Siðareglur kjörinna fulltrúa og annarra 

stjórnenda Rangárþings ytra

1. gr.

Tilgangur og markmið

Tilgangur og markmið þessara reglna er að skilgreina það hátterni og viðmót sem ætlast er til aðkjörnir fulltrúar, ráðnir stjórnendur svo og aðrir þeir sem kjörnir eru til að sitja í nefndum og ráðumsýni við störf sín á vegum Rangárþings ytra og upplýsa íbúa um þær kröfur sem gerðar eru til þeirra.

2. gr.

Almenn ákvæði

Kjörnum fulltrúum ber að gegna störfum sínum af alúð og samviskusemi, fyrir opnum tjöldum, axla ábyrgð af ákvörðunum sínum og gæta hagsmuna Rangárþings ytra. Í störfum sínum eru kjörnirfulltrúar bundnir af lögum, reglum, samþykkum Rangárþings ytra sem og eigin sannfæringu.

Kjörnir fulltrúar hafa ávallt í heiðri grundvallarreglur góðrar stjórnsýslu í störfum sínum, þ.m.t. umgagnsæja og upplýsta ákvarðanatöku og framkvæma ekkert það sem er til þess fallið að vekjagrunsemdir um að annað en að lögmæt málefnaleg sjónarmið ráði för við stjórn Rangárþings ytra.

Kjörnir fulltrúar skulu gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virðaverkaskiptingu í stjórnkerfi Rangárþings ytra. Þeir sýna störfum og réttindum annarra kjörinna fulltrúa,starfsmanna Rangárþings ytra og íbúum virðingu í ræðu, riti og framkomu.

Æðstu ráðnir stjórnendur Rangárþings ytra skulu eftir því sem við á, virða öll ákvæði þessara siðareglna þó í greinum sé rætt um „kjörna fulltrúa“.

3. gr.

Trúnaður

Kjörnir fulltrúar gæta þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt á að faravegna einkahagsmuna eða almannahagsmuna samkvæmt lögum eða eðli máls. Trúnaðurinn helstáfram eftir að látið er af störfum. Kjörnum fulltrúum ber jafnframt að virða trúnað um ummæli einstakra fundarmanna á lokuðum fundum í nefndum og ráðum Rangárþings ytra, sem og um innihald skjala eða annarra gagna sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um. Þagnarskylda helst þó látið sé af starfi.

4. gr.

Ábyrgð

Kjörnum fulltrúum ber að starfa af kostgæfni, fyrir opnum tjöldum og vera reiðubúnir til að rökstyðja ákvarðanir sínar og tilgreina þá þætti sem ákvarðanir þeirra eru byggðar á. Þeir skulu bera ábyrgð gagnvart íbúum í heild sinni og svara fyrirspurnum almennings um framkvæmd þeirra starfa sem þeir bera ábyrgð á sem kjörnir fulltrúar. Kjörnir fulltrúar hafa ávallt að leiðarljósi grundvallarreglur góðar stjórnsýslu, m.a. um gagnsæja og upplýsta ákvarðanatöku og að lögmæt og málefnaleg sjónarmið ráði för við stjórn Rangárþings ytra.

5. gr.

Háttvísi og valdmörk

Í störfum sínum skulu kjörnir fulltrúar og stjórnendur koma fram af háttvísi og sýna hver öðrum,íbúum, viðskiptavinum og starfsmönnum sveitarfélagsins fulla virðingu í framkomu, ræðu, riti og á netmiðlum.

Sveitarstjórnarfulltrúum ber að virða ákvörðunarvald og réttindi annarra kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins. Þeir mega ekki hvetja eða aðstoða kjörinn fulltrúa eða starfsmann Rangárþings ytra viða að brjóta þær meginreglur sem hér eru settar fram.

6. gr.

Misbeiting valds

Kjörnir fulltrúar mega ekki beita réttindum eða aðstöðu sem fylgja embætti þeirra í þágu einkahagsmuna sinna eða annarra í því skyni að geta notið óbeinna eða beinna persónulegra hagsbóta af því. Einnig skulu þeir gæta þess að nýta sér ekki óopinberar upplýsingar til að hagnast af þeim persónulega eða hjálpa öðrum að gera það.

7. gr.

Hagsmunaárekstrar

Kjörnum fulltrúum ber að stuðla að samhug og samheldni íbúa sveitarfélagsins og láta ekki einkahagsmuni eða flokkspólitíska hagsmuni koma ofar hagsmunum íbúa og sveitarfélagsins. Kjörnir fulltrúar skulu forðast hagsmunaárekstra í störfum sínum.

Þegar kjörinn fulltrúi á óbeinna eða beinna persónulegra hagsmuna að gæta í máli sem er til umfjöllunar hjá sveitarstjórn, hreppsráði, eða í öðru nefndarstarfi fyrir hönd sveitarfélagsins, skal hann gera grein fyrir þessum hagsmunum áður en umræður fara fram og atkvæði eru greidd ef vafi getur leikið á um hæfi hans.

Kjörnir fulltrúar, nefndarmenn og stjórnendur sem sitja í stjórnum í einkareknum eða opinberum félögum, sem gætu átt hagsmuna að gæta vegna beinna eða óbeinna viðskipta við sveitarfélagið, skulu upplýsa um það.

Kjörnir fulltrúar þiggja ekki gjafir, fríðindi eða annan viðurgjörning frá íbúum og viðskiptavinum Rangárþings ytra eða þeim er leita eftir verkefnum eða þjónustu sveitarfélagsins, þannig að túlka megi sem persónulega þóknun fyrir ákvarðanir á vegum sveitarstjórnar eða nefnda.

8. gr.

Ábyrgð í fjármálum

Kjörnum fulltrúum ber að virða fjárhagsáætlanir og grundvallarreglur um fjármálastjórn sem tryggja réttmæta og ábyrga meðferð á almannafé íbúa sveitarfélagsins. Við störf sín skulu kjörnir fulltrúarekki aðhafast neitt sem felur í sér misnotkun á almannafé, svo sem einkanotkun á byggingum sveitarfélagsins, bílum, tækjum eða öðru nema slík notkun falli undir heimildir sem ákveðnar eru af sveitarstjórn.

9. gr.

Stjórnsýslueftirlit

Kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar og stjórnendur skulu virða stjórnsýslueftirlit hjá Rangárþingi ytra og leggja sitt af mörkum til þess að markmið þess náist.

10. gr.

Að virða hlutverk starfsmanna

Kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar skulu í störfum sínum virða hlutverk starfsmanna Rangárþings ytra. Þeir mega ekki hlutast til um að starfsmenn geri neitt það sem hefur þann tilgang að verða kjörna fulltrúanum á beinan eða óbeinan hátt til hagsmunalegs ávinnings, né heldur aðila nátengdum honum eða ákveðnum hópum eða fyrirtækjum.

11. gr.

Stöðuveitingar

Kjörnum fulltrúum ber að gæta þess að stöðuveitingar hjá Rangárþingi ytra sé í hvívetna fylgt lögum og reglum og að einungis málefnalegar forsendur liggi að baki vali á starfsmanni.

12. gr.

Ráðsmennska

Kjörnir fulltrúar skulu taka fullt tillit til umbjóðenda sinna og veita þeim þá bestu þjónustu sem þeim er unnt. Þetta felur m.a. í sér að:

  • leysa verkefni eftir bestu getu á sem skemmstum tíma hvort sem verkefnin eru stoðverkefni milli sviða, verkefni nefnda eða bein úrlausn fyrir íbúa sveitarfélagsins.
  • virða einkalíf með þagmælsku um persónulega hagi og aðrar upplýsingar um viðkomandi kann að áskotnast í störfum sínum fyrir sveitarfélagið.
  • upplýsa þá sem það á við um réttindi þeirra, skyldur og úrræði til lausnar verkefna og vandamála.
  • virða og verja rétt einstaklinga til sjálfsákvörðunar eins og mögulegt er.

13. gr.

Miðlun siðareglna til kjörinna fulltrúa, embættismanna og almennings

Kjörnum fulltrúum ber að tileinka sér þessar siðareglur og lýsa því yfir að þeir séu reiðubúnir til að hafa þessar siðareglur að leiðarljósi. Siðareglurnar skulu vera aðgengilegar starfsfólki sveitarfélagsins, almenningi og fjölmiðlum á heimasíðu sveitarfélagsins og á annan þann hátt sem sveitarstjórn ákveður, til að þessir aðilar geti gert sér grein fyrir meginreglum þeirra.

14. gr.

Staðfesting

Siðareglur þessar skulu teknar til umræðu í sveitarstjórn í upphafi hvers kjörtímabils og endurskoðaðar ef þörf þykir. Kjörnir fulltrúar skulu við upphaf hvers kjörtímabils undirrita yfirlýsingu um að þeir hafi kynnt sér og virði reglur og samþykktir sveitarstjórnar. Skrifstofa sveitarfélagsins skal kynna þessar siðareglur fyrir starfsmönnum og íbúum Rangárþings ytra.

Samþykkt á 13. fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra þann 5. apríl 2023.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?