Heklukot fær Grænfánann í fimmta sinn
Mikil gleði ríkti á leikskólanum Heklukoti í morgun þegar Katrín Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Skóla á grænni grein hjá Landvernd afhenti leikskólanum Grænfánann í fimmta sinn. Börnin á leikskólanum voru með fána sem þau höfðu sjálf gert úr trjágreinum og því efni sem þau fundu og gátu endurunnið. Sungu þau síðan nokkur lög í tilefni dagsins sem þau voru búin að æfa.
05. júní 2020
Fréttir