Mynd: Guðmundur Árnason.
Mynd: Guðmundur Árnason.

Sveitarfélagið Rangárþing ytra auglýsir nýjar verslunar- og þjónustulóðir við Faxaflatir ásamt athafna- og iðnaðarlóðum við Sleipnisflatir lausar til úthlutunar á Hellu. Lóðirnar eru staðsettar sunnan við Suðurlandsveginn á nýskipulögðu svæði með aðkomu bæði að vestanverðu og austanverðu.

Gatnagerð á svæðinu mun hefjast á næstu vikum.

Umsóknir þurfa að berast a.m.k. fjórum dögum fyrir fundi Byggðaráðs (næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 24. mars). Við úthlutun gilda úthlutunarreglur sveitarfélagsins sem nálgast má á heimasíðu sveitarfélagsins eða með því að smella hér. 

Umsóknir fara fram í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins á umsóknarsíðu eða í gegnum viðkomandi lóð á kortasjá sveitarfélagsins, https://www.map.is/ry/ en þar verður hægt að sjá allar nauðsynlegar upplýsingar um allar lausar lóðir á Hellu.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Sveitarstjóra eða Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti agust@ry.is eða birgir@ry.is

Hér má sjá lóðauppröðun í deiliskipulagi

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?