Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
Lyngás, breyting í aðalskipulagi, texti í greinargerð
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9. apríl 2025 að gerð verði nauðsynleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem gerð verði leiðrétting á texta í greinargerð. Með breytingunni er verið að leiðrétta textavillu í töflu fyrir Íbúðarbyggð í kafla 2.2.1. Verið er að gera leiðréttingu á heildarfjölda lóða innan ÍB2 þar sem voru skilgreindar 12 lóðir sunnan og 4 lóðir norðan Suðurlandsvegar. Heildarfjöldi lóða á að vera 16 lóðir.
Greinargerðina má nálgast hér.
Breytingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík, á Skipulagsgátt undir máli nr. 702/2025 og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra