Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Hróarslækur, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10. desember 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Hróarslæk, sem tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 13. október 2023. Með breyttu deiliskipulagi er byggingarmagn aukið á byggingarreit B3 þar sem heimilt verður að byggja vélageymslu á byggingarreitnum í stað gistihúss. Aðkoma að svæðinu er af Rangárvallavegi.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

Gunnarsholt land L164499, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10. desember 2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Gunnarsholt land, hluta úr landi Gunnarsholts. Gert er ráð fyrir framleiðslu skógarplantna í gróðurhúsum/léttum byggingum sem og utanhúss innan ræktaðra skjólbelta. Heimilað verður að byggja skemmur/gróðurhús og annan húsakost sem þarf til ræktunarinnar og einnig verður starfsmannaaðstaða til viðveru og gistingar. Gert ráð fyrir að plantað verði trjám og skjólbeltum til að auka skjól og afmarka starfsemina. Aðkoma að svæðinu er af Rangárvallavegi um aðkomuveg að Fræðagarði.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

 

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. janúar 2026.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra