Opið fyrir umsóknir - Menningarsjóður Rangárþings ytra

Markmið sjóðsins er að efla og styrkja menningarstarf í sveitarfélaginu.

Umsóknarfrestur er til 30. október, úthlutað verður í nóvember.

Til úthlutunar í seinni úthlutun ársins eru allt að 250.000 kr.

Umsækjendur geta verið lögráða einstaklingar, félagasamtök, stofnanir eða fyrirtæki sem koma að menningarviðburðum í Rangárþingi ytra. Verkefni sem styrkt eru verða að fara fram innan sveitarfélagsins. Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd metur hvaða verkefni eru styrkhæf.

Með umsókninni skal fylgja lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, fjárhagsáætlun og upplýsingum um viðkomandi umsóknaraðila.

Sækja skal um á sérstökum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Rangárþings ytra.

Sækja um

Fyrirspurnir vegna Menningarsjóðs sendist á markaðs- og kynningarfulltrúa, Eirík Vilhelm Sigurðarson á netfangið eirikur@ry.is eða í s: 4887000

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?