06. júní 2025
Fréttir

Tillaga að nýju deiliskipulagi
Rangárþing ytra hefur samþykkt tillögur Reykjagarðs um deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar fyrirtækisins á Hellu.
Fyrirhuguð er stækkun á mannvirkjum á lóð sláturhúss Reykjagarðs þar sem m.a. er gert ráð fyrir aukinni athafnastarfsemi vegna slátrunar hænsnfugla og framleiðslu matvæla til neytenda og framleiðslueldhúsi, s.s. til eldunar og framleiðslu máltíða fyrir mötuneyti, skóla, heimaþjónustu, o.þ.h. Einnig er nr. lóð 50 skipt upp, á nýrri lóð er heimild til uppbyggingar atvinnuhúsnæðis til hreinlegrar starfsemi s.s. í matvælaiðnaði.
Nánari gögn um málið má nálgast í undir 25. lið í fundargerð skipulags- og umferðarnefndar frá 22. maí 2025 með því að smella hér.