Föstudaginn 6. maí fékk leikskólinn Heklukot afhentan Grænfánann í þriðja skiptið. Þær Rannveig og Caitlin frá Landvernd afhentu umhverfisnefnd leikskólans, sem jafnframt eru elstu nemendur skólans, fánann, og skilti sem mun verða sett á leikskólabygginguna.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra staðfesti Ársreikning fyrir árið 2015 á fundi sínum í dag. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 100.448.000 kr. sem er allnokkru betra en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Nú styttist í Oddastefnu sem haldin verður á Hótel Stracta á Hellu 21. maí n.k. frá 13-16. Grunnskólanemendur í Helluskóla hafa sett upp vandaða og stórskemmtilega sýningu um Sæmund fróða fyrrum prest í Odda á Rangárvöllum í máli og myndum á Sparkvellinum við skólann.
Sorpstöð Rangárvallasýslu auglýsir vor- og sumarhreinsun. Dagana 1. - 16. júní 2016 verður hreinsunarátak í sveitum á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu. Gámar verða á tímabilinu staðsettir víðsvegar um héraðið. Sjá nánar hér neðar.
Skógrækt er mjög kröftug í Rangárþingi ytra . Í endurbættri skóglendisvefsjá Skógræktar ríkisins má finna mikið af forvitnilegum upplýsingum um skógrækt á Íslandi. Þar kemur m.a. fram að flatarmál ræktaðra skóga er næstmest á landinu í Rangárþingi ytra.
1. umf. íslandsmótsins í torfæru og nez mót laugardaginn og sunnudaginn 7-8. maí 2016 samanber keppnisalmanak A.K.Í.S keyrðar verða 12 brautir fyrir sérútbúna bíla báða daga og 6 brautir fyrir götubíla á sunnudeginum.
Frá og með síðustu áramótum eru allir grunn- og leikskólar í vestanverðri Rangárvallasýslu nú reknir innan Byggðasamlagsins Odda bs. Þetta fyrirkomulag fer vel af stað og gefur svo sannarlega færi til þess að nýta. . .