Karitas Tómasdóttir valin í U19 landslið kvenna í knattspyrnu

Karitas Tómasdóttir valin í U19 landslið kvenna í knattspyrnu

Karitas Tómasdóttir hefur verið valin í U19 ára landslið kvenna í knattspyrnu sem fer til Búlgaríu þar sem liðið leikur í undanriðli Evrópumótsins 21.-26. september. Mótherjar Íslands í riðlinum eru auk heimastúlkna, Slóvakía og Frakkland. Þetta er í fyrsta sinn sem Karítas er valin í landsliðshóp og óskum við henni til hamingju með þennan stórkostlega árangur!
readMoreNews
Tilkynning frá Gámaþjónustunni - Blátunnan losuð aftur

Tilkynning frá Gámaþjónustunni - Blátunnan losuð aftur

Eins og fólk hefur tekið eftir þá hefur Blátunnan ekki verið losuð upp á síðkastið og er ástæðan sú að ekki var aðstaða til að losa bílinn á Hvolsvelli eins og var áður. Nú hefur Gámaþjónustan hf. fengið aðgang að skemmu sem Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. er með og byrjuðum við á þriðjudaginn 10. september að losa blátunnuna.
readMoreNews
Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. auglýsir hausthreinsun

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. auglýsir hausthreinsun

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. mun standa fyrir hausthreinsun eins og undanfarin ár dagana 11. til 20. október n.k.  Settir verða upp gámar á sömu staði og í vorhreinsuninni, þ.e.á gömlu gámastæðin. Vonumst við til þess að íbúar notfæri sér þessa þjónustu á þeim tíma sem hún er í boði. Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.
readMoreNews

Bilun í kapalkerfi

Bilun hefur komið upp í kapalkerfinu á Hellu og er verið að vinna í lagfæringum á því. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem því fylgja fyrir notendur þess.
readMoreNews
Mikil tilhlökkun í augum nemenda við skólasetninguna á Laugalandi

Mikil tilhlökkun í augum nemenda við skólasetninguna á Laugalandi

Það voru hressir krakkar sem komu á skólasetninguna þann 29. ágúst í Laugalandsskóla.  Þar fengu allir sínar stundatöflur og hittu umsjónarkennarann sinn. Nemendur voru ekki síst glaðir yfir því að hitta hvern annan. Það er alltaf gott að fara af stað með gleði og tilhlökkun að leiðarljósi.
readMoreNews
Fundarboð og dagskrá - 51. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, 2010 - 2014

Fundarboð og dagskrá - 51. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, 2010 - 2014

51. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, verður haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, föstudaginn 6. september 2013, kl. 13.00. FUNDARBOÐ OG DAGSKRÁ.
readMoreNews