Upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins vegna gildandi samkomutakmarkana

Nú stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að enn einusinni er nauðsynlegt að grípa til aðgerða vegna farsóttar sem geysað hefur frá því í febrúar 2020. Það er ótrúlegt að upplifa samstöðu og áræðni íbúa og starfsmanna sveitarfélagsins á þessum tímum.

Við biðjum alla að kynna sér vel þær reglur sem eru í gildi og ekki hika við að leita frekari upplýsinga ef einhverjar spurningar vakna.

Berum grímur þegar ótengdir einstaklingar hittast, förum eftir 2m reglunni, þvoum hendum reglulega og notum spritt.

Saman sigrumst við á þessu - áfram við!

--

Núverandi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar gildir til og með 2. febrúar 2022. Hana má nálgast hér.

Markmiðið er að halda gangandi eins mikilli þjónustu sveitarfélagsins og mögulegt er á hverjum tíma þrátt fyrir samkomutakmarkanir og hugsanleg veikindi eða sóttkví starfsfólks. Horft er til þess að draga úr smithættu meðal almennings og vernda lykilstarfsmenn frá sóttkví eða veikindum.

Viðbragðsáætlanir má nálgast hér. 

----

Vegna skólastarfs – frá 26.1.2022:

Viðmiðunarreglur um sóttvarnir í leik- og grunnskóla vegna Covid-19

Börn fara einungis í sóttkví þegar smit kemur upp á heimili viðkomandi. Það sama gildir um starfsmenn, nema þeir séu þríbólusettir þá mega þeir mæta til vinnu en þurfa þá að vera í smitgát.

Ef einhver á heimilinu er í einangrun skal barn vera heima í sóttkví.

Börn verða að vera einkennalaus til að mega koma aftur í skólann eftir Covid-19 smit þrátt fyrir að vera útskrifuð úr einangrun. Ef börn sýna einhver einkenni eftir að hafa snúið aftur eftir einangrun verða þau send heim. Þetta er gert til að vernda eins og kostur er börn og starfsmenn skólans.

Sama gildir um starfsmenn auk þess sem þeir skulu bera grímu í starfi í 14 daga eftir að þeir koma til baka úr einangrun.

Sé einhver á heimili barns að bíða eftir niðurstöðu úr skimun skal barn vera heima þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir.

Foreldrar eru hvattir til að hafa börn sín heima ef þau sýna minnstu einkenni sem gætu verið Covid-19 og eru foreldrar þá hvattir til að fara með barnið í sýnatöku áður en það kemur í skólann.

Foreldrar komi einungis inn í leik- og grunnskóla ef brýna nauðsyn beri til eða með leyfi starfsmanna.

Þessi viðmið verða endurskoðuð eftir þörfum.

----

Hér má finna yfirlit yfir þjónustu stofnana sveitarfélagsins meðan á samkomutakmörkunum stendur, uppfærðar jafnóðum og breytingar verða.

Uppfært 26. janúar 2022

Grunnskólinn á Hellu:

Starf í gangi. Nánar auglýst á miðlum skólans.

Laugalandsskóli:

Starf í gangi. Nánar auglýst á miðlum skólans.

Leikskólinn Heklukot:

Starf í gangi.  Nánar auglýst á miðlum skólans.

Leikskólinn Laugalandi:

Starf í gangi. Nánar auglýst á miðlum skólans.

Tónlistarskóli Rangæinga:

Starf í gangi. Nánar auglýst á miðlum skólans.

Íþróttamiðstöðvar á Hellu, Laugalandi og í Þykkvabæ:

50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í sundlaugar og líkamsrækt. Börn fædd 2016 eða síðar teljast ekki með. Öll önnur starfsemi í gangi eftir því sem sóttvarnartakmarkanir leyfa. Íþróttafélögin birta upplýsinga um æfingar á sínum miðlum.

Bókasöfn:

Fylgist með á miðlum bókasafna. Gestir eru beðnir um að sýna aðgát, tryggja 2j metra reglu og huga að sóttvörnum. Einnig eru gestir beðnir um að lágmarka dvalartíma á safninu.

Félagsþjónustan mun standa sína vakt og eru skjólstæðingar félagsþjónustunnar hvattir til að hafa samband símleiðis eða í tölvupósti við starfsmenn til að fá frekari upplýsingar. Síminn þar er 487-8125.

Þjónustumiðstöðin að Eyjasandi á Hellu er opin, bent er á vaktsíma þjónustumiðstöðvar 487 5284. Hægt er að hafa samband við starfsmenn með síma eða tölvupósti og eru upplýsingar á www.ry.is.

Sorpstöð: Reiknað er með óbreyttri sorphirðu.

Skrifstofa: Afgreiðsla er opin. Opnunartími er mán-fim. frá 9:00-15:00 og fös. Frá 9:00-13:00. Öllum sem eiga erindi við skrifstofuna er bent á að hringja eða senda tölvupóst. Starfsemi skrifstofunnar er með óbreyttu sniði, síminn er 488 7000. Hægt er að senda tölvupósta á netfangið ry@ry.is og einnig eru upplýsingar um netföng starfsfólks á heimasíðunni www.ry.is.

Félagsmiðstöð er opin.

Hjúkrunarheimilið Lundur gestir beðnir um að sýna aðgát, tryggja 2ja metra reglu og huga að sóttvörnum. Gestir mega ekki dvelja í opnum rýmum heimilisins.

Námsver í Miðjunni á Hellu er opið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?