Símatími skipulags- og byggingafulltrúa fellur niður 25. og 26. júní

Símatími skipulags- og byggingafulltrúa fellur niður 25. og 26. júní

Embætti skipulags- og byggingafulltrúa verður lokað dagana 25. og 26. júní næstkomandi og falla því símatímar niður þessa daga. Hægt er að senda tölvupóst á birgir@ry.is og verður erindum svarað við fyrsta tækifæri.
Ræða nýstúdents 17. júní 2025 - Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir

Ræða nýstúdents 17. júní 2025 - Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir

Góðan dag kæru sveitungar og gleðilega þjóðhátíð. Ég heiti Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir og er heiður að fá að tala til ykkar í dag sem nýstúdent.Ég útskrifaðist sem stúdent af Félags- og hugvísindabraut, listalínu frá Menntaskólanum að Laugarvatni þann 24. maí síðastliðinn.Þegar ég fékk prófskírteini…
Hátíð í fullum gangi - dýrmætt að eiga stórt íþróttahús sem rúmar mörg hundruð gesti og hoppukastala…

Fjölmenn 17. júní hátíð á Hellu

17. júní var haldinn hátíðlegur á Hellu venju samkvæmt. Dagskráin byrjaði við Dvalarheimilið Lund þar sem fulltrúar hestamannafélagsins Geysis mættu með hesta og teymdu undir krökkunum. Þar var verðandi 10. bekkur einnig með blöðrusölu og skrúðgangan skundaði svo af stað kl. 13:30. Fyrir göngunni f…
Hátíðarræða oddvita frá 17. júní 2025

Hátíðarræða oddvita frá 17. júní 2025

Eggert Valur Guðmundsson flutti hátíðarræðu á 17. júní hátíðarhöldunum á Hellu þar sem eitthvað á fjórða hundrað komu saman. Ræðuna má lesa hér fyrir neðan:   Ágætu íbúar og gestir, til hamingju með þjóðhátíðardaginn okkar. Í dag höldum við hátíðlegan 17. júní þjóðhátíðardag okkar Íslendinga. D…
Árbakkinn - tónleikar 21. júní

Árbakkinn - tónleikar 21. júní

Árbakkinn - sólstöðuhátíð í Nesi verður haldin 21. júní næstkomandi kl. 18 á útivistarsvæðinu í Nesi á Hellu. Um er að ræða útitónleika þar sem margt af okkar fremsta tónlistarfólki kemur fram. Búast má við góðri stemningu fyrir alla fjölskylduna og aðgangur er ókeypis. Þess má geta að sveitarféla…
Skrúðganga 17. júní - takmörkuð umferð um Þrúðvang

Skrúðganga 17. júní - takmörkuð umferð um Þrúðvang

17. júní verður haldinn hátíðilegur á Hellu venju samkvæmt. Skrúðgangan mun fara frá Lundi kl. 13:30, gengið verður niður Þrúðvang, beygt inn Útskála og endað við íþróttahúsið þar sem hátíðardagskráin fer fram. Reiðmenn munu leiða skrúðgönguna, umferð verður takmörkuð um Þrúðvang á meðan skrúðgang…
Rafmagnslaust aðfaranótt 13. júní

Rafmagnslaust aðfaranótt 13. júní

Rafmagnslaust verður víða í Rangárþing ytra, þ. á m. á Hellu þann 13.6.2025 frá kl. 00:01 til kl. 02:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð Rarik í síma 5289000. Nánar hér: https://www.ra…
Sundlaugin Laugalandi lokuð á næstunni

Sundlaugin Laugalandi lokuð á næstunni

Alvarleg bilun kom upp í sundlauginni á Laugalandi í rafmagnsleysinu sem varð 10. júní síðastliðinn og af þeim sökum verður hún lokuð á meðan viðgerð stendur yfir. Óljóst er hversu langan tíma tekur að koma henni í gagnið að nýju en líklegt er að hún verði lokuð út júní hið minnsta. Beðist er velv…
Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing skv. 30. grein og 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
17. júní í Þykkvabæ

17. júní í Þykkvabæ

17.júní í Þykkvabæ verður haldinn með svipuðum hætti og undanfarin ár við íþróttahúsið í Þykkvabæ. - Blásið verður í hoppukastalann klukkan 10.00 - Ungmannafélagið Framtíðin mun selja grillaðar pylsur. Kveikt verður á grillinu um 11. - Kvenfélagið Sigurvon mun bjóða upp á kaffi og kökur eftir pyl…