Gert er ráð fyrir að í fullbyggðum skóla verði um 250 nemendur í for-mið-, og unglingastigi og tónlistarskóla, ásamt 180 nemendum í leikskólanum Heklukoti og um 60 kennarar og annað starfsfólk munu starfa við skólann.

Markmið verkefnisins er að sameina allt skólastarf á einn stað og skapa með því kraftmikla umgjörð og góða nýtingu utanum skólastarfið og starfsaðstöðu starfsmanna. Tillagan gerir ráð fyrir og gefur möguleika á mikilli samnýtingu rýma á milli skóla og skólastiga og gefur nemendum og starfsmönnum tækifæri og möguleika á að nýta tónlistarstofur, sérgreinastofur, matsal og bókasafn þvert á öll skólastig.

Nýbyggingar og endurbætur eldra húsnæðis skapi saman nýja heild sem kalli fram alt það besta hjá notendum, ásamt því að virka hvetjandi, örvandi og styrkjandi í öllu skólastarfinu. Leitast er við að hafa nýbyggingar í sambærilegum hlutföllum og eldri byggingar með svipuðmum þakformum og gluggasetningum og í núverandi byggingum og þannig fella nýbygginguna sem best að núverandi byggingum. Að staðsetja byggingar og haga uppbyggingu þannig að byggingarnar myndi gott skjól á skólalóðinni og að hægt sé að nýta núverandi íþróttavöll sem lengst áður en hann verður færður til norðurs.

Stefnt er að því að byggingin verði Svansvottuð.

Kynningarmyndband frá ARKÍS arkítektum

Verkefnastjóri er Tómas Haukur Tómasson forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs. 

30.3.2022 - Kynningarefni vegna framkvæmda á Skólasvæði á Hellu

 

Frétt frá fögnuði vegna upphafs framkvæmda á skólasvæði.

Kort sem sýnir umferð á meðan framkvæmdir standa yfir vegna 1. áfanga.

13.1.2022 - frá fundi sveitarstjórnar

Á fundi sveitarstjórnar var lögð fram til kynningar skýrsla PwC um mat á áhrifum fjárfestingar í leik- og grunnskóla og útboð vegna fyrsta áfanga. Niðurstaða mats PwC er að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins ráði við þá fjárfestingu sem fyrirhuguð er við nýjan leik- og grunnskóla á Hellu.

Lögð var fram fullnaðarhönnun fyrsta áfanga verkefnisins frá ARKÍS arkítektum og útboðsgögn.

Lagt var til að bjóða út fyrsta áfanga verkefnisins í samræmi við útboðsgögnin og greinargerð um fyrirhugað útboðsferli.

Útboðsauglýsing

17.11.2021 Hönnun 1. áfanga að ljúka. Myndband og teikningar.

Vinna við hönnun 1. áfanga á skólasvæðinu á Hellu, sem er viðbygging við Grunnskólann á Hellu, er á áætlun og öll útboðsgögn eiga að vera tilbúin um næstu áramót. Reiknað með því að unnt verði að bjóða út jarðvinnu fljótlega í janúar 2022. Búið er að semja við Steypustöðina um forsteyptar einingar í húsið en þær fara í framleiðslu í apríl 2022. Gert er ráð fyrir að búið verði að reisa húsið í lok júní 2022 og að það verði tilbúið til notkunar í lok árs 2022. Myndband og teikningar má nálgast hér að neðan.Hér má sjá myndband af 1. áfanga.

Hér má nálgast teikningar.

 

12.5.2021 Gögn frá fundi sveitarstjórnar  - Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu

 

Frumhönnun Arkís ásamt greinargerð faghópsins og tillaga til afgreiðslu.
Lögð fram greinargerð faghópsins þar sem fram kemur að undanfarin misseri hefur verið unnið að undirbúningi framkvæmda við stækkun grunnskólans á Hellu og nýjan leikskóla á Hellu ásamt aðstöðu fyrir tónlistarskóla. Þann 20. apríl s.l. skilaði Arkís frumdrögum að skólasvæðinu í samræmi við þann samning sem gerður var þann 12. janúar 2021. Fulltrúar Arkís kynntu þá afrakstur vinnu sinnar á fundi með faghópnum. Afurð vinnunnar var í formi frumdraga nýbygginar fyrir grunnskólann og leikskólann Heklukot á Hellu. Frumdrögin eru í formi greinargerðar og teikninga auk þess sem gróf kostnaðaráætlun fylgir. Öllum sem að málinu hafa komið ber saman um að þessi vinna hefur gengið ákaflega vel og myndin orðin skýr varðandi hönnun og staðsetningu þeirra bygginga sem reisa þarf til að svara eftirspurn og kröfum varðandi uppbyggingu skólanna til framtíðar. Tillaga faghópsins er að unnið verði eftir þessum frumdrögum. Jafnframt verði lagt upp með að hefjast þegar handa við fullnaðarhönnun áfanga 1 með það að markmiði að framkvæmdir geti hafist í lok ársins 2021.

