Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Stækkun íþróttasvæðis á Hellu, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að gera þyrfti nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi opið svæði norðan við grunnskólann og núverandi knattspyrnuvöll á Hellu, merkt OP2 á uppdrætti og í greinargerð aðalskipulagsins, verði gert að íþróttasvæði. Um er að ræða u.þ.b. 10 ha svæði.

Lýsinguna má nálgast hér. 

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 23. júní nk.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Bjallasel, Bjalladalur og Sveitin, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir 3 lóðir úr landi Efra-Sels, Bjallasel, Bjalladal og Sveitina, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingareitum innan hverrar lóðar þar sem heimilt verði að reisa allt að 150 m2 íbúðarhús, 200 m2 skemmu, gróðurhús, útihús innan hvers byggingarreits auk 80 m2 gestahúss. Aðkoma að svæðinu er frá Bjallavegi (272) um sameiginlegan aðkomuveg innan svæðis.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

Næfurholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir úr landi Næfurholts, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir lóð undir íbúðarhús og bílskúr sem fengi heitið Næfurholt 2 ásamt lóð undir skemmu. Sú lóð fengi heitið Lambhústún. Aðkoma er af Þingskálavegi (268) um núverandi aðkomuveg (2759).

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

Minni-Vellir 5 Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarlóð úr landi Minni Valla, Minni-Vellir 5, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu allt að 300 m2 íbúðarhúss og 600 m2 skemmu með mögulegu hesthúsi að hluta ásamt gestahúsi og útihúsum. Aðkoman er frá Landvegi (26).

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 7. júlí 2021

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?