Mynd: Sólveig Stolzenwald

Fundarboð - Byggðarráð

27. fundur byggðarráðs Rangárþings ytra verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, 27. ágúst 2020 og hefst kl. 16:00
readMoreNews
Heilsuefling eldri aldurshópa

Heilsuefling eldri aldurshópa

Þann 13. júlí sl. hófst verkefnið Heilsuefling eldri aldurshópa í umsjón Anítu Þorgerðar Tryggvadóttur, íþrótta- og heilsufræðings. Hefur Aníta verið með svokallaða viðverutíma í íþróttahúsinu á Hellu frá 11:00-14:00 á mánudögum og miðvikudögum þar sem eldri einstaklingum sveitarfélagsins hefur staðið til boða að koma og gera æfingar undir hennar leiðsögn. Lögð var áhersla á þol- og styrktarþjálfun samhliða liðkandi æfingum. Þátttaka hefur verið vonum framar og hefur myndast gott andrúmsloft meðal þátttakenda. Einnig hefur verið virkur gönguhópur sem fer í göngur alla daga klukkan 10:30 og þangað hafa allir verið velkomnir.
readMoreNews
Tæming rotþróa í Rangárþingi eystra og Rangárþingi ytra

Tæming rotþróa í Rangárþingi eystra og Rangárþingi ytra

Byrjað er að tæma rotþrær í Rangárþingi ytra og Rangárþingi eystra. Allar rotþrær verða tæmdar einu sinni á þriggja ára tímabili. Fyrsta svæðið sem byrjað hefur verið á er í Rangárþingi ytra, n.t.t. á Rangárvöllum, og er sú vinna langt komin. Fyrsta svæðið sem byrjað verður að tæma í Rangárþingi eystra er Vestur- og Austur Eyjafjöll, ásamt hluta af Austur Landeyjum. Stefnt er að því að ljúka tæmingu á fyrrgreindum svæðum í byrjun vetrar.
readMoreNews
Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings sem sveitarfélögum er skylt að greiða samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 76/2016. Sérstakur húsnæðisstuðningur kemur þá í stað sérstakra húsaleigubóta. Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir samþykki umsóknar og fjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings má sjá í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning inn á heimasíðu Félagsþjónustunnar, www.felagsmal.is.
readMoreNews
Leikskólinn Heklukot óskar eftir leikskólakennara í 100% starf

Leikskólinn Heklukot óskar eftir leikskólakennara í 100% starf

Leitað er að fagmenntuðum, jákvæðum kennurum, körlum eða konum, með góða samskiptahæfni, eru heilsuhraustir, hafa góða íslenskukunnáttu, sýna frumkvæði, sjálfstæði, hafa metnað fyrir starfi sínu og eru tilbúnir til að vinna að málörvun, uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri í samræmi við námsskrá og í nánu sambandi við stjórnendur leikskólans.
readMoreNews
Malbikað á Laugalandi og Hellu

Malbikað á Laugalandi og Hellu

Þessa dagana er góða veðrið nýtt til að ljúka ýmsum verkefnum fyrir haustið. Þannig var í vikunni lokið við að jarðvegsskipta og malbika bílaplanið sunnan við skólahúsin á Laugalandi.
readMoreNews
Starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar

Starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starfshlutfall til afleysinga í eitt ár með möguleika á áframhaldandi vinnu. Umsóknafrestur er til og með 7. september 2020.
readMoreNews
Framlenging á ratleik

Framlenging á ratleik

Tekin hefur verið ákvörðun um að framlengja ratleiknum Ferðumst um sveitarfélagið til 24. ágúst nk.
readMoreNews
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.5.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga 3
readMoreNews
World Class opnar á Hellu

World Class opnar á Hellu

Ný líkamsræktarstöð á vegum World Class hefur nú opnað í nýju viðbyggingunni í íþróttahúsinu á Hellu. Stöðin er heldur betur glæsileg og öll tæki og tól af nýjustu sort.
readMoreNews