Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Minna Hof, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 20.7.2020 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi Minna Hofs, þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði gert að íbúðabyggð.

Skipulagsgögn má nálgast hér

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Minna Hof, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 27.8.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Minna Hof samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á alls 41 íbúðarhúsalóð. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Rangárvallavegi (nr. 264).

Uppdrátt má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér

Ármót, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 27.8.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði úr landi Ármóta. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu gisti- og ferðaþjónustu á svæðinu. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Landeyjavegi (252).

Uppdrátt má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér

Marteinstunga tankur, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.4.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð úr landi Marteinstungu. Samþykkt aftur á fundi 27.8.2020. Áformað er að byggja lítið dæluhús, hjá núverandi miðlunartanki hitaveitu til að auka þrýsting á hitaveitukerfi veitunnar. Gert er ráð fyrir að núverandi aðkoma frá Landvegi (26) verði nýtt með fyrirvara vegna aðkomu að vatnstanki og til einkanotkunar landeiganda og falli niður ef og þegar frekari áform um framkvæmdir liggja fyrir. Tillagan er hér endurauglýst vegna tímaákvæðis í skipulagslögum.

Uppdrátt má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 14. október 2020

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?