plastkúlum, þjónustuhúsi og bílastæði. Aðkoma að svæðinu er af Þykkvabæjarvegi.

Hér má nálgast tillöguna

Grænir iðngarðar, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 5.4.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir græna iðngarða. Sveitarfélagið hyggst byggja upp Grænan iðngarð á svæðinu og skipuleggja lóðir og mannvirki undir hverskonar starfsemi sem fellur að hringrásarhugsun grænna iðngarða. Sem miðar að því að ólík fyrirtæki hefja starfsemi á skipulögðu svæði og nýta ólíka efna- og orkustrauma sem verða til í sambúð þeirra. Sérstaklega verður hugað að yfirbragði byggðar í sátt við umhverfi og náttúru. Norðan svæðis er móttöku og flokkunarstöð að Strönd, sem eftir atvikum geti tengst starfsemi grænna iðngarða. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi um Kirkjubæjarveg nr. 2704.

Hér má nálgast uppdráttinn

Hér má nálgast greinargerðina

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 24. maí 2023

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 7.2.2023). 

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Borg og Háfshjáleiga 1, 2 og 3, Rangárþingi ytra, Breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.2.2023 að auglýsa lýsingu skipulagsáætlunar vegna breytinga á landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi landbúnaðarland verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði.

Hér má nálgast lýsingu skipulagsáforma

Efra-Sel 3C, Árbæjarhellir 2 og Heiði, Rangárþingi ytra, Breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.2.2023 að auglýsa lýsingu skipulagsáætlunar vegna breytinga á landnotkun í aðalskipulagi. Það eru Efra-Sel 3C þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnaðarsvæði að nýju, Árbæjarhellir 2 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í íbúðasvæði og Heiði þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í frístundasvæði.

Hér má nálgast lýsingu skipulagsáforma

Skógræktaráform, Rangárþingi ytra, Breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.2.2023 að auglýsa lýsingu skipulagsáætlunar vegna breytinga á landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi landnotkun 9 svæða í sveitarfélaginu verði breytt í Skógræktar- og landgræðslusvæði í samræmi við áform landeigenda um uppbyggingu skógræktar. Þetta eru svæðin Heiðarbakki 118,9 ha, Ölversholt 24,8 ha, Minna-Hof 21,0 ha, Akurbrekka úr tæpum 50 ha í 102,3 ha, Vindás 147 ha, Geitasandur 193 ha, Maríuvellir 38,9 ha, Galtalækur 198,5 ha og Bjalli 44,4 ha.

Hér má nálgast lýsingu skipulagsáforma

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 1. mars nk.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 7.2.2023).

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi

Rangárbakkar 8. Deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.2.2023 að kynnt yrði lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi fyrir Rangárbakka 8 á Hellu þar sem gert verði ráð fyrir uppbyggingu aukinnar ferðaþjónustu. Á svæðinu er starfrækt ferðaþjónusta í litlum gistihúsum auk tjaldsvæðis. Rekstraraðili hyggst byggja upp tvö hótel með mismunandi áherslu og þjónustu og bjóða einnig uppá gistingu í smáhýsum. Á hluta svæðisins er deiliskipulag Árhúsa á Hellu sem fellt verður úr gildi með nýju deiliskipulagi. Aðkoma að svæðinu er um Rangábakka frá Suðurlandsvegi.

Hér má nálgast lýsingu skipulagsáætlunar.

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. mars 2023

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

Svínhagi L7A, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.2.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga L7A þar sem gert verði ráð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu með byggingu allt að 8 gistiskála auk aðkomuvega og bílastæða. Aðkoma að svæðinu er af Þingskálavegi 268.

Hér má nálgast gögn skipulagstillögunnar.

Stokkalækur 1b, lóð 1 (Kirkjuhóll), Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.2.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Stokkalæk 1b, lóð 1. Um er að ræða u.þ.b. 4,4 ha lóð þar sem afmarka á byggingareiti fyrir íbúðarhús, bílskúr og skemmu, hesthús og gestahús. Jafnframt er óskað eftir að heiti lóðarinnar verði breytt í Kirkjuhól. Aðkoma að svæðinu er frá Rangárvallavegi 264.

Hér má nálgast gögn skipulagstillögunnar.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 29. mars 2023

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

SVÆÐISSKIPULAG SUÐURHÁLENDISINS - TILLAGA TIL KYNNINGAR (Sett inn 16.1.2023). 


Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis vinnur nú að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið sem nær til hálendishluta eftirtalinna sveitarfélaga: Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða­ og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes­ og Grafningshreppur. Auk þeirra taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu.


Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda hefur svæðisskipulagsnefnd tekið ákvörð­un um að kynna tillögu að svæðisskipulagi á vinnslustigi, ásamt umhverfismatsskýrslu. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins.


Viðfangsefni skipulagsvinnunnar er mótun framtíðarsýnar og stefnumörkun fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu.


Greinargerð til kynningar ásamt umhverfisskýrslu má finna á vef SASS, https://www.sass.is/ sudurhalendi/ undir „Vinnslutillaga“.


Þau sem vilja koma með ábendingar eða athugasemdir um vinnslutillöguna geta komið þeim til svæðisskipulagsnefndar á netfangið sudurhalendi@sass.is

Frestur til athugasemda er gefinn til og með 12. febrúar 2023.

Endanleg tillaga verður kynnt almenningi með formlegum hætti og auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga.


Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 11.1.2023) 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

 

Nes land frístundalóðir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.1.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir úr Nes land L164744 þar sem gert verði ráð fyrir byggingu sumarhúsa ásamt tilheyrandi uppbyggingu. Aðkoma að svæðinu er frá norðurenda Þrúðvangs á hellu með vegslóða meðfram Ytri-Rangá. Tryggt verði aðgengi sveitarfélagsins meðfram ánni að landi sveitarfélagsins og að vatnsbóli ofan efstu lóðar.

Hér má nálgast skipulagsgögn

 

Öll skipulagsgögn liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. mars 2023

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 20.12.2022). 

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi

Grænir iðngarðar á Hellu. Deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.desember 2022 að kynnt yrði lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi fyrir græna iðngarða á Hellu skilgreindu á iðnaðarsvæði I1 þar sem gert verði ráð fyrir grænum iðngarði á svæðinu og skipulagðar verði lóðir og mannvirki undir hverskonar starfsemi sem fellur að hringrásarhugsun grænna iðngarða. Aðkoma að svæðinu er af Kirkjubæjarvegi nr. 2704.

Hér má nálgast skipulagslýsingu

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. ásamt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að breytingu á landnotkun í aðalskipulagi og deiliskipulagi

Vindlundur austan við Sultartanga. Deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.desember 2022 að kynnt yrði sameiginleg lýsing skipulagsáforma fyrir breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi fyrir allt að 120 Mw vindlund austan við Sultartanga. Landsvirkjun hefur undanfarin ár kannað möguleika á virkjun vindorku austan við Sultartangastöð. Svæðið er innan þess svæðis sem rannsakað var í mati á umhverfisáhrifum fyrir Búrfellslund (200 MW) árið 2016 og er innan Rangárþings ytra. Í júní 2022 samþykkti Alþingi virkjunarkostinn Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar með uppsett afl allt að 120 MW. Til að af framkvæmdum geti orðið þarf að breyta aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 og vinna deiliskipulag fyrir svæðið.

Hér má nálgast skipulags- og matslýsingu.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Efra-Sel 3C (Austursel), Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Efra-Sel 3C, nýlega nefnt Austursel, L220359 þar sem gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tilheyrandi uppbyggingu. Aðkoma að svæðinu er af Bjallavegi (nr. 272) og umferðarréttur um aðkomuveg skv. þinglýstum skjölum þess efnis.

Hér má nálgast skipulagsgögn

 

Öll skipulagsgögn liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 15. febrúar 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 23.11.2022).
Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Rangárþings ytra á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Stækkun íþróttasvæðis á Hellu, breyting á landnotkun
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.nóvember 2022 tillögu að breytingum á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi opið svæði norðan við grunnskólann og núverandi knattspyrnuvöll á Hellu, merkt OP2 á uppdrætti og í greinargerð aðalskipulagsins, verði gert að íþróttasvæði. Tillagan var auglýst frá og með 2.febrúar 2022 til og með 16.mars 2022. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn til kynningar þann 16.11.2022). 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.11.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 25. Nóvember 2021 fyrir atvinnusvæðið sunnan Suðurlandsvegar þar sem jarðstreng Rimakotslínu 2 er bætt við á uppdráttinn, lega götunnar Faxaflatir breytist lítillega, byggingareitir minnka lítillega, staðföng eru uppfærð og tveimur lóðum undir spennistöðvar bætt inn.

Hér má nálgast gögn skipulagsins

Tengivirki Landsnets á Hellu, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.11.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð Landsnets undir tengivirki sitt á Hellu en Landsnet vinnur að verkhönnun stækkunar tengivirkisins á Hellu í tengslum við styrkingu dreifikerfisins á Suðurlandi. Fyrir liggur að lengja þarf rofasalinn um 4-5 metra, sem er með 66kV rofabúnaði, en reiturinn er ekki deiliskipulagður. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi.

Hér má nálgast greinargerð skipulagsins

Hér má nálgast uppdrátt skipulagsins

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. desember 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn til kynningar þann 19.10.2022). 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Svínhagi Ás 10, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.10.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Svínhagi Ás 10 þar sem gert verði ráð fyrir alls 11 landbúnaðarlóðum þar sem heimilt verði að byggja íbúðarhús, gestahús, skemmur og útihús. Aðkoma að svæðinu er um Þingskálaveg (nr. 268) og afleggjara sem liggur frá honum og að húsum við Svínhagalæk.

Hér má nálgast skipulagsgögn

 

Lækur 2 í Holtum, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.10.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Læk 2 í Holtum. Tillagan tekur til breytinga á úthúsum til reksturs eggjaframleiðslu. Skilgreindur er byggingarreitur undir varphús og önnur mannvirki tengd eggjaframleiðslu, ásamt byggingarreit fyrir íbúðarhús. Aðkoma að svæðinu er með Lækjavegi frá Hagabraut.

Hér er greinargerð tillögunnar

Hér er uppdráttur tillögunnar

 

Skólasvæðið á Hellu, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.10.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skólasvæðið á Hellu. Tillagan gerir verði ráð fyrir uppbyggingu mannvirkja tengdu skólastarfi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla ásamt tengdu svæði til útivistar og íþrótta. Aðkoma að svæðinu er að meginhluta frá Þingskálum að sunnan og Útskálum að norðanverðu.

