Hekla. Mynd: Ásdís Guðrún Jónsdóttir
Hekla. Mynd: Ásdís Guðrún Jónsdóttir

Siðareglur kjörinna fulltrúa og annarra stjórnenda Rangárþings ytra

1.  gr.

Tilgangur og markmið

Tilgangur og markmið þessara reglna er að skilgreina það hátterni og viðmót sem ætlast er til að kjörnir fulltrúar, ráðnir stjórnendur svo og aðrir þeir sem kjörnir eru til að sitja í nefndum og ráðum sýni við störf sín á vegum Rangárþings ytra og upplýsa íbúa um þær kröfur sem gerðar eru til þeirra.

2.  gr.

Almenn ákvæði

Kjörnum fulltrúum ber að gegna störfum sínum af alúð og samviskusemi, fyrir opnum tjöldum, axla ábyrgð af ákvörðunum sínum og gæta hagsmuna Rangárþings ytra. Í störfum sínum eru kjörnir fulltrúar bundnir af lögum, reglum, samþykkum Rangárþings ytra sem og eigin sannfæringu.

Kjörnir fulltrúar hafa ávallt í heiðri grundvallarreglur góðrar stjórnsýslu í störfum sínum, þ.m.t. um gagnsæja og upplýsta ákvarðanatöku og framkvæma ekkert það sem er til þess fallið að vekja grunsemdir um að annað en að lögmæt málefnaleg sjónarmið ráði för við stjórn Rangárþings ytra.

Kjörnir fulltrúar skulu gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virða verkaskiptingu í stjórnkerfi Rangárþings ytra. Þeir sýna störfum og réttindum annarra kjörinna fulltrúa, starfsmanna Rangárþings ytra og íbúum virðingu í ræðu, riti og framkomu.

Æðstu ráðnir stjórnendur Rangárþings ytra skulu eftir því sem við á, virða öll ákvæði þessara siðareglna þó í greinum sé rætt um „kjörna fulltrúa“.

Sjá nánari hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?