Tilkynning frá Sorpstöð Rangárvallasýslu

Sorpstöð Rangárvallasýslu hefur tekið við sorphirðu heimila í Rangárvallasýslu og samhliða því verður boðið uppá aukna flokkun frá heimilum.

Búið er að fjárfesta í nýjum sorpbíl sem aðskilur plast, pappa og almennt heimilissorp.

Innan tíðar verður nýrri tunnu dreift á öll heimili í Rangárvallasýslu og er hún ætluð undir plast.

SVARTA tunnan er fyrir almennt heimilissorp
BLÁA tunnan er fyrir pappír og pappa
GRÆNA tunnan er fyrir plast

Almennt heimilissorp verður tekið á tveggja vikna fresti en plast og pappír einu sinni í mánuði.

Sorphirðudagatal er aðgengilegt hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?