Mynd fengin af vef ioveidileyfi.is - Hróarslækur.
Mynd fengin af vef ioveidileyfi.is - Hróarslækur.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi fyrir 28 lóðir úr Gaddstöðum þar sem umræddu svæði er breytt úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem skilmálar hafa verið skilgreindir að nýju.

Nokkur atriði þarf að skilgreina að nýju, þar sem hluti svæðisins mun breytast í íbúðasvæði og má þar nefna tengingar lóða við aðkomuveg, fjarlægðir bygginga frá aðkomuvegi, heimildir til bygginga inn í Aldamótaskóginn og heimildir til bygginga á svæðinu svo eitthvað sé nefnt.

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum 11. mars sl að kynna þyrfti tillöguna til allra lóðarhafa á svæðinu. Sveitarstjórn staðfesti niðurstöðu nefndarinnar á fundi 14. mars sl.

Hér má nálgast tillöguna og deiliskipulag fyrir svæðið. 

Að því tilefni er hér með boðað til íbúafundar þar sem áform verða lögð til skoðunar. Fundurinn verður í Menningarsalnum á Hellu, laugardaginn 6. apríl nk og hefst klukkan 10.00. Að auki verða öll gögn aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, www.ry.is undir skipulagsmál til kynningar.

Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Fyrir hönd skipulagsnefndar Rangárþings ytra


Haraldur Birgir Haraldsson

skipulagsfulltrúi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?