Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar vinnslutillögur að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

 

Ferjufit. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2025 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 vegna efnistökusvæðis E122 við Ferjufit á Þjórsáreyrum (L238022). Svæðið stækkar úr 2,0 ha í allt að 5,0 ha og heimiluð efnistaka eykst úr 10.000 m³ í allt að 120.000 m³.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

Tungnaáreyrar. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2025 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 vegna efnistökusvæðis E70 í Tungnaáreyrum (L229508). Með þessari breytingu er gert ráð fyrir stækkun svæðisins úr 2,5 ha í allt að 7,5 ha, þar sem heimiluð efnistaka eykst úr 50.000 m³ í allt að 100.000 m³.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

Steinkusel og fleiri lóðir. Bretying á aðalskipulagi.

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem landeigendur lóðanna Kúfholts 1 L165021, Kúfholts II L220223, Kúfholts III L220226, Kötlusels F3 L220224 og Fjallasels lóðar F4 L220225 óska eftir að fá að leggja fram tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Breytingarnar eru þannig að stærðir lóða breytast og lóðunum fjölgar í 8 landspildur (stærð lóða 0,5-1,0 ha.), heiti á lóðum breytast einnig (að hluta til). Byggingarreitir afmarkast 10m frá lóðamörkum. Af þeim sökum breytist landnotkun í íbúðabyggð. Aðkkoma að svæðinu er af Árbæjarvegi.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

Hagi v/Selfjall 2. Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem lóðin Hagi v/Selfjall 2 yrði skilgreind sem Landbúnaðarlóð í stað frístundalóðar áður. Ráðgert er hafa þar fast aðsetur ásamt minni háttar ferðaþjónustu.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

Vinnslutillögurnar eru til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is og að auki í www.skipulagsgatt.is

Kynningu lýkur mánudaginn 9. febrúar nk klukkan 15.00

Vakin er athygli á að vilji hagsmunaaðilar senda inn ábendingar á þessu stigi er það heimilt en formlegur frestur til athugasemda verður þó gefinn þegar tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar síðar.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra