Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Efri-Rauðalækur land L205549, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Byggðaráð í umboði Sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.4.2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu úr Efri-Rauðalæk L205549. Áform eru um byggingu íbúðarhúss, og vélaskemmu ásamt tilheyrandi byggingum á landbúnaðarsvæði. Aðkoma er af Bugavegi (273).

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

 

Skammbeinsstaðir 1D, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Byggðaráð í umboði Sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.4.2025 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 28.1.2021 fyrir Skammbeinsstaði 1D. Á uppdrætti bætist við ný 12.601 m2 lóð ásamt byggingarreit B4. Innan byggingarreits er heimilt að byggja allt að 138 m2 íbúðarhús með sambyggðum eða stakstæðum bílskúr, ásamt 60 m2 gestahúsi og allt að 180 m2 skemmu/geymslu. Aðkoma verður óbreytt.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

 

Sorpstöðin á Strönd, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Byggðaráð í umboði Sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.4.2025 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 2.10.2013 fyrir Sorpstöðina á Strönd. Markmið breytingarinnar er að rýmka fyrir núverandi starfsemi og þjónustu sem fer fram á sorpstöðinni að Strönd á Rangárvöllum, ásamt viðbótum vegna móttöku á mengandi úrgangi. Breyting er gerð á byggingarreitum og plönum undir starfsemi sorpstöðvarinnar, plön eru stækkuð og byggingarmagn aukið. Bætt er við byggingarreitum fyrir skemmur, starfsmannahús, eyðingastöðvar í formi brennslu og plönum fyrir meðhöndlun mengandi úrgangs auk lekavarna á urðunarreinum og plönum. Þá verður skoðað með endurnýtingu á eldri urðunarsvæðum, með það að markmiði að bæta landnýtingu svæðisins. Með breytingunni er einnig verið að stuðla að betri mengunarvörnum með auknu eftirliti og vöktun. Áætlað er að nýta hita úr brennslu til upphitunar vatns sem m.a. nýtist til húshitunnar.

Uppdrátt skipulagsins má nálgast hér. 

Greinargerð skipulagsins má nálgast hér. 

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 11. júní 2025.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra