Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

1310045 – Hallstún 203907, Rangárþingi ytra. Deiliskipulag

Deiliskipulagið tekur til um 3 ha svæðis úr landnr. 203907. Skipulagið tekur til byggingarreita fyrir tvö frístundahús auk byggingarreits fyrir skemmu. Tillagan er hér endurauglýst vegna ákvæða um tímafresti í skipulagslögum.  

Smellið hér til þess að skoða lýsinguna.

1506028 – Lyngás, Rangárþingi ytra. Breyting á deiliskipulagi

Deiliskipulagið tekur til um 1,6 ha svæðis þar sem áður voru skipulagðar 9 íbúðarhúsalóðir en verða 11 eftir breytingu. Nýjar lóðir verða á opnu svæði áður. Einnig verða breytingar á vegtengingum og aukin hljóðvist vegna nýrra lóða.

Smellið hér til þess að skoða lýsinguna.

1509006 – Neðra Sel 1d, Jörvi, Rangárþingi ytra. Deiliskipulag

Deiliskipulagið tekur til um 11,3 ha svæðis og verður nýtt til landbúnaðar. Heimilt verði að byggja íbúðarhús, gestahús og skemmu eða gripahús.

Smellið hér til þess að skoða lýsinguna.

1512013 - Sel 202401, Rangárþingi ytra. Deiliskipulag

Deiliskipulagið tekur til um 5 ha svæðis í landi Efra-Sels þar sem skipulagðar verða 5 lóðir fyrir frístundahús. Heimilt verði að byggja frístundahús og gestahús á hverri lóð.

Smellið hér til þess að skoða lýsinguna.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. mars 2016.    

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?