Hér er uppdráttur tillögunnar

Hér er skýringaruppdráttur

 

Uxahryggur 1, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 20.12.2012 fyrir Uxahrygg 1. Bre4ytingin gerir ráð fyrir að skipulagssvæði er stækkað í 10 ha. Bætt verði við byggingareitum og nýrri aðkomu á jörðina Uxahrygg þar sem gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhús, einum reit á Uxahrygg 1 lóð og einum reit á Uxahrygg lóð 2. Aðkoma að svæðinu er um Landeyjaveg (252) og nýjan afleggjara að lóðinni.

Hér eru gögn tillögunnar

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. nóvember 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Uxahryggur 1 lóð, L219337, breyting á texta greinargerðar í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að gerð verði nauðsynleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem uppfærðir verði skilmálar um gistingar í texta greinargerðar undir Verslunar- og þjónustusvæði VÞ6, þar sem svæðið er stækkað úr 3 ha í 5 ha. Jafnframt fjölgar gistiplássum úr 10 í 15 talsins. Deiliskipulag er í vinnslu.

Hér má sjá auglýsta breytingu

Breytingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi

Skólasvæðið á Hellu. Deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að kynnt yrði lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi fyrir skólasvæðið á Hellu þar sem gert verði ráð fyrir uppbyggingu mannvirkja tengdu skólastarfi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla ásamt tengdu svæði til útivistar og íþrótta.

Hér má sjá lýsingu skipulagsáforma

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Rangá veiðihús lóð, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Rangá veiðihús L198604 þar sem gert verði ráð fyrir byggingu alls fjögurra húsa en fyrir eru tvö hús. Aðkoma að svæðinu er frá Þykkvabæjarvegi um sameiginlega innkeyrslu að hóteli næstu lóðar.

Hér er tillaga skipulagsins

 

Beindalsholt, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Beindalsholt. Breyting felur í sér byggingarreit fyrir einbýlishús á sér lóð. Þinglýst aðkoma að Beindalsholti 2 ásamt aðkomu að nýju einbýli og að eldra einbýlishúsi á Beindalsholti verði færð og þannig aðskilin aðkomu að ferðaþjónustu sem er nú þegar starfrækt á Beindalsholti. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26).

Hér er tillaga skipulagsins

 

Lýsingin og tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. nóvember 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Rimakotslína 2. Breyting á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að auglýst yrði tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem lagnaleið Rimakotslínu ásamt legi hjólreiðastígs yrði færð inná aðalskipulag. Verkefni Landsnets nefnist Rimakotslína 2 (RI2) og snýr að lagningu nýs 132 kV jarðstrengs sem mun liggja frá tengivirkinu á Hellu að tengivirki á Hvolsvelli og þaðan að tengivirki Rimakots í Rangárþingi eystra, alls um 36 km. Þaðan verður lagður strengur áfram til Vestamannaeyja. Lýsing hefur verið kynnt og bárust engar athugasemdir.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Ægissíða 1, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir tvær lóðir úr landi Ægissíðu 1. Gert verði ráð fyrir tveimur lóðum með heimild til byggingar á íbúðarhús, skemmu/hesthúsi og gestahúsi á hvorri lóð. Aðkoma að svæðinu er frá Þjóðvegi 1 um Bugaveg (273).

Skipulagsgögn má nálgast hér

Króktún, Nátthaga, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Króktún, Nátthaga. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og bílskúrs, alls 220 m². Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26).

Skipulagsgögn má nálgast hér

Maríuvellir, Klettur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Klett úr landi Maríuvalla. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja íbúðarhús, bílskúr, skemmu og gestahús. Aðkoma að svæðinu er frá Rangárvallavegi um Gilsbakkaveg framhjá Klettamörkum.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. ágúst 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Innsett 19.4.2022)

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Geysisflatir tjaldsvæði, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.4.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðið á Geysisflötum. Gert er ráð fyrir staðsetningu tjaldsvæðis og þjónustu tengdri þeirri starfsemi. Aðkoma að svæðinu er af Gaddstaðavegi.

Uppdrátt má nálgast hér

Sólstaður - Klettholt, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.4.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 26.2.2021. Breytingin felur í sér að hluta núverandi lóða er skipt upp og fara því í 13 úr 10. Auk þess breytist afmörkun einnar lóðar. Útmörk svæðisins verða óbreytt.

Uppdrátt má nálgast hér

Laugar fiskeldi, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.4.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Laugar, starfsemi tengt fiskeldi. Skipulagið lýtur að starfsemi félagsins á svæðinu en þar er og hefur verið rekin fiskeldisstöð til margra ára. Aðkoma að svæðinu er af Landvegi nr. 26, um Flagbjarnarholtsveg (2784) og þaðan um aðkomuveg að Laugum.

Uppdrátt má nálgast hér

Íbúðasvæði austan Árbæjarvegar, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.4.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðasvæði austan við Árbæjarveg. Sveitarfélagið í samvinnu með lóðarhöfum frá Árbyrgi að Heiðarbrún með báðum meðtöldum hafa sameinast um gerð deiliskipulags fyrir íbúðasvæði austan Árbæjarvegar. Skipulagið tekur til 16 lóða. Í gildi eru þrjú deiliskipulög á svæðinu frá árunum 2011 til 2021 og verða þau felld úr gildi við gildistöku þessa skipulags.

