Hella, stærsti þéttbýliskjarni í Rangárþingi ytra.
Hella, stærsti þéttbýliskjarni í Rangárþingi ytra.

Í vesturhluta Rangárvallasýslu búa rúmlega 2.000 manns og þar af á tæpur helmingur íbúanna heimili sitt á Hellu. Að margra mati þá stendur kauptúnið Hella á einu fegursta bæjarstæði landsins við hina lygnu Ytri-Rangá í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra.

Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar:

Skólastjóri Laugalandsskóla - umsóknarfrestur til 9. apríl. Nánar hér.

Verkstjóri vinnuskóla - umsóknarfrestur til 9. apríl. Nánar hér.

Leikskólinn Heklukot - umsóknarfrestur til 12. apríl. Nánar hér.

Íþróttamiðstöðin á Hellu og Laugalandi - umsóknarfrestur til 16. apríl. Nánar hér.

Heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi - umsóknarfrestur til 18. apríl. Nánar hér.

Kennarar, Grunnskólinn á Hellu - umsóknarfrestur til 20. apríl. Nánar hér.

Leikskólinn Laugalandi - umsóknarfrestur til 30. apríl. Nánar hér.

Fleiri störf verða auglýst á næstu vikum svo ef það er eitthvað sem þú vilt spyrjast fyrir um ekki hika við að senda okkur fyrirspurn á ry@ry.is

Á Hellu er miðstöð þjónustu fyrir vesturhluta sýslunnar en þar er m.a. grunn- og leikskóli auk tónlistarskóla. Á Hellu er einnig Íþróttamiðstöð með frábærri sundlaug, sparkvelli, leik- og útiíþróttasvæði og nýrri WorldClass líkamsræktarstöð. Golfvöllurinn á Strönd er í næsta nágrenni og við Hellu er hinn stórkostlegi leikvangur hestamanna á Rangárbökkum. Grunn- og leikskóli auk íþróttamiðstöðvar og sundlaugar er einnig á Laugalandi í Holtum og íþróttamiðstöð í Þykkvabæ. Á Hellu er einnig margvísleg þjónusta m.a. hin glæsilega Miðja þar sem rúmlega 20 fyrirtæki eru rekin og 75 manns starfa. Í sveitarfélaginu er kraftmikil uppbygging m.a. hvað varðar fjölbreytt íbúðahúsnæði. Þar eru ótal möguleikar til að sinna áhugamálum og útiveru af öllu tagi.

Samkvæmt glænýrri greiningu á atvinnulífi í Rangárþingi ytra þá er fjölbreytni starfa mikil en mest áberandi eru þó störf við framleiðslu matvæla auk margvíslegrar þjónustu. Þá er rétt að nefna að meirihluti þeirrar raforku sem drífur Ísland áfram kemur úr Rangárþingi ytra. Hjá sveitarfélaginu starfa um 150 manns í allt hjá hinum ýmsu stofnunum en skrifstofa sveitarfélagsins er staðsett í Miðjunni á Hellu. Í Rangárþingi ytra er gott mannlíf og þar er tekið vel á móti fólki. Hjá sveitarfélaginu er nú verið að auglýsa áhugaverð störf á hinum ýmsu sviðum. Vantar þig starf? Viltu grípa tækifærið? Má bjóða þér að flytja til okkar?

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?