Sveitarstjórn fagnar því hversu vel hefur miðað við undirbúning þessa mikilvæga verkefnis. Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að leita samninga um fullnaðarhönnun 1 áfanga sbr. tillögu faghópsins og láta vinna lögboðið mat á áhrifum fjárfestingarinnar á fjárhag sveitarfélagsins til næstu ára. Jafnframt er lagt til að áformaðar framkvæmdir verði kynntar á opnum íbúafundi um næstu mánaðamót.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

 

Kynning á frumdrögum þróunar skólasvæðis á Hellu.

 





 

Eldri gögn vegna þróunar skólasvæðis á Hellu má nálgast hér að neðan. 

Kynningu og niðurstöður hópavinnunnar frá rafrænum íbúafundi 30. september 2020 má nálgast hér. 

- Kynning á íbúafundi 30. september 2020

- Niðurstöður hópastarfs á íbúafundi 30. september 2020

Spurningar og hugleiðingar sem okkur berast og svör við þeim:

Um hvað er þessi kynning?

Kynnt er ný skýrsla starfshópa á vegum sveitarfélagsins varðandi þróun skólasvæðis á Hellu. Í kynningunni er einnig farið yfir nokkrar sviðsmyndir varðandi skólasvæðið sem mögulegar væru út frá niðurstöðum vinnuhópanna. Í undirbúningi er að byggja við grunnskólann og reisa nýjan leikskóla.

Hvernig geta íbúar tekið þátt í mótun verkefnisins?

Starfandi er faghópur sem heldur utanum undirbúning verkefnisins. Í faghópnum eru: Björk Grétarsdóttir oddviti og formaður Odda bs, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi, Tómas Haukur Tómasson forstöðumaður Eigna- og framkvæmdasviðs, Auður Erla Logadóttir leikskólastjóri Heklukoti, Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Hellu, Haraldur Birgir Haraldsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri. Verkefni faghópsins er að undirbúa verkefnið hvað varðar skipulagsmál á skólasvæðinu, taka saman vinnugögn fyrir hönnun o.þ.h, gera tillögu að fyrirkomulagi hönnunar og vali á leiðum, setja upp tímalínu og helstu vörður og leitað eftir viðbrögðum frá íbúum varðandi málið. Vegna samkomubanns hefur fyrirhugaður íbúafundur frestast en samhliða þessari kynningu hér á netinu þá geta íbúar sent inn ábendingar, hugmyndir eða spurningar og stefnt er að íbúafundi þegar fært er og þar verða vinnustofur um málefnið. Gert er ráð fyrir að undirbúningi verksins verði lokið fyrir 15. nóvember 2020 þannig að hægt verði að bjóða út fyrstu verkþætti árið 2021.

Ábendingar og spurningar varðandi íþróttavöllinn:

Ábending barst um að íþróttavöllurinn sé einhverjum hluta reiknaður sem eign Umf Heklu og að sú eign grundvallist á sjálfboðavinnu sem félagar unnu við byggingu vallarins á sínum tíma. Þetta þarf að hafa í huga þegar/ef íþróttavöllurinn verður látinn víkja fyrir nýbyggingum.

Spurningar bárust um hvers kyns íþróttavöll eigi að byggja ef hann verður færður og hvaða kostnaði sé gert ráð fyrir?

Ekki hefur verið ákveðið neitt í þessum efnum og ekki víst að strax þurfi að huga að flutningi vallarins ef þannig leið er valin. Ef hins vegar niðurstaðan verður sú að völlurinn skuli víkja þá þarf að undirbúa það vel og miða við að nota tækifærið og stefna á að byggja betri aðstöðu en nú er og stilla fjárhagsáætlunum upp í takt við það.

Ábending frá íbúa varðandi aðgengi að skóla og leikskóla:

Það eru margar ágætar hugmyndir í gangi en punktarnir sem gripu mig voru að mér finnst mikilvægt að hafa miðrými tengt grunnskólanum og leikskólanum og geti nýst báðum skólum sem best og eins finnst mér hugarflug 5 frábær útfærsla m.t.t. aðgengi að leikskólanum. Það verður að vera gott aðgengi þegar maður er jafnvel að koma með 2-3 börn og farangur, í myrkri og kulda, að þurfa ekki að labba langar leiðir til að komast inn í hús. Ég vona mikið að tekið verði tillit til þess.

 

Ert þú með ábendingu, hugmynd eða spurningu sem þú vilt koma á framfæri? Endilega sendu okkur línu hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?