Karitas Tómasdóttir valin í U19 landslið kvenna í knattspyrnu
Karitas Tómasdóttir hefur verið valin í U19 ára landslið kvenna í knattspyrnu sem fer til Búlgaríu þar sem liðið leikur í undanriðli Evrópumótsins 21.-26. september. Mótherjar Íslands í riðlinum eru auk heimastúlkna, Slóvakía og Frakkland. Þetta er í fyrsta sinn sem Karítas er valin í landsliðshóp og óskum við henni til hamingju með þennan stórkostlega árangur!
13. september 2013