Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Gaddstaðaeyja. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.4.2025 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem landnotkun Gaddstaðaeyjar verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði. Landeigandi hyggst þróa ferðaþjónustu á eyjunni með því að byggja hótel með allt að 160 herbergjum og baðlóni. Ásamt hóteli er fyrirhugað að vera með 40 lítil gestahús til útleigu. Gestahúsin munu tengjast rekstri hótelsins. Hótelið og starfsemin öll kemur til með að njóta sérstöðu í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi vegna staðsetningar í/við laxveiðiá. Stefnt er að því að hótelið verði í samræmi við umhverfi, landslag og sögulegar skírskotanir. Boðið verður upp á gistiaðstöðu í hæsta gæðaflokki.

Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér. 

Lækjarsel og Kúfholt. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.4.2025 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Landeigendur ósk eftir að breyta landnotkun á lóðum sínum Lækjarseli, L202406 og Kúfholti 1, 165021 úr frístundarbyggð í landbúnaðarsvæði. Áhugi landeigenda á því að fá búseturétt á landspildum sínum hefur aukist með það fyrir augum að stunda minniháttar búskap eða aðra starfsemi og hafa þar fasta búsetu.

Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér. 

 

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 31.maí nk.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra