Skipulagsmál til kynningar

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.11.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 25. Nóvember 2021 fyrir atvinnusvæðið sunnan Suðurlandsvegar þar sem jarðstreng Rimakotslínu 2 er bætt við á uppdráttinn, lega götunnar Faxaflatir breytist lítillega, byggingareitir minnka lítillega, staðföng eru uppfærð og tveimur lóðum undir spennistöðvar bætt inn.

Hér má nálgast gögn skipulagsins

Tengivirki Landsnets á Hellu, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.11.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð Landsnets undir tengivirki sitt á Hellu en Landsnet vinnur að verkhönnun stækkunar tengivirkisins á Hellu í tengslum við styrkingu dreifikerfisins á Suðurlandi. Fyrir liggur að lengja þarf rofasalinn um 4-5 metra, sem er með 66kV rofabúnaði, en reiturinn er ekki deiliskipulagður. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi.

Hér má nálgast greinargerð skipulagsins

Hér má nálgast uppdrátt skipulagsins

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. desember 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?