Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.

 

Endurskoðun Aðalskipulags Rangárþings ytra 2010/2022

Sveitarstjórn Rangárþing ytra hefur ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulag sveitar­félagsins. Gildandi aðalskipulag var staðfest þann 2. febrúar 2011.

Þættir sem kalla á endurskoðun aðalskipulags, að mati sveitarstjórnar, eru m.a. að marka skýrari stefnu um atvinnuuppbyggingu, s.s. í tengslum við ferðaþjónustu, landbúnað og orku­nýtingu. Þá þarf að end­ur­­skoða stefnu varðandi íbúðar- og frístundabyggðir, fjarskipti og verndarsvæði. Þá tóku ný skipulagslög nr. 123/2010 gildi við lok vinnslutíma gildandi aðalskipulags. Landnotkunarflokkum er fjölgað og skilgreiningu breytt að einhverju leyti. Ný landsskipulagsstefna hefur tekið gildi og samhliða því fellur út Svæðisskipulag Miðhálendis Íslands 2015 sem takmarkað hefur nauðsynlega uppbyggingu á há­lendishluta sveitar­félagsins.

Lýsinguna má nálgast hér:

Breyting á landnotkun sunnan Suðurlandsvegar við Hellu

Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022. Aðalskipulagsbreytingin tekur til breytinga á landnotkun sunnan Suðurlandsvegar þar sem núverandi afmörkun athafna- og iðnaðarsvæðis (A5 og I3), ásamt opnu svæði til sérstakra nota (O7),  verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði.

Lýsinguna má nálgast hér:

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing á eftirfarandi skipulagsáætlun

 

Lundur, dvalarheimili, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Rangárþing ytra vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Lund, dvalar og hjúkrunarheimili á Hellu.

Deiliskipulagið tekur til lóðar Lundar, reits sem skilgreindur er sem stofnanasvæði í Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010 – 2022. Áætluð er frekari uppbygging Lundar til að mæta auknum kröfum varðandi aðbúnað samhliða því að bæta þjónustu við íbúana. Gert verður ráð fyrir að byggja við núverandi hjúkrunarheimili og koma upp þjónustuíbúðum fyrir aldraða, öryrkja og fatlaða í nágrenninu sem nýtt geta þjónustu hjúkrunarheimilisins.

Lýsinguna má nálgast hér:

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingarnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 28. apríl 2016.  

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Snjallsteinshöfði 1d, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Deiliskipulagið tekur til svæðis úr landi Snjallsteinshöfða þar sem á landinu er fyrirhugað að byggja allt að 300 m² íbúðarhús ásamt bílskúr, allt að 50 m² gestahús, allt að 35 m² geymslu og allt að 400 m² hesthús.

Tillöguna má nálgast hér

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. júní 2016

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?