Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Hagi v/Selfjall 2. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.6.2025 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem landnotkun lóðarinnar í aðalskipulagi verði breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Aðkoma að svæðinu er frá Hagabraut (286).
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Galtalækjarnáma E57 - Merkurnáma. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.6.2025 að gerðar yrðu breytingar í greinargerð í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Fyrirhugað er að stækka núverandi efnistökusvæði E57 í Merkurhrauni úr 2 ha í allt að 15 ha og auka heildar efnistökumagn upp í allt að 450.000 m³. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26).
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 25. júní nk.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Hallstún spilda L203254, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.6.2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hallstún spildu L203254 þar sem fyrirhuguð er uppbygging ferðaþjónustu fyrir allt að 20 gesti ásamt byggingu á íbúðarhúsi og gestahúsi. Aðkoma er af Hagabraut (286).
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Lýtingsstaðir 6, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.6.2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Lýtingsstaði 6 þar sem gert er ráð fyrir byggingu tveggja einbýlishúsa, tveggja gestahúsa ásamt skemmu. Aðkoma er af Hagabraut (286) um Lýtingsstaðaveg.
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. júlí 2025.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra