10. desember 2025
Sveitarstjórn hefur samþykkt þjónustustefnu sveitarfélagsins fyrir árin 2026–2029.
Samkvæmt 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 ber sveitarstjórnum að móta stefnu um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum sveitarfélagsins, sérstaklega fjarri stærstu byggðakjörnum. Þessi þjónustustefna Rangárþings ytra er unnin í samræmi við þessa lagaskyldu og lýsir því þjónustustigi sem sveitarfélagið hyggst halda uppi á komandi árum.
Markmiðið er að tryggja að allir íbúar Rangárþings ytra, óháð búsetu, njóti góðrar og aðgengilegrar þjónustu.
Meginmarkmiðin eru að:
- Tryggja góða þjónustu á sviði menntunar, félagsþjónustu, heilbrigðismála og skipulagsmála.
- Stuðla að sjálfbærni og umhverfisvernd í allri starfsemi.
- Efla lýðræði og íbúalýðræði með virku samráði.
- Vera eftirsóknarverður vinnustaður.
Stefnuna má lesa í heild sinni með því að smella hér en einnig má fletta henni hér fyrir neðan: