Umhverfisverðlaun 2021 Sigalda 4 og Efri-Rauðalækur
Árlega veitir Umhverfisnefnd Rangárþings ytra umhverfisverðlaun að undangengnum tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins. Þar er leitað að stöðum sem þykja til fyrirmyndar og eru öðrum hvatning að fallegu umhverfi.