Ferðumst um sveitarfélagið - ratleikur í Rangárþingi ytra

Ferðumst um sveitarfélagið - ratleikur í Rangárþingi ytra

Settur hefur verið upp ratleikur í sveitarfélaginu fyrir unga sem aldna. Ratleikurinn er fyrsta verkefnið á vegum Heilsueflandi samfélags og er hann hvatning fyrir fólk að vera saman, ferðast og hreyfa sig þar sem á hverri stöð er smá æfing. Ratleikurinn krefst þess að fara akandi þar sem stöðvarnar eru á víð og dreif um sveitarfélagið. Er því mælt með að taka með sér nesti og gera sér glaðan dag saman.
readMoreNews
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gerð verði nauðsynleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins og efnisnámu E122 bætt í greinargerð.
readMoreNews
Rangárþing ytra gerist Heilsueflandi samfélag

Rangárþing ytra gerist Heilsueflandi samfélag

Í morgun þann 25. júní varð Rangárþing ytra formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þegar Alma D. Möller, landlæknir og Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis á skrifstofu sveitarfélagsins. Í tilefni þess kom listasmiðjan frá vinnuskólanum og börn úr elstu deild leikskólans á Heklukoti og fluttu sitthvort lagið.
readMoreNews
Íþróttamiðstöðin á Hellu óskar eftir að ráða starfsmann

Íþróttamiðstöðin á Hellu óskar eftir að ráða starfsmann

Um er að ræða vaktavinnu. Umsækjandi þarf að vera orðin 18 ára, standast hæfnispróf sbr. öryggisreglugerð fyrir sundstaði og eiga gott með að umgangast börn og unglinga, hafa góða þjónustulund og vera stundvís.  Starfið er laust til 31. desember.
readMoreNews
Mynd: Sólveig Stolzenwald

Fundarboð - Byggðarráð

25. fundur byggðarráðs Rangárþings ytra verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, 25. júní 2020 og hefst kl. 16:00
readMoreNews
Ársreikningur Rangárþings ytra 2019 samþykktur

Ársreikningur Rangárþings ytra 2019 samþykktur

Á fundi hjá sveitarstjórn Rangárþings ytra þann 11. júní s.l. var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2019 lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn hefur að geyma samantekin reikningsskil fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A og B hluta starfsemi sveitarfélagsins sbr. 60.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Rangárljós og Suðurlandsvegur 1-3 hf. Rekstrartekjur A og B hluta á árinu 2019 námu kr. 2.011 milljónum. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um kr. 164 milljónir. Eigið fé í árslok 2019 var 1.963 milljónir. Sveitarstjórn samþykkti ársreikninginn samhljóða og færði jafnframt starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir góða vinnu við rekstur innan ramma fjárhagsáætlunar sem skilar sér í bættri afkomu.
readMoreNews
17. júní - rafræn dagskrá

17. júní - rafræn dagskrá

Vegna covid-19 veirunnar var ákveðið að fara nýjar leiðir varðandi dagskrá á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Í ár er því ávarp fjallkonu, ræða nýstúdents og tónlistaratriði í boði listasmiðju vinnuskóla sveitarfélagsins sýnt með rafrænum hætti. Hér að neðan má nálgast öll myndböndin.
readMoreNews
Nýi ærslabelgurinn á útivistarsvæðinu í Nesi

Ærslabelgur á Hellu

Búið er að setja upp ærslabelg á Hellu. Er hann staðsettur á útivistarsvæðinu í Nesi og eins og sjá má hefur hann strax notið vinsælda. Er hann ætlaður öllum sem hafa gaman að því að hoppa og leika sér, ungum sem öldnum. 
readMoreNews
Auglýsing um framlagningu kjörskrár

Auglýsing um framlagningu kjörskrár

Kjörskrá Rangárþings ytra vegna forsetakosninga, laugardaginn 27. júní 2020, liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Suðurlandsvegi 1, Hellu fram að kjördegi. Opið er mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-15:00 og föstudaga kl. 09:00-13:00.
readMoreNews
Heitavatnslaust frá Útskálum og að Seltúni og Helluvaði mánudaginn 15. júní

Heitavatnslaust frá Útskálum og að Seltúni og Helluvaði mánudaginn 15. júní

Tilkynning frá Veitum. Vegna vinnu við dreifikerfið verður heitavatnslaust frá Útskálum og að Seltúni og Helluvaði mánudaginn 15. júní frá klukkan 10:00 til klukkan 16:00. Sjá nánar hér. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið…
readMoreNews