Uppdrátt má nálgast hér

greinargerð má nálgast hér

Hallstún L209741, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.4.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hallstún L209741. Gert er ráð fyrir byggingareit fyrir frístundahúsi, skemmu og snyrtiaðstöðu við hestagirðingu ásamt annarri grunnaðstöðu fyrir hestamenn. Aðkoma að svæðinu er af Landvegi nr. 26 um Ölversholtsveg (2848).

Uppdrátt má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. júní 2022.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Landmannahellir, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.3.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Landmannahelli, dags. 22.12.2010. Gert er ráð fyrir staðsetningu tjaldsvæðis á bökkum Helliskvíslar ásamt tjaldsvæði á efra svæðinu og bílastæðum tengdum þeim, lóðamörkum einstakra lóða breytt og lóðir stækkaðar. Jafnframt er gert ráð fyrir þjónustuhúsi á einni lóðinni. Aðkoma að svæðinu er af Landvegi (26) og um  Landmannaleið (F225).

Uppdrátt má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 11. maí 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Rimakotslína 2. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.3.2022 að auglýsa lýsingu skipulagsáforma vegna breytinga á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 og samhliða lýsingu vegna gerðar deiliskipulags, í tengslum við breytinguna, fyrir lóð tengivirkis Landsnets á Hellu. Verkefni Landsnets nefnist Rimakotslína 2 (RI2) og snýr að lagningu nýs 132 kV jarðstrengs sem mun liggja frá tengivirkinu á Hellu að tengivirki á Hvolsvelli og þaðan að tengivirki Rimakots í Rangárþingi eystra, alls um 36 km. Þaðan verður lagður strengur áfram til Vestamannaeyja.

Hér má nálgast lýsingu skipulagáforma.

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 30. mars nk.

___________________________________________________________________________________________________________

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Svínhagi L8A, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.3.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga L8A, L222403. Gert er ráð fyrir að 3 byggingareitir verði skilgreindir þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, tvö frístunda- eða gestahús og vélaskemmu. Aðkoma að svæðinu er frá Þingskálavegi, nr. 268.

Greinargerð má nálgast hér.

Uppdrátt má nálgast hér.

Akstursíþróttasvæði á Hellu, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.3.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir aksturs- og afþreyingarsvæði rétt austan við þéttbýlið á Hellu. Gerð hefur verið breyting á landnotkun svæðisins í aðalskipulagi þar sem svæðið er nú skilgreint sem akstursíþróttasvæði ÍÞ6 í stað skógræktar- og landgræðslusvæðis áður. Tillaga deiliskipulagsins gerir ráð fyrir uppbyggingu svæðis til akstursíþrótta s.s. mótocross, litboltavallar og reiðhjólabrautar. Hljóð- og rykmengun verður mætt með skógarbeltum og skjólgróðri. Samhliða verða skilgreind svæði til útivistar, svo sem hjólreiða-og göngustígar. Aðkoma að svæðinu verður frá Rangárvallarvegi.

Greinargerð má nálgast hér

Uppdrátt má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. apríl 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Stækkun íþróttasvæðis á Hellu, breyting á landnotkun

Byggðaráð í umboði Sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að auglýsa tillögu að breytingum á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi opið svæði norðan við grunnskólann og núverandi knattspyrnuvöll á Hellu, merkt OP2 á uppdrætti og í greinargerð aðalskipulagsins, verði gert að íþróttasvæði. Um er að ræða u.þ.b. 10 ha svæði. Lýsing hefur verið kynnt og bárust engar athugasemdir.

 

Tillöguna má nálgast hér

 

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 16. mars 2022.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Litli-Klofi 2, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.12.2021 að auglýsa tillögu að breytingum á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir 12 lóðir úr landi Litla-Klofa 2, þar sem hluti núverandi frístundasvæðis merkt F37 í greinargerð aðalskipulagsins verði gert að Íbúðabyggð að beiðni lóðareigenda. Lýsing hefur verið kynnt og bárust engar athugasemdir.

Tillagan er hér. 

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 23. febrúar 2022.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Uxahryggur 2, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.1.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Uxahrygg 2, L211028. Gert er ráð fyrir tveim byggingarreitum á lóðinni; nyrðri og syðri, sem eru aðskildir með vegslóða, sem fyrir er á skipulagssvæðinu. Innan nyrðri byggingarreitar er gert ráð fyrir skemmu en einbýlishúsi og gróðurhúsi innan syðri byggingarreitar. Aðkoma að lóðinni er frá vegi að Galtarholti sem tengist Landeyjavegi (252).

Tillöguna má nálgast hér.

Heklusel, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.1.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi dags. 15.5.2009 fyrir Heklusel úr landi Efra-Sels. Breytingin felur í sér að landið sem skipulagið tekur til stækkar til suðurs og byggingarreitur stækkar samhliða. Aðrir skilmálar verða óbreyttir. Aðkoman er af veginum að lóðum Efra-Sels frá Bjallavegi (272).

Yfirlit má nálgast hér

Tillöguna má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. mars 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Snjallsteinshöfði 1c; Ásholt, YtriVöllur og Stekkatún, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.12.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir 3 spildur úr landi Snjallsteinshöfða. Gert verði ráð fyrir þremur byggingareitum á hverri lóð fyrir íbúðarhús, geymslu og gestahúsum. Aðkoman er sameiginleg frá Árbæjarvegi.

Hér er um endurauglýsingu að ræða sökum tímaákvæðis í skipulagslögum.

Hér er hægt að nálgast fyrri hluta tillögunnar.

