Viðbragðsáætlun sveitarfélagsins vegna COVID-19

Viðbragðsáætlun sveitarfélagsins vegna COVID-19

Sem kunnugt er hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19). Sveitarfélagið Rangárþing ytra hefur uppfært sína viðbragðsáætlun sem er að finna hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Þessi viðbragðsáætlun á að þjóna þeim tilgangi að vera stjórnendum sveitarfélagsins til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum.
readMoreNews
Upplýsingar vegna COVID-19

Upplýsingar vegna COVID-19

Faraldurinn COVID-19 af völdum nýrrar kórónaveiru hefur breiðst út á umliðnum dögum. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Í ljósi þessa hefur embætti ríkislögreglustjóra lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna COVID-19. Mikilvægum upplýsingum til landsmanna er safnað saman á heimasíðu Landlæknis á slóðinni https://www.landlaeknir.is/koronaveira/
readMoreNews
Samningar þeirra aðildarfélaga sem höfðu boðað til verkfallsaðgerða voru undirritaðir hjá Ríkissátta…

Samið við flesta og verkfallsaðgerðum aflýst

Þau aðildarfélög BSRB sem boðað höfðu til verkfallsaðgerða sem hefjast áttu í dag hafa skrifað undir kjarasamninga og verkfallsaðgerðum því verið aflýst.
readMoreNews
Áríðandi tilkynning frá Hjúkrunarheimilinu Lundi

Áríðandi tilkynning frá Hjúkrunarheimilinu Lundi

Stjórnendur Hjúkrunarheimilisins Lundar hefur tekið þá ákvörðun að loka hjúkrunarheimilinu fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 6.mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við Sóttvarnarlækni og Landlækni eftir að Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir fyrr í dag. Hjúkrunarheimilið Lundur er hér að fylgja eindregnum tilmælum þessara aðila sem eru í framvarðasveit Almannavarna Íslands.
readMoreNews
Frágangur á sorpi til að hindra smit á COVID 19 veirunni.

Frágangur á sorpi til að hindra smit á COVID 19 veirunni.

Gott væri að heimili og sumarbústaðir sem eru í sóttkví eða einangrun vegna COVID 19 veirunnar, gangi vandlega frá öllu sorpi og úrgangi til þess að hindra frekari smit. Allur úrgangur sem berst frá þessum heimilum ætti að flokkast sem almennt sorp, ekki að meðhöndlast né flokkast sem endurvinnsluefni. Þetta er gert af heilsufarsástæðum því sorpið getur mögulega verið sóttmengað. Endurvinnsluefni (pappír, plast, málmar) er meðhöndlað af starfsmönnum okkar þjónustuaðila eftir að það er sótt, og því viljum við forðast möguleg smit og gæta fyllstu varúðarráðstafanna.
readMoreNews
Viðbrögð komi til verkfalls

Viðbrögð komi til verkfalls

Verkföll hjá starfsfólki innan Félags opinberra starfsmanna, FOSS, hefjast í næstu viku ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Verkfall er boðað m.a. 9. og 10. mars og í Rangárþingi ytra mun það hafa veruleg áhrif á þjónustu og starfsemi sveitarfélagsins.
readMoreNews