Fyrir Töðugjöld fór í loftið gönguleið með snjallleiðsögn um Hellu. Gönguleiðina má nálgast í gegnum Wapp appið sem er aðgengilegt í "play store" og "Istore".
Á Töðugjöldum veitti umhverfisnefnd Rangárþings ytra Umhverfisverðlaun. Umhverfisverðalaun eru veitt árlega og fengu eftirfarandi umhverfisverðalun í ár . . .
Töðugjöld á Hellu fóru fram um helgina og var mikið um dýrðir. Veðrið lék við okkur eins og alltaf á Hellu og voru allir viðburðir virkilega vel sóttir. Hér má sjá myndir frá helginni.
Að undanförnu hefur Þjóðskrá Íslands í samstarfi við Landmælingar Íslands, Ríkiseignir og Samband íslenskra sveitarfélaga unnið að bættri skráningu landeigna á Íslandi. Afmörkun landeigna er víða ábótavant og. . .
Í kvöld verða tónleikar nr. 2 í tónleikaröðinni Sumar í Odda. Það er Kristrún Steingrímsdóttir frá Kálfholti sem ætlar að syngja fyrir okkur við undirleik Vignis Þórs Stefánssonar. Tónleikarnir eru haldnir í Oddakirkju í Odda á Rangárvöllum.
Fundur verður haldinn fimmtudaginn 11 ágúst nk. kl. 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3 (fundasalur, kjallari). Fundarefni er m.a. viðhaldsframkvæmdir á mannvirkjum í þágu fjallskiladeildarinnar. Einnig verða rædd önnur hagsmunamál deildarinnar.
Óskað er eftir tilboðum í lagningu ljósleiðara í dreifbýli Rangárþings ytra. Útboðsgögn eru afhent á rafrænu formi hjá Verkís á Selfossi. Senda skal ósk um gögn á netfangið jons@verkis.is. Afhending gagna fer fram síðdegis 4. ágúst 2016.