Hér er hægt að nálgast seinni hluta tillögunnar

 

Hamarsholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.12.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir þrjár lóðir þar sem skilgreindir verði fjórir byggingarreitir. Á öllum reitum verði heimilt að byggja allt að 350 m2 íbúðarhús ásamt geymslu/hesthúsi. Aðkoman er af vegi 271.

Hér er hægt að nálgast tillöguna

 

Rangá, veiðihús, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.12.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði veiðifélagsins og tengdra aðila við Rangá. Skilgreindar eru byggingarheimildir á núverandi lóðum ásamt því að lóðin L223017 færist til án breytingar á stærð. Jafnframt eru bílastæði skilgreind og aðkoma að lóðum fastsett. Sameiginleg aðkoma að svæðinu er frá Þykkvabæjarvegi

Hér er hægt að nálgast greinargerð tillögunnar

Hér er hægt að nálgast uppdrátt tillögunnar

 

Fossabrekkur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.12.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Fossabrekkur, Rangárþingi ytra. Gert er ráð fyrir frekari skilgreiningu á núverandi áningarstað með þjónustuhúsi og bílastæðum. Um er að ræða byggingu fyrir þjónustu við ferðamenn. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á áningar- og útsýnisstað, stígum og gönguleiðum. Aðkoma að áningarstaðnum verður frá Landvegi nr. 26.

Hér er hægt að nálgast tillöguna

Hér er hægt að nálgast uppdrátt 1

Hér er hægt að nálgast uppdrátt 2

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 26. janúar 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

--------------------------------------------------------

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi deiliskipulagi.

Fossabrekkur, Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn hefur samþykkt að vinna að gerð deiliskipulags fyrir Fossabrekkur. Gert er ráð fyrir áningarstað með þjónustuhúsi og bílastæðum við Fossabrekkur. Um er að ræða byggingu fyrir þjónustu við ferðamenn. Aðkoma að áningarstaðnum verður frá Landvegi nr. 26. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á áninga- og útsýnisstað, stígum og gönguleiðum.

Lýsing skipulagsáforma

Skipulagsuppdráttur 01

Skipuluagsuppdráttur 02

Lýsingin er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Skila má ábendingum við efni lýsingar til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Kynningu lýsingar lýkur föstudaginn 29. október nk, klukkan 13.00

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

 

Fjallaland, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.10.2021 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 1.2.2006 fyrir Fjallaland úr landi Leirubakka. Bætt verði við tveimur lóðum nr. 59 og 61 í framhaldi af núverandi lóðum á svæðinu. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26).

Tillaga og greinargerð

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. desember 2021.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti á netfangið birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

-/-/-/-/-/-/-/-/-/-/-/-/-/-/-/-/-

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Varmidalur / Gröf, breyting á landnotkun. Efnistaka

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.9.2021 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir svæði úr landi Varmadals og Gröf, þar sem hluti úr sandgryfjum á mörkum jarðanna verði tekinn undir efnistöku fyrir allt að 50.000 m³ af sandi.

Tillögu og greinargerð má nálgast hér.

Árbæjarhellir 2 og Ægissíðulóðir að Heiðarbrún, breyting á landnotkun.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.9.2021 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir nokkrar lóðir úr Ægissíðu þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að íbúðasvæði og hins vegar Árbæjarhelli 2 þar sem núverandi frístundasvæði verði gert að íbúðasvæði.

Tillögu og greinargerð má nálgast hér.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Borgarbraut 4, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.9.2021 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 4 úr landi Borgar í Þykkvabæ, dagsett í ágúst 2008. Um er að ræða ákvæði þar sem heimilt verði að vera með gistingu fyrir allt að 40 gesti og fasta búsetu fyrir eigendur/starfsfólk. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Þykkvabæjarvegi.

Tillöguna má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 27. október 2021.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

 

-------------------------------------------------

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Akstursíþróttasvæði og jaðarsport við Gunnarsholtsveg, breyting á landnotkun

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 tillögu að breytingu á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir akstursíþróttasvæði og jaðarsport þar sem hluti núverandi skógræktar- og landgræðslusvæði SL28 verði gert að íþróttasvæði ÍÞ6.

Tillöguna má nálgast hér.

Þjóðólfshagi 1, breyting á landnotkun

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi Þjóðólfshaga, þar sem hluti núverandi frístundabyggðar verði gerður að íbúðabyggð.

Tillöguna má nálgast hér.

Borgarbraut 4, breyting á landnotkun

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun lóðar nr. 4 við Borgarbraut í aðalskipulagi sveitarfélagsins, þar sem núverandi íbúðarnotkun verði breytt í verslunar- og þjónustunot.

Tillöguna má nálgast hér.

Gaddstaðir, breyting á landnotkun

Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi Þjóðólfshaga, þar sem hluti núverandi frístundabyggðar verði gerður að íbúðabyggð.

Tillöguna má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 6. október 2021

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

------------------------------------------------

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Svæði úr landi Grafar - Varmadals. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að gerðar verði breytingar á landnotkun og heimiluð efnistaka í gryfjum við Hróarslæk. Reiknað er með að efnistaka verði allt að 50.000 m³ af sandi. Núverandi landnotkun er landbúnaðarsvæði en verður breytt í efnistökusvæði E123 í greinargerð aðalskipulagsins.

