Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Þjóðólfshagi. Breyting á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir eftirstandandi lóðir í núverandi frístundabyggð úr landi Þjóðólfshaga, þar sem núverandi frístundabyggð verði gerð að íbúðabyggð. Búið er að breyta hluta af svæðinu í íbúðarbyggð. Gert er ráð fyrir að ÍB31 stækki sem nemur þessari breytingu.

Hér má nálgast lýsingu skipulagsáforma

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 26. apríl nk.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Svínhagi L7C, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 5.4.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Svínhaga L7C. Gert verði ráð fyrir byggingu frístundahúss, vinnustofuhúss, bílgeymslu og gróðurhúss ásamt 2-3 gestahúsum. Aðkoma að svæðinu er af Þingskálavegi (nr. 268).

Hér má nálgast tillöguna

Ægissíða 1, L165446, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 5.4.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta úr jörðinni Ægissíða 1, L165446. Tillagan tekur til uppbyggingar á ferðaþjónustu þar sem gert er ráð fyrir 12 plastkúlum, þjónustuhúsi og bílastæði. Aðkoma að svæðinu er af Þykkvabæjarvegi.

Hér má nálgast tillöguna

Grænir iðngarðar, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 5.4.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir græna iðngarða. Sveitarfélagið hyggst byggja upp Grænan iðngarð á svæðinu og skipuleggja lóðir og mannvirki undir hverskonar starfsemi sem fellur að hringrásarhugsun grænna iðngarða. Sem miðar að því að ólík fyrirtæki hefja starfsemi á skipulögðu svæði og nýta ólíka efna- og orkustrauma sem verða til í sambúð þeirra. Sérstaklega verður hugað að yfirbragði byggðar í sátt við umhverfi og náttúru. Norðan svæðis er móttöku og flokkunarstöð að Strönd, sem eftir atvikum geti tengst starfsemi grænna iðngarða. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi um Kirkjubæjarveg nr. 2704.

Hér má nálgast uppdráttinn

Hér má nálgast greinargerðina

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 24. maí 2023

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?