Töðugjöld 2017 - Hella 90 ára

Töðugjöld eru á næsta leyti og einungis rétt um mánuður í hátíðina. 

Töðugjöld verða nú haldin í 24. skipti en þau hafa verið haldin frá árinu 1994. Í ár verður því einnig fagnað að þorpið okkar, Hella, er 90 ára.Töðugjöld eru hátíð þar sem allir eru boðnir velkomnir og mikið er lagt uppúr því að fjölskyldan geti skemmt sér saman!

Íbúar koma að allri skipulagningu og halda Töðugjöld með stuðningi sveitarfélagsins og fyrirtækja á svæðinu.

Dagskráin er fjölbreytt og verður kynnt fljótlega! Á föstudagskvöldi verður hverfarölt og kemur það í hlut bláa hverfisins að bjóða heim í ár. Á laugardeginum verður svo boðið uppá eitthvað fyrir alla og má m.a. sjá Leikhópinn Lottu, Áttan, Bjarna Töframann, fjölbreytt leiktæki, hraðmót arionbanka í fótbolta, markað, hljómsveitina Í svörtum fötum, glæsilega bílasýningu og margt margt fleira.

Allar upplýsingar um Töðugjöld eru nú aðgengilegar hér.

Öllum fyrirspurnum varðandi Töðugjöld svarar Eiríkur Vilhelm, markaðs- og kynningarfulltrúi. eirikur@ry.is og s: 8662632.

Sjáumst á Hellu á Töðugjöldum!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?