Lýsing skipulagsáætlunar

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 1. september nk.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Fosshólar 3 og 4, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir tvær lóðir úr landi Fosshóla. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að á hvorum stað megi byggja íbúðarhús, gestahús og reiðhöll / skemmu. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26) um Sumarliðabæjarveg (281).

Tillaga að deiliskipulagi

Eirð við Gíslholtsvatn, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Eirð úr landi Haga við Gíslholtsvatn. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir starfsemi leiðtoga- og kyrrðarseturs. Áform eru uppi um byggingar á gistiskálum og kennslustofum. Aðkoma að svæðinu er frá Hagavegi (286).

Tillaga að deiliskipulagi

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 8. september 2021

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Svæðisskipulag Suðurhálendis

Skiplagslýsing fyrir Suðurhálendið

 

Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis vinnur nú að gerð nýs svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið sem nær til eftirtalinna sveitarfélaga: Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, og Grímsnes- og Grafningshreppur. Auk þessara taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu.

 

Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal samvinnunefnd sem vinnur að gerð nýs svæðisskipulags „... taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem gerð er grein fyrir hvaða áherslur nefndin hefur við gerð skipulagsins, forsendum þess og fyrirliggjandi stefnu og hvernig kynningu verði háttað gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum”.

 

Skipulagslýsing ásamt fylgigögnum liggur nú fyrir og geta þeir sem áhuga hafa á kynnt sér hana á heimsíðu verkefnisins: https://www.sass.is/sudurhalendi/

 

Þeir sem vilja koma með ábendingar eða athugasemdir um fyrirliggjandi gögn eða efni skipulagslýsingar geta skilað þeim til svæðisskipulagsnefndar á netfangið: sudurhalendi@sass.is

 

Frestur til athugasemda er gefinn til og með 15. ágúst nk. Ef engar ábendingar eða athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

 

Endanleg tillaga verður kynnt almenningi með formlegum hætti og auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

 

Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis

 

 

---------------------------------------------

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

 

Árbæjarhellir 2 og Ægissíða - Heiðarbrún. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.6.2021 að gerðar verði breytingar á landnotkun tveggja svæða vestan Ytri-Rangár. Annars vegar nokkurra Ægissíðulóða frá Árbyrgi/Bjargi til og með Heiðarbrún þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að íbúðasvæði og hins vegar Árbæjarhelli 2 þar sem núverandi frístundasvæði verði gert að íbúðasvæði. Lýsingin er jafnframt kynnt öllum þinglýstum eigendum umræddra lóða.

Lýsing skipulagsáforma

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 28. júlí nk.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Hallstún L190888, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.6.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir átta lóðir úr landi Hallstúns, L190888. Um frístundasvæði F27 er að ræða í aðalskipulagi og er heimild til uppbyggingar á 10 lóðum skv. greinargerð aðalskipulagsins. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26) um Ölversholtsveg (303).

Tillaga deiliskipulags

 

Hella, atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2021 að auglýsa deiliskipulag fyrir atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar á Hellu. Um er að ræða svæði austast í þéttbýlinu, verslunar- og þjónustusvæðið VÞ20, athafnasvæðið AT4 og iðnaðarsvæðið I26. Í deiliskipulaginu verða afmarkaðar lóðir, settir byggingarskilmálar og gerð grein fyrir götum, bílastæðum o.fl. Aðkoma að svæðinu er annars vegar frá Rangárflötum að vestan og frá væntanlegu hringtorgi á Suðurlandsvegi að austan.

Uppdráttur tillögu

Greinargerð tillögu

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. júlí 2021

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

------------------------------------

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Stækkun íþróttasvæðis á Hellu, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að gera þyrfti nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi opið svæði norðan við grunnskólann og núverandi knattspyrnuvöll á Hellu, merkt OP2 á uppdrætti og í greinargerð aðalskipulagsins, verði gert að íþróttasvæði. Um er að ræða u.þ.b. 10 ha svæði.

Lýsinguna má nálgast hér.

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 23. júní nk.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Bjallasel, Bjalladalur og Sveitin, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir 3 lóðir úr landi Efra-Sels, Bjallasel, Bjalladal og Sveitina, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingareitum innan hverrar lóðar þar sem heimilt verði að reisa allt að 150 m2 íbúðarhús, 200 m2 skemmu, gróðurhús, útihús innan hvers byggingarreits auk 80 m2 gestahúss. Aðkoma að svæðinu er frá Bjallavegi (272) um sameiginlegan aðkomuveg innan svæðis.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

Næfurholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir úr landi Næfurholts, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir lóð undir íbúðarhús og bílskúr sem fengi heitið Næfurholt 2 ásamt lóð undir skemmu. Sú lóð fengi heitið Lambhústún. Aðkoma er af Þingskálavegi (268) um núverandi aðkomuveg (2759).

Skipulagsgögn má nálgast hér.

Minni-Vellir 5 Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarlóð úr landi Minni Valla, Minni-Vellir 5, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu allt að 300 m2 íbúðarhúss og 600 m2 skemmu með mögulegu hesthúsi að hluta ásamt gestahúsi og útihúsum. Aðkoman er frá Landvegi (26).

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 7. júlí 2021

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

---------------------------------------------------------------------

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028, breytingar á landnotkun nokkurra svæða

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á nokkrum svæðum í sveitarfélaginu. Hér er um sameiginlega lýsingu að ræða á eftirtöldum tillögum að breytingu:

Litli-Klofi 2A, Breyting úr frístundasvæði í íbúðasvæði á 12 lóðum merkt F37 í greinargerð;

Gaddstaðir við Hróarslæk, Stækkun íbúðasvæðis, breyting úr frístundasvæði í íbúðasvæði merkt F63 í greinargerð;

Þjóðólfshagi 1, Breyting úr frístundasvæði í íbúðasvæði á 2 lóðum merkt F11 í greinargerð;

Borgarbraut 4 Þykkvabæ, Breyting úr íbúðarnotkun í lóð undir verslun- og þjónustu, merkt ÍB15 í greinargerð:

Lækjarbotnaveita og Kerauga, Breyting á afmörkun grannsvæðis vatnsverndar;

Akstursíþróttasvæði og jaðarsport við Gunnarsholtsveg, Breyting úr Skógræktar- og landgræðslusvæði í Íþróttasvæði, merkt SL1 í greinargerð

Lýsingin er aðgengileg hér.

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 14. maí nk.

-------------------

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Efra-Sel 3E, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 27.11.2018 fyrir Efra-Sel 3E. Byggingarreitur B1 á lóðinni Fagraseli verður felldur út og nýir byggingarreitir afmarkaðir innan þriggja lóða, Bjallasels, Bjalladals og Sveitarinnar. Aðkoma að svæðinu er frá Bjallavegi (272).

Tillöguna má nálgast hér.

Eystri-Kirkjubær, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Eystri-Kirkjubæ. Gert er ráð fyrir 4 nýjum lóðum, þar af einni þar sem íbúðarhús jarðarinnar stendur. Skilgreind verður lóð undir annað íbúðarhús auk lóðar undir gestahús og reiðskemmu. Aðkoma að Eystri-Kirkjubæ er af Suðurlandsvegi (1) um Kirkjubæjarveg (2704).

Uppdrátt tillögunnar má nálgast hér

Greinargerð tillögunnar má nálgast hér.

Geitamelur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð úr Geitamel. Deiliskipulagið afmarkast við enda lendingarbrautar á geitasandi. Tveir byggingareitir verða skilgreindir. Gert verði ráð fyrir aðstöðuhúsum, einu húsi á hvorum byggingarreit. Aðkoma að svæðinu er frá Rangárvallavegi (264).

Tillöguna má nálgast hér.

Öldur III, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Öldur III dags. 7.11.2018 þar sem bætt verði við lóð undir parhús við Skyggnisöldu á Hellu. Samhliða er færsla á göngustíg og reiðleið meðfram Skyggnisöldu felld niður.

Tillöguna má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. júní 2021.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

 

--------------------------------------------

Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun

Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá.

Sveitastjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps leggja sameiginlega fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun. Framkvæmdasvæði Hvamm­svirkjunar er í báðum sveitarfélögunum. Stöðvarmannvirki verða í landi Hvamms í Rangárþingi ytra, en stíflumannvirki og lón munu taka yfir land í ofanverðri Landsveit og í Skeiða- og Gnúp­verjahreppi.

Uppdráttur deiliskipulags yfirlit

Uppdráttur deiliskipulags

Greinargerð deiliskipulags

Ofangreind tillaga ásamt kynningargögnum frá Landsvirkjun má nálgast hjá Skipulagsfulltrúum ofangreindra sveitarfélaga, og á heimasíðum sveitarfélaganna Rangárþings ytra, www.ry.is og Skeiða- og Gnúpverjahreppur www.skeidgnup.is. Nálgast má frekari upplýsingar auk niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum á heimasíðu verkefnisins Hvammsvirkjun - hvammur.landsvirkjun.is.

Athugasemdir og ábendingar við auglýsingu deiliskipulagsins skulu berast eigi síðar en 30. apríl 2021 og skal skilað skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni, á skrifstofu skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra Suðurlandsvegi 1-3, Hellu eða með tölvupósti á netföngin vigfus@utu.is og/eða birgir@ry.is .

Í samræmi við bókun sveitarstjórnar teljast athugasemdir sem bárust vegna kynningar málsins jafnframt til athugasemda við auglýsingu skipulagsins nema ný athugasemd berist frá sama aðila á auglýsingatíma skipulagsins.

Haraldur Birgir Haraldsson, Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Vigfús Þór Hróbjartsson, Skipulagsfulltrúi UTU

 

---------------------------------------------------------

Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun

  1. Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá.

Sveitastjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps leggja sameiginlega fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun til kynningar. Framkvæmdasvæði Hvammsvirkjunar er í báðum sveitarfélögunum. Stöðvarmannvirki verða í landi Hvamms í Rangárþingi ytra, en stíflumannvirki og lón munu taka yfir land í ofanverðri Landsveit og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Uppdrátt má nálgast hér.

Greinargerð má nálgast hér.

Ofangreind tillaga ásamt kynningargögnum frá Landsvirkjun má nálgast hjá Skipulagsfulltrúum ofangreindra sveitarfélaga, og á heimasíðum sveitarfélaganna Rangárþings ytra, www.ry.is og Skeiða- og Gnúpverjahreppur www.skeidgnup.is . Auk þess sem gögnin eru aðgengileg á heimasíða umhverfis- og tæknisviðs uppsveita www.utu.is.

Frestur til að skila inn athugasemdum við kynningargögnin er til 17. febrúar 2021. Að lokinni kynningu verður tillagan lögð fyrir skipulagnefndir og sveitarstjórnir sveitarfélaganna til afgreiðslu fyrir auglýsingu.

