Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Brekkur II, deiliskipulag

Deiliskipulagið nær yfir tvær spildur, samtals um 4 ha að stærð, og eru áform um byggingu íbúðarhúss og gestahúss á hvorri þeirra. Akoma er frá núverandi tengingu við Suðurlandsveg.

Tillöguna má nálgast hér

Kaldakinn, landnr. 165092, deiliskipulag

Gert verði ráð fyrir 3 landspildum á stærðarbilinu 8-20 ha sem eru ætlaðar til landbúnaðar. Á hverri spildu verði möguleiki á byggingu íbúðarhúss, gestahúss og útihúss. Ennfremur verður gert ráð fyrir frekari uppbygginu á landi jarðarinnar í þágu nýtingu jarðarinnar til landbúnaðar, s.s. nýtt íbúðarhús og reiðskemma. Gildandi deiliskipulagi á jörðinni fellur úr gildi með gildistöku þessa skipulags.

Tillöguna má nálgast hér

Þjóðólfshagi I, landnr. 222499, deiliskipulag

Deiliskipulagið tekur yfir um 26,5 ha landspildu úr landi Þjóðólfshaga 1, lóð 2. Gert verði ráð fyrir 3 landspildum á stærðarbilinu 5-12 ha sem eru ætlaðar til landbúnaðar. Á hverri spildu verði möguleiki á byggingu íbúðarhúss, gestahúss og hesthúss.

Tillöguna má nálgast hér

Hólar, deiliskipulag

Deiliskipulagið tekur yfir um 0,5 ha spildu úr landi Hóla.  Gert er ráð fyrir byggingu allt að 200 m² íbúðarhúss á einni hæð með bílgeymslu ásamt útihúsum / skemmu allt að 600 m². Aðkoma er af Þingskálavegi um heimreið að Hólum.

Tillöguna má nálgast hér

Ægissíða 1, lóð 4, deiliskipulag

Deiliskipulagið tekur yfir um 2,0 ha spildu úr landi Ægissíðu, vestan Árbæjarvegar.  Gert er ráð fyrir byggingu allt að 150 m² íbúðarhúss á einni hæð og gestahúsi allt að 50 m². Aðkoma er af Árbæjarvegi. 

Tillöguna má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. ágúst 2017.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?