Þróun skólasvæðis á Hellu


Undanfarin misseri hafa verið starfandi vinnuhópar á vegum sveitarfélagsins til að undirbúa frekari þróun skólasvæðisins á Hellu. Bæði hefur þar verið hugað að undirbúningi á nýjum leikskóla og eins viðbyggingu við grunnskólann. Ætlunin var að efna til íbúafundar nú á útmánuðum um afrakstur þessarar vinnu þar sem helstu niðurstöður væru kynntar auk þess sem fram færi samtal íbúa um þetta þýðingarmikla mál. Vegna samkomubanns hefur ekki reynst unnt að blása til íbúafundar eins og planið var en það er mjög brýnt að láta ekki deigan síga og halda áfram að undirbúa þetta mikilvæga verkefni. Ákveðið var því að taka upp og deila hér kynningu Bjarkar Grétarsdóttur oddvita Rangárþings ytra og formanns stjórnar Odda bs. þar sem hún fer yfir vinnu starfshópanna. Í kynningunni er einnig farið yfir nokkrar sviðsmyndir varðandi skólasvæðið sem mögulegar væru út frá niðurstöðum vinnuhópanna. Að þeim hluta kynningarinnar kemur Jón Sæmundsson ráðgjafi. Vonandi ná sem flestir að kynna sér þetta vel og eins senda inn ábendingar, hugmyndir eða spurningar hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Áætlað er að efna síðan til íbúafundar þegar samkomubanni léttir þar sem betur er hægt að kryfja málin og þróa hugmyndirnar áfram þannig að hægt verði að halda áætlun með þetta þýðingarmikla verkefni og ráðist í framkvæmdir.

Skýrsla starfshópa - undirbúningur leikskóla og stækkun grunnskóla

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?