Opið fyrir bókanir á bílastæðum í Landmannalaugum

Eins og áður hefur komið fram hefur Umhverfisstofnun ákveðið að grípa til álagsstýringar í Landmannalaugum yfir háannatímann í sumar.

Þetta gildir um öll sem ætla að koma í Landmannalaugar á einkabílum og bílaleigubílum á milli kl. 8 og 15 á daginn frá 20. júní til 15. september en allar nánari upplýsingar má finna í þessari grein frá UST.

Nú hefur verið opnað fyrir bókanir á heimasíðu Umhverfisstofnunar sem má nálgast með því að smella hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?