Leikskólinn á Laugalandi fær 1,2 milljóna króna styrk frá Sprotasjóði

Leikskólinn á Laugalandi fær 1,2 milljóna króna styrk frá Sprotasjóði

Leikskólinn á Laugalandi hefur hlotið 1,2 milljónir  í styrk frá Sprotasjóði.  Styrkinn á að nota til að þróa starf leikskólans næsta vetur.  Verkefnið gengur út á það að spinna saman ART, upplýsingatækni og þróa nýtt sýnilegra námsmat barnanna. Framundan er mjög spennandi skólaár bæði fyrir nemendur og starfsfólk.
readMoreNews
Sorpstöð Rangárvallasýslu auglýsir vor- og sumarhreinsun

Sorpstöð Rangárvallasýslu auglýsir vor- og sumarhreinsun

Dagana 20. maí - 9. júní 2013 verður hreinsunarátak í sveitum á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.  Gámar verða á tímabilinu staðsettir á eftirtöldum stöðum, þ.e. á „gömlu“ gámastæðum þessara staða: Skógum, Heimalandi, A-Landeyjum, V-Landeyjum, Fljótshlíð, Bakkabæjum, Rangárvöllum (vegamót Gunnarsholtsvegar og Þingskálavegar), Þykkvabæ, Hellu og Landvegamótum.
readMoreNews
Tónleikar - Ómar Diðriks og Sveitasynir

Tónleikar - Ómar Diðriks og Sveitasynir

Laugardaginn 1. júní kl.17:00 ætla Ómar Diðriks Sveitasynir að halda tónleika í Safnaðarheimilinu á Hellu. Með þeim á syngur miðstigskór Grunnskólans á Hellu og Oddasóknar. Þetta verða "stuð og stemning tónleikar" þar sem þeir spila sín hressustu og kannski skemmtilegustu lög.
readMoreNews
Veggspjöld um ferjuhald í Þjórsárholti afhent

Veggspjöld um ferjuhald í Þjórsárholti afhent

Veggspjöld um ferjuhald í Þjórsárholti í Gnúpverjahreppi verða formlega afhent Samgöngusafninu á Skógum þann 18. maí nk. Lögferja var í Þjórsárholti allt til 1966 og áður en brú var byggð yfir Þjórsá var ferjan í Þjórsárholti ein aðalsamgönguleiðin milli uppsveita Árnes- og Rangárvallasýslna og upp á hálendið.
readMoreNews
Notum viðburðadagatalið öllum íbúum og hagsmunaaðilum til hagræðingar

Notum viðburðadagatalið öllum íbúum og hagsmunaaðilum til hagræðingar

Við viljum benda lesendum á viðburðadagatal sveitarfélagsins á heimasíðunni. Dagatalið er staðsett hér hægra megin á forsíðunni. Undir dagatalinu birtast næstu 5 viðburðir sem skráðir eru í kerfið. Viðburðir þurfa ekki að vera stórir til að komast á dagatalið og við hvetjum ykkur til að senda inn upplýsingar um viðburði stóra og smáa. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.
readMoreNews
Söfnun fyrir tónlistarskólann í Kulusuk og kvenhetja í heimsókn

Söfnun fyrir tónlistarskólann í Kulusuk og kvenhetja í heimsókn

Eftirfarandi barst frá Heklukoti: Það er ekki hægt að segja annað en að það sé búið að vera mikið að gera hjá umhverfisnefndinni okkar í Heklukoti. Í síðustu viku fór hópurinn með afrakstur af Kulusuksöfnuninni í bankann. Börnin höfðu fengið að geyma bauka hjá nokkrum stofnunum og fyrirtækjum í bænum.
readMoreNews