Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

 

Svínhagi L6A og L6B, breyting á landnotkun

Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028. Í gildandi aðalskipulagi er um 3 ha svæði að ræða undir verslunar- og þjónustustarfsemi fyrir Svínhaga L6A. Landeigendur að lóðinni L6B hafa einnig óskað eftir að lóð sinni, sem er um 4 ha, verði breytt úr landbúnaðarlandi í verslunar- og þjónustusvæði og heimiluð bygging á gestahúsum og gistingu fyrir 25 manns. Verslunar- og þjónustusvæðið VÞ28 er því stækkað úr 3 ha í 7 ha. Gert verði ráð fyrir íbúðar- og þjónustuhúsi og allt að 12 gestahús­um.  Gisting fyrir allt að 50 manns.

Tillöguna má nálgast hér. 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun samhliða auglýsingu á ofangreindri breytingu í aðalskipulagi

 

Svínhagi L6B, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Um er að ræða deiliskipulag sem nær til Svínhaga L6B (L 222399), 4 ha spilda úr landi Svínhaga á
Rangárvöllum í Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið tekur til byggingar á 6 gestahúsum, þjónustuhúss og
saunahúss. Svæðið liggur sunnan Selsundslækjar og sunnan Þingskálavegar. Aðkoma að svæðinu er frá Þingskálavegi (268) og um nýjan aðkomuveg. Heimiluð er gisting á svæðinu fyrir allt að 25 gesti í 6 gestahúsum.

Uppdrátt má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 26. febrúar 2020

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

 

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?