Íbúða- og frístundasvæði við Hróarslæk.
Íbúða- og frístundasvæði við Hróarslæk.

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

Vatnskot 2, deiliskipulag.

Deiliskipulagið tekur til um 500 m2 spildu sem tengist Ásvegi (25) þar sem gert verði ráð fyrir byggingu tveggja gestahúsa. Skilgreindur verður einn byggingareitur þar sem heimilt verður að byggja tvö gestahús, hvort um sig 32 m², á einni hæð.

 Tillöguna má nálgast hér.

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 26. desember 2018.

------------------------------------

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi.

Gaddstaðir við Hróarslæk íbúða- og frístundasvæði, Rangárþingi ytra

Nýtt deiliskipulag verður unnið fyrir svæðið í heild. Skipulagið mun annars vegar taka til frístundalóða
og hins vegar til íbúðarlóða. Í gildi eru tvö deiliskipulög fyrir svæðið. Annars vegar er deiliskipulag austan aðkomuvegar að byggðinni, fyrir frístundalóðir á Gaddstöðum við Hróarslæk. Vestan aðkomuvegar að svæðinu er í gildi deiliskipulag fyrir frístundabyggð á 28 lóðum. Vestan aðkomuvegar er alfarið gert ráð fyrir íbúðalóðum en hluta af svæðinu austan aðkomuvegarins.

 Lýsinguna má nálgast hér.

Lýsingin er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Skila má ábendingum við efni lýsingar til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Kynningu lýsingar lýkur miðvikudaginn 5. desember nk, klukkan 15.00

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is 

Haraldur Birgir Haraldsson

skipulagsfulltrúi.

Eldri auglýsingar má nálgast hér. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?