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

Vigfús Þór Hróbjartsson

Skipulagsfulltrúi UTU

-------------------------------------------------------

 

Íbúafundur á ZOOM fjarfundakerfi klukkan 20.00, 19. janúar 2021. 

Þau skipulagsáform sem fjallað verður um á fundinum eru m.a. þessi:

Hella Miðbæjarsvæði

Þétting byggðar Öldusvæði

Þétting byggðar yfirlit svæði við blokkina

Skipulagssvæði Svæðisskipulags Suðurlands

ASK Afréttir

ASK Byggðin

ASK þéttbýli Hella

Faxaflatir sunnan Suðurlandsvegar

Gaddstaðir, íbúðasvæði

Landmannalaugar

Vesturhlíð, uppbygging ferðaþjónustu

Minna-Hof, íbúðasvæði

Klettamörk, uppbygging ferðaþjónustu

Leynir 2&3, uppbygging ferðaþjónustu

Haukadalsmelur, frístundasvæði

Stóru-Vellir, íbúðasvæði

-------------------------------------------------------------------------------------------

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Hella, miðbæjarskipulag, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.12.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir breytingu á miðbæjarskipulagi á Hellu. Um er að ræða svæðið norðan Suðurlandsvegar. Í deiliskipulaginu verður gerð breyting á gatnakerfi til að bæta umferðaröryggi. Einnig verður lóðum breytt og fjölgað til að þétta byggð. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Suðurlandsvegi (1) og tengist innanbæjar á Hellu.

Uppdrátt og greinargerð má nálgast hér.

Háfshjáleiga land 4, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.12.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Háfshjáleigu land 4. Gert verði ráð fyrir allt að 10 smáhýsum, 2 íbúðarhúsum og 2 frístundahúsum, gróðurhúsi, skemmu og hesthúsi, samanlagt allt að 3000 m². Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Ásvegi (275).

Tillöguna má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 27. janúar 2021.

Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Rangárþings ytra á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Minna-Hof, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi í landi Minna-Hofs þar sem um 110 ha landbúnaðarsvæði er breytt í íbúðabyggð, ÍB30. Aðalskipulagsbreytingin er sett fram í greinargerð dags. 16. júlí 2020 og fylgir uppdráttur í mkv. 1:50.000 með sömu dagsetningu.

Skipulagsgögn má nálgast hér.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488 7000 eða með tölvupósti á netfangið birgir@ry.is

„ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „

Samkvæmt 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Rangárþings ytra á eftirfarandi skipulagsáætlun:

Minna-Hof, Rangárþingi ytra, Deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt tillögu að deiliskipulagi fyrir Minna Hof samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á alls 41 íbúðarhúsalóð. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Rangárvallavegi (nr. 264).

Greinargerð má nálgast hér.

Uppdrátt má nálgast hér.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti á netfangið birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

--------------------------------------------------------------

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Jarlsstaðir, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir Jarlsstaði, svæði merkt F74, þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði gert að frístundabyggð.

Hér má nálgast skipulagsgögn. 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Rangárslétta, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Rangársléttu úr landi Leirubakka. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á 11 stórum frístundalóðum frá 1,5-5,5 ha. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Landvegi (nr. 26) og í gegnum frístundabyggð Fjallalands.

Hér má nálgast Skipulagsgögn.

Borgir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Borgir úr landi Sólvalla. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, bílskúrs og gestahúss. Aðkoma að skipulagssvæðinu er af Suðurlandsvegi (1), um Oddaveg (266) og um núverandi aðkomuveg að Sólvöllum.

Hér má nálgast greinargerð. 

Hér má nálgast uppdrátt

Gaddstaðir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.5.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir heildarsvæðið að Gaddstöðum, bæði núverandi frístundasvæði og nýtt íbúðasvæði. Áformað er að lóðir verði óbreyttar en aðkomum breytt að sumum þeirra og byggingarmagn endurskoðað. Vegna tímaákvæðis í skipulagslögum er tillagan auglýst hér að nýju.

Hér má nálgast greinargerðina. 

Hér má nálgast uppdráttinn. 

Klettamörk, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir Klettamörk úr landi Maríuvalla. Áform eru uppi um að reist verði alls 8 gistiskálar til útleigu, ásamt íbúðarhúsi til íveru. Aðkoma verður frá Gunnarsholtsvegi.

Hér má nálgast skipulagsgögnin. 

Sólstaður Klettholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Sólstað - Klettholt úr landi Köldukinnar. Deiliskipulagið tekur yfir stærstan hluta gildandi deiliskipulags; Kaldakinn í Rangárþingi ytra-deiliskipulag jarðar, sem staðfest var í B-deild dags. 03.12.2018. Skipulagssvæði Sólstaðar / Klettholts er felldur úr deiliskipulaginu fyrir Köldukinn og unnið nýtt deiliskipulag fyrir það svæði. Samhliða er gerð deiliskipulagsbreyting fyrir Köldukinn svo þar stendur aðeins eftir jörðin Kaldakinn L165092. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir byggingum sem tengjast landbúnaði en mögulegt byggingarmagn fer eftir stærð lóða/jarða. Aðkoma er af Landvegi (26) og um Árbæjarveg (271).

Hér má nálgast greinargerðina

Hér má nálgast uppdráttinn

Hér má nálgast eftirstandandi tillögu Köldukinnar. 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 30. desember 2020.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?